Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 3 FÆREYSKIR, FRANSKIR, DANSKIR OG SÆNSKIR DAGAR ERU MEÐAL ÞESS SEM BOÐIÐ ER UPP Á Í BÆJAR- FÉLÖGUM LANDSINS Í SUMAR. Hátíðirnar eru fjölmargar og tilvalið fyrir ferðalanga að hafa þær í huga þegar sumarfríið er skipulagt. Hér eru nokkrar hátíðir sem haldnar verða úti á landi í sumar og þó eru ótaldir þeir viðburðir sem boðið er upp á um verslunarmannahelgina. ■ Írskir dagar á Akranesi, 7. - 9. júlí. ■ Sæluhelgin á Suðureyri, 6. - 9. júlí. ■ Leifshátíð á Eiríksstöðum í Dölum, 7. - 9. júlí. ■ Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 8. júlí. ■ Kátir dagar á Þórshöfn 13. - 16. júlí. ■ Fullveldishátíðin í Hrísey 21. - 23. júlí. ■ Sænskir dagar og Mærudagar á Húsavík 24. – 30. júlí. ■ Á góðri stundu í Grundarfirði 27. - 30. júlí. ■ Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 27. - 30. júlí. ■ Reykholtshátíð 28. júlí. ■ Hólahátíð 11. ágúst. ■ Norskir dagar á Seyðisfirði 12. ágúst. ■ Fiskidagurinn mikli á Dalvík 12. ágúst. ■ Danskir dagar í Stykkishólmi 18. - 20. ágúst. ■ Berjadagar í Ólafsfirði 18. - 20. ágúst. ■ Ljósanótt í Reykjanesbæ 1. - 3. september. skemmtanir } Sumarhátíðir um allt land Á föstudaginn verður hin ár- lega humarhátíð Hornfirðinga formlega sett. Síðustu ár hefur humarhátíðin fest sig verulega í sessi og hafa hátíðagestir verið langt á annan tug þúsunda. Allir í bænum taka þátt í hátíðahöldunum ásamt gest- um víða að. Dagskráin byrjar strax á fimmtudagskvöldi með dansleik þó að hátíðin sé ekki formlega sett fyrr en á föstudegi. Það verða sölubásar á bryggjunni með alls kyns varningi og grillaður humar seldur ásamt hinum frægu humar- lokum á Hleininni. Á daginn verður fjölskyldudag- skrá, leiktæki, kassabílarall og golfmót svo eitthvað sé nefnt. Það verða leiksýningar og skemmtiat- riði fram eftir degi, Kvölddag- skráin samanstendur af varðeldi, dansleikjum og pöbbastemningu, og mun til dæmis hljómsveitin „Á móti sól“ leika fyrir dansi. -ebg Humarhátíð á Höfn Á síðasta ári söfnuðust um 2500 manns saman á Humarhátíðina. Næstu helgi halda Ólafsvíkingar hina árlegu Færeysku daga þar sem boðið verður upp á fjölskylduskemmtun við allra hæfi. Sumarhátíðin Færeyskir dagar er árlegur viðburður í Ólafsvík en hún er nú haldin í áttunda skipti. Það er engin tilviljun að hátíðin er tileinkuð Færeyjum þar sem Færeyingar tóku mikinn þátt í að byggja Ólafs- vík upp á sínum tíma. Margir komu til starfa á vertíð- arbáta og voru Færeyingar til að mynda 20 prósent af bæjarbúum Ólafsvíkur árið 1954. Á hátíðinni er því lögð áhersla á að kynna færeyska menningu, kóra og muni ásamt færeyskum mat. Einnig hefur ákveðinn siður frá Færeyingum verið tekinn upp á dansleikj- um, það er að hafa smurt brauð fyrir ballgesti. Dagskráin í ár byrjar á föstudegi og stendur til sunnudags. Boðið verður upp á leiktæki og skemmti- dagskrá á daginn með söngvarakeppni, kassabíla- rallýi og koma til dæmis Ronja ræningjadóttir og Tóti tannálfur í heimsókn. Á kvöldin er grillað saman, ýmsar hljómsveitir stíga á svið og á laugardagskvöld- ið er stórdansleikur með hljómsveitinni „Í svörtum fötum“. Sem sagt fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. -ebg Færeyskir dagar í Ólafsvík Undanfarin ár hafa fjögur til fimm þúsund Ólafsvíkingar og gestir þeirra skemmt sér saman á færeyskum dögum. FÁTT ER BETRA EN AÐ NJÓTA ÍSLENSKR- AR NÁTTÚRU Á TVEIMUR JAFNFLJÓTUM. Þeir sem vilja njóta einstakrar náttúru- fegurðar og sveitakyrrðar í Hólmsárbotn- um, geta nú skellt sér í fjögurra daga ferð með Útivist fimmtudaginn 29. júní. Farið verður frá BSÍ kl. 08.30 og gengið um gróðursæl háfjallasvæði þar sem tignarlegir jöklar teygja sig til himins. Fjallabað í Strútslaug er hluti af ferðinni og svíkur engan. Í dagslok er farið í fjallaskála Útivistar við Strút. Ferð lýkur í Hvanngili. Sjá www.utivist.is Fjallabað í Strútslaug Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er heillandi heimur fyrir þá sem vilja njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum. Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til gönguferða. Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði á Suður-Grænlandi, ferðamöguleika, skipulagðar ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu á www.flugfelag.is Suður Grænland - paradís útivistarmannsins flugfelag.is | 570 3075 Narsarsuaq við Eiríksfjörð í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (6. júní til 22. sept.), á þriðjudögum og föstudögum. Sumartilboð á netinu: Frá aðeins 11.800 kr.* flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað er á netinu – takmarkaður sætafjöldi “Tikilluaritsi” ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 32 01 06 /2 00 6 *Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar. Tikilluaritsi - Velkomin! Upplifðu stórkostlega strandlengjuna frá Narsarsuaq til Nuuk með Arctic Umiaq Line og margbrotna náttúrufegurð með Blue Ice. Nánari upplýsingar á www.aul.gl og www.blueice.gl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.