Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 5 Við Bæjarflöt er verkstæðið Formverk sem meðal annars framleiðir pallhýsi. Árlega framleiðir fyrirtækið tæplega 10 hús og að sögn Bjarna Ein- arsson, starfmanns Formverks, anna þeir vart eftirspurn. Pallhýsin eru eins konar ferðahús sem fara aftan á pallbíla. Húsin virðast ekki stór við fyrstu sýn enda þurfa þau að vera létt og fyr- irferðalítil. Þess vegna eru þau úr léttu en jafnframt sterku trefja- plasti sem steypt er eftir mótum hérlendis. Til að minnka loftmót- stöðu eru húsin ekki höfð há á meðan á akstri stendur en þegar húsin eru í notkun lyfta lofttjakk- ar þakinu upp svo manngengt er í húsinu. Á milli þaks og veggja er sterkur dúkur sem vel strekkist á. „Þetta er eiginlega eins og félags- heimilið í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu,“ segir Bjarni og hlær. „Lítið að utan en miklu stærra að innan.“ Í pallhýsinu, sem ekki vegur nema 360 kíló, er svefnpláss fyrir fjóra. Þar er svokallað Webasto- hitakerfi sem tengt er við bensín- tank bifreiðarinnar og hitastýring sér til þess að hægt er að velja hitastigið. Tólf volta pressuísskáp- ur prýðir hýsin en í honum er bæði kælir og frystihólf. Eldunarbún- aðurinn samanstendur af tveimur gashellum og innbyggðum vaski með krana sem tengdur er við lít- inn vatnstank. „Innréttingarnar eru mjög sterkar og gerðar til að þola nokkuð álag. Svo er auðvelt að þrífa húsin og það tekur ekki nema klukkutíma að gera það skínandi hreint eftir skítugt ferða- lag,“ segir Bjarni. Eins og áður kom fram fram- leiðir Formverk um tíu hús á ári. Framleitt er eftir pöntunum og hefjast starfsmenn handa við að smíða hús upp úr áramótum. Húsin eru framleidd í staðalstærð en samkvæmt Bjarna hafa bæði minni bílar og stærri fengið hús og hafa þau vandamál sem komið hafa upp varðandi stærðarmun verið leyst. Innréttað pallhúsi hjá Formverki kostar 1.590.000 krón- ur en án innréttingar kostar það 890.000 krónur. tryggvi@frettabladid.is Bjarni Einarsson starfsmaður Formverks. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Íslensk hýsi á pallinn Pallhýsin eru smíðuð af Formverki. Hér sést eitt tilbúið til notkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Mældur í hundruðum volta en ekki hestafla. Alþjóðlegi hönnunarskólinn í Frakklandi hefur lokið við hönnun Audi-hugmyndabíls sem hefur fengið nafnið R-Zéro. Bíllinn verð- ur knúinn rafmagni en er þó ætlað að búa yfir afli og aksturseiginleik- um ofurbíls. Samkvæmt hönnuðum er hug- myndin að nota lithium-ion raf- hlöður til þess að framleiða 800 volt sem sjá svo um að knýja fjóra rafmótora. Allt vegur þetta eittvað og mótorarnir verða líklega nálægt 85 kg samanlagt og blikna því í samanburði við 1.200 kílóa rafhlöð- urnar. Það er reyndar ekki ljóst hvort yfirhöfuð er mögulegt að smíða slíkan bíl, en yfirbyggingin á þó fullt erindi í sviðsljósið. - ee Hugmynd að raf- knúnum ofurbíl Gríðarlega fallegur ofur-Audi. Því miður er ekki vitað hvort mögulegt er að smíða hann. Síðustu mánuði hefur þjófaflokkur sem rænir hljómflutningstækjum úr bílum haft sig mikið frammi í Evrópu. Þjófaflokkurinn virðist sérhæfa sig í þýskum bílum, meðal annars frá Audi og Volkswagen. Fjölmargir bílaeigendur hafa upp á síðkastið orðið varir við það að hljómsflutningstækjum í bílum þeirra hefur verið stolið, án þess þó að nokkur ummerki séu um innbrot. Danska lögreglan telur í þessu sam- bandi að þjófarnir noti mögulega einhvers konar þjófalykkla sem stungið er sam- tímis í læsingar beggja framdyra og opni þannig samlæsinguna vandræðalaust. Lyklarnir hafa fengið nafnið „pólskir lyklar“ og vísar það til gruns lögreglunnar um að þjófaflokkurinn komi frá Póllandi. Fjölmiðlafulltrúi VW/Audi í Danmörku stað- festi að slíkur lykill að bílunum fyrirfinnist. Hann sé líklega rafræn fjarstýring sem forrituð sé þannig að hún lesi fjarstýðar læsingar í bílum sömu tegundar. Innbrotsalda í Evrópu Gildir til 4. ágúst 2006 eða á meðan birgðir endast. Fjórhjóladrifsbílarnir frá Mitsubishi eru löngu orðnir að uppáhalds- ferðafélögum lífsglaðra Íslendinga. Af því tilefni fylgir 200.000 kr. úttekt hjá Ellingsen völdum Pajero, Outlander og Pajero Sport. Njóttu sumarsins á sprækum fjórhjóladrifsbíl með fullu skotti af dóti frá Ellingsen. með völdum Mitsubishi Pajero, Outlander og Pajero Sport. l i i i j l j . Útivistartilboð 200.000 kr. úttekt H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 3 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.