Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 23
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 3.00 13.31 24.01
Akureyri 1.44 13.16 24.44
Andrés Pétur Rúnarsson, eigandi eign.
is fasteignasölu, lumar á nokkrum
dýrgripum í bílskúrnum sem flestir
bílaáhugamenn myndu vilja koma
höndum yfir.
Andrés Pétur er stoltur eigandi af þónokkrum
bílum, bæði gömlum og nýjum. Í góðviðrinu
um daginn dró Andrés einn þeirra út úr
fylgsnum sínum til að sýna lesendum Frétta-
blaðsins.
„Þetta er álíka bíll og Bobby Ewing átti í
Dallas þáttunum. Mig var búið að dreyma um
svona bíl lengi eða allt frá því ég fylgdist með
Dallas í gamla daga,“ segir Andrés og hlær.
„Þetta er Mercedes Bens SL280, árgerð 1976
og er bæði með blæju og húsi. Þessi bíll var
fyrst framleiddur árið 1974 og ég held að
framleiðslu hans hafi verið hætt árið 1986.“
Andrés er búinn að eiga Bensinn í nokkur
ár og má með sanni segja að hann sé í miklu
uppáhaldi. „Þessir bílar eru ekki margir hér á
landi, kannski um þrír eða fjórir,“ segir
Andrés en í gegnum árin hafa margir
bílaáhugamenn hrist peningapyngjuna framan
í hann í von um að festa kaup á gripnum.
Hingað til hefur Andrés þó ekki getað hugsað
sér að segja skilið við þennan góða og fallega
vin. „Ég er reyndar núna að leita mér að 1971
árgerð af svipuðum bíl. Mig langar í þá árgerð
þar sem ég er fæddur árið 1971,“ segir Andrés
og hlær. „Finni ég þá árgerð er aldrei að vita
nema ég láti gamla Bensinn í hendurnar á
einhverjum sem er hans verðugur.“
Bensinn hans Andrésar verður þrítugur á
þessu ári. Við 25 ára aldur teljast bílar til
fornbíla og þá lækka tryggingar verulega og
bifreiðagjöld falla niður. „Ég nota þennan bíl
meira sem sparibíl enda er hann bara ekinn
hundrað þúsund kílómetra. En það jafnast
ekkert á við rúnt í góðu veðri með blæjuna
niðri. Það er algjör draumur.“
johannas@frettabladid.is
Draumur um Dallas
Andrés Pétur Rúnarsson segir fátt betra en góður blæjulaus rúntur á góðum degi á góðum fornbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hálendisleiðir opnast nú ein af
annarri. Fylgjast má með stöðu
vega á heimasíðu vegagerðarinnar
www.vegargerdin.is. Á síðustu
dögum hafa meðal annars verið
opnaðar leiðir um Fjallabaks-
leið nyrðri og Dómadalsleið, af
Mývatnsöræfum að Dettifossi og
upp í Herðubreiðarlindir.
Bílatryggingar hækka hjá VÍS
þann 1. ágúst. Ábyrgðartrygg-
ing bifreiða, bifhjóla, fjórhjóla,
vélsleða og dráttarvéla hækkar,
ásamt slysatryggingu ökumanns
og eiganda, um fimm prósent.
Útivist gengur á Smáþúfur á
Lág-Esju klukkan hálf sjö í kvöld.
Lagt verður af stað frá Toppstöð-
inni í Elliðaárdal. Gengið verður
frá þjóðvegi við mynni Blikdals
um tvo kílómetra frá munna
Hvalfjarðarganga. Smáþúfur eru
á Esju vestanverðri.
ALLT HITT
[BÍLAR FERÐIR]
GÓÐAN DAG!
Í dag er miðvikudagurinn
28. júní, 179. dagur ársins
2006.
KRAFLA STÓÐ UPP ÚR
Hollendingarnir Nico og Anders hafa
ferðast um Ísland síðastliðinn
hálfan mánuð.
FERÐIR 2
TREYSTA BLINT Á
HVORN ANNAN
Farsæll rallakstur er
samstarf tveggja
keppenda sem verða að
treysta hvor öðrum án
umhugsunar.
BÍLAR 4