Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 3
FÆREYSKIR, FRANSKIR, DANSKIR
OG SÆNSKIR DAGAR ERU MEÐAL
ÞESS SEM BOÐIÐ ER UPP Á Í BÆJAR-
FÉLÖGUM LANDSINS Í SUMAR.
Hátíðirnar eru fjölmargar og tilvalið
fyrir ferðalanga að hafa þær í huga
þegar sumarfríið er skipulagt. Hér
eru nokkrar hátíðir sem haldnar
verða úti á landi í sumar og þó eru
ótaldir þeir viðburðir sem boðið er
upp á um verslunarmannahelgina.
■ Írskir dagar á Akranesi, 7. - 9. júlí.
■ Sæluhelgin á Suðureyri, 6. - 9. júlí.
■ Leifshátíð á Eiríksstöðum í Dölum,
7. - 9. júlí.
■ Goslokahátíð í Vestmannaeyjum
8. júlí.
■ Kátir dagar á Þórshöfn 13. - 16.
júlí.
■ Fullveldishátíðin í Hrísey 21. - 23.
júlí.
■ Sænskir dagar og Mærudagar á
Húsavík 24. – 30. júlí.
■ Á góðri stundu í Grundarfirði
27. - 30. júlí.
■ Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
27. - 30. júlí.
■ Reykholtshátíð 28. júlí.
■ Hólahátíð 11. ágúst.
■ Norskir dagar á Seyðisfirði
12. ágúst.
■ Fiskidagurinn mikli á Dalvík
12. ágúst.
■ Danskir dagar í Stykkishólmi
18. - 20. ágúst.
■ Berjadagar í Ólafsfirði 18. - 20.
ágúst.
■ Ljósanótt í Reykjanesbæ
1. - 3. september.
skemmtanir }
Sumarhátíðir um
allt land
Á föstudaginn verður hin ár-
lega humarhátíð Hornfirðinga
formlega sett.
Síðustu ár hefur humarhátíðin
fest sig verulega í sessi og hafa
hátíðagestir verið langt á annan
tug þúsunda. Allir í bænum taka
þátt í hátíðahöldunum ásamt gest-
um víða að.
Dagskráin byrjar strax á
fimmtudagskvöldi með dansleik
þó að hátíðin sé ekki formlega sett
fyrr en á föstudegi. Það verða
sölubásar á bryggjunni með alls
kyns varningi og grillaður humar
seldur ásamt hinum frægu humar-
lokum á Hleininni.
Á daginn verður fjölskyldudag-
skrá, leiktæki, kassabílarall og
golfmót svo eitthvað sé nefnt. Það
verða leiksýningar og skemmtiat-
riði fram eftir degi, Kvölddag-
skráin samanstendur af varðeldi,
dansleikjum og pöbbastemningu,
og mun til dæmis hljómsveitin „Á
móti sól“ leika fyrir dansi.
-ebg
Humarhátíð á Höfn
Á síðasta ári söfnuðust um 2500 manns
saman á Humarhátíðina.
Næstu helgi halda Ólafsvíkingar hina árlegu
Færeysku daga þar sem boðið verður upp á
fjölskylduskemmtun við allra hæfi.
Sumarhátíðin Færeyskir dagar er árlegur viðburður
í Ólafsvík en hún er nú haldin í áttunda skipti. Það er
engin tilviljun að hátíðin er tileinkuð Færeyjum þar
sem Færeyingar tóku mikinn þátt í að byggja Ólafs-
vík upp á sínum tíma. Margir komu til starfa á vertíð-
arbáta og voru Færeyingar til að mynda 20 prósent af
bæjarbúum Ólafsvíkur árið 1954. Á hátíðinni er því
lögð áhersla á að kynna færeyska menningu, kóra og
muni ásamt færeyskum mat. Einnig hefur ákveðinn
siður frá Færeyingum verið tekinn upp á dansleikj-
um, það er að hafa smurt brauð fyrir ballgesti.
Dagskráin í ár byrjar á föstudegi og stendur til
sunnudags. Boðið verður upp á leiktæki og skemmti-
dagskrá á daginn með söngvarakeppni, kassabíla-
rallýi og koma til dæmis Ronja ræningjadóttir og
Tóti tannálfur í heimsókn. Á kvöldin er grillað saman,
ýmsar hljómsveitir stíga á svið og á laugardagskvöld-
ið er stórdansleikur með hljómsveitinni „Í svörtum
fötum“. Sem sagt fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna. -ebg
Færeyskir dagar í Ólafsvík
Undanfarin ár hafa fjögur til fimm þúsund Ólafsvíkingar og gestir
þeirra skemmt sér saman á færeyskum dögum.
FÁTT ER BETRA EN AÐ NJÓTA ÍSLENSKR-
AR NÁTTÚRU Á TVEIMUR JAFNFLJÓTUM.
Þeir sem vilja njóta einstakrar náttúru-
fegurðar og sveitakyrrðar í Hólmsárbotn-
um, geta nú skellt sér í fjögurra daga
ferð með Útivist fimmtudaginn 29. júní.
Farið verður frá BSÍ kl. 08.30 og gengið
um gróðursæl háfjallasvæði þar sem
tignarlegir jöklar teygja sig til himins.
Fjallabað í Strútslaug er hluti af ferðinni
og svíkur engan. Í dagslok er farið í
fjallaskála Útivistar við Strút. Ferð lýkur í
Hvanngili. Sjá www.utivist.is
Fjallabað í Strútslaug
Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er heillandi heimur fyrir
þá sem vilja njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum
sumardögum. Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til gönguferða.
Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði á Suður-Grænlandi,
ferðamöguleika, skipulagðar ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu
á www.flugfelag.is
Suður
Grænland
- paradís útivistarmannsins
flugfelag.is | 570 3075
Narsarsuaq við Eiríksfjörð
í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (6. júní til 22. sept.),
á þriðjudögum og föstudögum.
Sumartilboð á netinu:
Frá aðeins 11.800 kr.*
flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað er á netinu
– takmarkaður sætafjöldi
“Tikilluaritsi”
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
FL
U
3
32
01
06
/2
00
6
*Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar.
Tikilluaritsi - Velkomin!
Upplifðu stórkostlega strandlengjuna frá Narsarsuaq
til Nuuk með Arctic Umiaq Line og margbrotna
náttúrufegurð með Blue Ice.
Nánari upplýsingar á www.aul.gl og www.blueice.gl