Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 31
Gott til síðasta dropa
House of Fraser:
Flaggskipið á
Oxford Street
Sala Stoke City:
Var Stoke bara
djók?
8
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 28. júní 2006 – 24. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
10-11
Stórstreymt í Straumi | Átaka-
fundur var haldinn í Straumi
Burðarási þar sem tókust á
fylkingar Björgólfs Thors
Björgólfssonar og Magnúsar
Kristinssonar. Hlutabréf í félag-
inu snarhækkuðu.
Forstjóraskipti | Björgólfur
Thor tilkynnti í lok fundarins að
Þórði Má Jóhannessyni forstjóra
yrði ýtt til hliðar og Friðrik
Jóhannsson tæki við.
Fasteignamarkaður kólnar |
Sérfræðingar spá tíu prósenta
raunlækkun fasteigna á næstu
misserum. Lækkana verður helst
vart í úthverfum enda útlit fyrir
metframboð nýbygginga á árinu.
Horfa enn á HoF | Getgátur
voru uppi um að Baugur ætlaði
að draga sig út úr viðræðum við
stjórn House of Fraser um kaup
á félaginu. Heimildir benda til
þess að áætlanir Baugs hafi ekk-
ert breyst og að bækur HoF séu
enn í skoðun.
Nýtt lyf DeCode | Íslensk erfða-
greining tilkynnti um jákvæð-
ar niðurstöður prófana á nýju
astmalyfi. Tilraunalyfið CEP-
1347 hefur jákvæð áhrif á ýmsa
þætti lungnastarfsemi og á bólgu-
þátt sem tengist astma.
Dalurinn styrkist | Bandaríkja-
dalur hefur verið að styrkjast
gagnvart evru og jeni að undan-
förnu en búist er við að stýrivext-
ir bandaríska seðlabankans hækki
um fjórðung úr prósentustigi, í
5,25 prósent í þessari viku.
Keops kaupir skrifstofur |
Danska fasteignafélagið Keops,
sem er að stórum hluta í eigu
Baugs, hefur skrifað undir sam-
komulag um kaup á 37 skrifstofu-
byggingum í Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð fyrir nítján milljarða
króna.
Atorka heldur áfram að auka hlut
sinn í breska iðnaðarfyrirtækinu
NWF Group og heldur nú utan
um átján prósenta hlut.
Mikil hækkun hefur orðið á gengi
NWF Group að undanförnu en í
júní hefur hluturinn farið úr 695
pensum í 900 pens. Þetta gerir
29,4 prósenta hækkun. Frá ára-
mótum nemur hækkunin tæpum
38 prósentum.
Verðmæti hlutabréfa Atorku í
NWF Group er nú í kringum tvo
milljarða króna.
Breska félagið byggir rekstur
sinn á fóður- og eldsneytisdreif-
ingu, aðfangadreifingu til stór-
markaða og rekstri garðyrkju-
vöruverslana. - eþa
Enn hækkar
NWF Group
Það hefur verið nóg að gera hjá
efnisveitunni Hexia í tengsl-
um við HM í knattspyrnu í
Þýskalandi en fyrirtækið sendir
myndskeið af mörkum í HM til
farsímanotenda í Mið-Ameríku
fimm mínútum eftir að boltinn
lendir í netinu.
Helga Waage, tækniþróunar-
stjóri Hexia, segir að venjulega
sé mest að gera hjá fyrirtækinu í
tengslum við helgarleiki í ensku
knattspyrnunni en líkir hama-
ganginum nú við að þrír leikir
séu haldnir í ensku úrvalsdeild-
inni á hverjum degi.
Helga segir Mexíkóa hafa
sýnt myndsendingunum sérstak-
an áhuga enda hafi þjóðin ætlað
að landa heimsmeistaratitlinum.
Þær vonir runnu út í sandinn
eftir að Argentínumenn sendu
Mexíkóa heim eftir 2-1 sigur á
laugardag. - jab
Boltinn til
Mið-Ameríku
Þriðju kynslóðar farsímar:
Hlustað eftir
nýrri tækni
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Aðgerðir sem ríkisstjórnin upplýsti um í gærmorgun
til að stuðla að hjöðnun verðbólgu þykja ganga held-
ur skammt og vera seint fram komnar. Frá og með
mánaðamótum breytast útlánareglur Íbúðalánasjóðs,
útboðum og nýjum framkvæmdum á vegum ríkisins
er frestað og ríkið óskar eftir viðræðum við sveitar-
félögin um frestun framkvæmda.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greining-
ardeildar Landsbankans, fagnar útspili ríkisstjórn-
arinnar og segir mikilsvert að fá það svo skjótt
fram. „Þetta er sterkt útspil,“ segir hún en áréttar
um leið að á vanti varðandi útfærslu aðgerða , bæði
tímasetningar og tölur. Hún segir ríða á að umfang
aðhaldsaðgerðanna skýrist og telur að í síðasta
lagi verði það að gerast með fjárlagafrumvarpinu
í haust. „Svo er í næstu viku náttúrlega stýrivaxta-
ákvörðun Seðlabankans,“ segir hún og telur ljóst að
vextir verði hækkaðir, enda mikilvægt að allir sýni
styrkt aðhald. „Ég tel enga spurningu um að stýri-
vextir verði hækkaðir, en útspil ríkisstjórnarinnar
dregur heldur úr líkunum á því að hækkunin verði
100 punktar, þótt vissulega sé það ekki útilokað.“
Að sama skapi fagnar Tryggvi Þór Herbertsson,
forstöðumaður Hagfræðistofnunar, áætlunum um
frestun framkvæmda og útboða og segir þær mjög
í samræmi við það sem hagfræðingar hafi verið að
segja. „Þetta er þó pínulítið í lausu lofti allt, en góð
vísbending engu að síður,“ segir hann og segir jafn-
framt mjög skynsamlegt að reyna að fá sveitarfé-
lögin til að draga úr framkvæmdum. „En mér finnst
allt of skammt gengið hvað varðar Íbúðalánasjóð.
Þar hefði þurft miklu harðari afstöðu og helst ganga
frá því máli með endanlegum hætti,“ segir Tryggi
sem helst hefði viljað sjá Íbúðalánasjóð seldan
bönkunum eða breytt í heildsölubanka. „Á þetta
hafa allir hagfræðingar og alþjóðastofnanir bent og
kallað eftir.“ Að sama skapi segist Tryggvi sakna
trúverðugrar yfirlýsingar um að ekki yrði skrifað
undir frekari stóriðjuframkvæmdir næstu tvö árin.
„Það hefði mátt gera meira,“ segir hann.
Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningar-
deildar Glitnis banka, segir ekki verða um það deilt
að með nýjustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé
leitast við að draga úr verðbólgu, en veltir fyrir sér
samhljómnum við aðgerðir liðinnar viku þar sem
reynt var að bæta kjör almennings með skattalækk-
unum og fleiri aðgerðum. Þær aðgerðir segir hann
klárlega ýta undir frekari verðbólgu. „Aðgerðirnar
nú leggjast svo á árar með öðru sem kemur til með
að lækka verð á íbúðarhúsnæði á næstunni,“ segir
hann og bendir á að um leið og bæta hafi átt kjör
almennings stuðli aðgerðirnar nú að því að rýra virði
sparnaðar fólks sem falinn sé í húsnæði þess. „Þarna
er í rauninni tekið úr öðrum vasanum það sem sett
var í hinn.“ Ingólfur segir að ríkisvaldið hefði átt
að grípa miklu fyrr til aðgerða, enda hafi strax
við upphaf stóriðjuframkvæmda verið ljóst í hvað
stefndi. Hann segir að verðbólgan komi til með að
hjaðna hratt á næsta ári um leið og áhrif veikingar
krónunnar fjara út og aðgerðir ríkisvaldsins nú vegi
þar ekki þungt.
Of skammt gengið
Sérfræðingar segja meira þurfa að koma til hjá ríkisstjórn-
inni. Aðgerðir hennar gætu haft áhrif á vexti Seðlabankans.
Búist er við að 31 prósenta hlutur Trygginga-
miðstöðvarinnar (TM) í Fjárfestingafélaginu Gretti
verði keyptur á allra næstu dögum. Núverandi
hluthafar í Gretti eru Landsbankinn, Ópera, félag
í eigu Björgólfsfeðga, Sund og TM en ekki hefur
fengist uppgefið hvernig kaupendur ætla að skipta
með sér hlutnum og/eða hvort nýir hluthafar koma
að Gretti.
Í bókum TM er Grettishluturinn metinn á 5,5
milljarða króna.
TM hefur óskað eftir innlausn þessa hlutar og
kemur þá annaðhvort til greina að aðrir hluthafar
kaupi hlutinn eða Grettir, sem er meðal annars
stærsti hluthafinn í Straumi Burðarási með tæp-
lega sextán prósenta hlut, verði leystur upp og
eignir hans færðar til hluthafa. Eftir því sem næst
verður komist vilja forsvarsmenn TM fá greitt
fyrir bréfin með peningum.
Í ljósi þeirra átaka sem hafa átt sér stað innan
hluthafahóps Straums koma þessi áform ekki á
óvart, að eigendur Grettis vilji halda félaginu
gangandi með því að kaupa hlut TM. Óvíst er
hvernig TM myndi kjósa á hluthafafundi, sem boð-
aður hefur verið í Straumi, ef Grettir yrði leystur
upp og hlutabréfum félagsins í Straumi skipt milli
hluthafa.
Þá hefur líka verið boðað til hluthafafundar í
TM þann 5. júlí næstkomandi að ósk Sunds þar
sem fram fer stjórnarkjör. Einnig stendur til að
umræður fari fram um þá ákvörðun, sem stjórn
TM tók, að leysa til sín eignarhlutinn í Gretti.
Yfirtökunefnd hefur komist að þeirri niður-
stöðu að hvorki hafi myndast yfirtökuskylda í TM
eða Gretti eftir að miklar eignabreytingar urðu
þar á dögunum. Landsbankinn og tengdir aðilar
náðu þá meðal annars meirihluta í Gretti. - eþa
Eigendur verja stöðu í Gretti
14