Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 36
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ú T L Ö N D
Bandaríski auðkýfingurinn
Warren Buffett ætlar að gefa 37
milljarða dollara, jafnvirði 2.800
milljarða íslenskra króna, til vel-
gjörðasjóðs bandaríska hugbún-
aðarmógúlsins Bill Gates. Þetta
er meirihluti auðæfa Buffetts
en eigur hans eru metnar á 44
milljarða dali eða rúma 3.300
milljarða króna. Sjóður Gates
veitir styrki til heilbrigðis- og
menntamála um allan heim.
Þá ætlar Buffett einnig að
stofna styrktarsjóð í nafni eig-
inkonu sinnar, Susan Thompson
Buffett, sem lést fyrir tveimur
árum.
Að sögn viðskiptatímaritsins
Forbes er þetta stærsta gjöf
sem nokkrum styrktasjóði hefur
hlotnast í Bandaríkjunum.
Warren Buffett er annar rík-
asti maður í heimi. Hann verður
76 ára í ágústlok og oft nefnd-
ur „spekingurinn frá Omaha“
vegna hæfileika sinna í fjárfest-
ingum. Hann flaggar lítt auðæf-
um sínum og hefur búið í sama
húsinu í fæðingarbæ sínum í
Omaha í Nebraska síðastliðin
49 ár.
Ákvörðunina mun Buffett
hafa tekið í kjölfar þess að Gates,
sem er ríkasti maður í heimi,
greindi frá því fyrir nokkru að
hann hygðist hætta daglegum
afskiptum af rekstri Microsoft
og beina kröftum sínum að verk-
efnum góðgerðasjóðsins. - jab
BUFFETT OG GATES Þeim Warren Buffett og Bill Gates hafa þekkst í mörg ár en þeir spila
stundum brids saman. MYND/AFP
Buffett deilir út auðnum
Jón Skaftason
Skrifar
Markaðsvirði rússneska olíurisans Rosneft er
4.500 til 6.100 milljarðar íslenskra króna sam-
kvæmt verðmati sem fyrirtækið lét framkvæma.
Hluti bréfa í Rosneft verður skráður á hluta-
bréfamörkuðum í Lundúnum og Moskvu um miðj-
an júlí. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að
selja bréf fyrir um 1.500 milljarða króna. Verð á
bréfunum er milli 450 til 600 íslenskar krónur á
hlut.
„Við eigum von á mun meiri eftirspurn en
framboði. Nú þegar hafa margar pantanir borist
frá stórum og sterkum fagfjárfestum,“ lét Sergei
Bogdanikhov forstjóri hafa eftir sér.
Rosneft er í dag næststærsta olíuvinnslufyr-
irtæki í Rússlandi og yfirlýst markmið er að
verða það afkastamesta ekki síðar en árið 2010.
Hagnaður Rosneft nam rúmum 270 milljörðum
króna árið 2005 og rúmlega fimmfaldaðist frá
árinu áður.
Stærstur hluti fyrirtækisins var áður í eigu
rússneska olígarkans Michaels Kodorkovskí, sem
nú situr í fangelsi í Síberíu. Kodorkovskí og fleiri
voru árið 2004 neyddir til að selja hluti sína í
Yukos til leppfyrirtækis sem síðar var yfirtekið af
Rosneft, sem þá var miðlungsstórt olíufyrirtæki í
eigu rússneska ríkisins.
Gagnrýnendur höfðu mjög á móti afskiptum
rússneska ríkisins af Rosneft og sögðu fyrirtækið
í raun hafa verið þjóðnýtt. Margir fjárfestar líta
þó þátttöku rússneska ríkisins jákvæðum augum,
innheimta skatta hljóti að verða á hófsömum
nótum og leiðin að opinberu leyfi greið. Þá þykir
uppsett verð tiltölulega hagstætt.
Vladimír Pútin, Rússlandsforseti, hefur gefið
það út að það fé sem safnast í hlutafjárútboð-
inu verði notað til niðurgreiðslu erlendra skulda
rússneska ríkisins.
Nýlega var tilkynnt að Rosneft hefði hagnast
um tæpan 61 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs.
Rússneska ríkið metur
Rosneft á 6.100 milljarða
Hluti bréfa í rússneska ríkisolíurisanum fer á markað um
miðjan júlí. Ágóðinn verður nýttur til að greiða niður skuldir
rússneska ríkisins.
Evrópusambandið hefur ákveð-
ið að verja sem nemur 275 millj-
örðum króna til vínframleiðenda
innan aðildarríkja sambandsins
til að koma vínuppskeru í lóg.
Þetta er viðleitni sambandsins
til að hjálpa til við að grynnka
á sístækkandi „vínfljótinu“
svokallaða sem myndast hefur
vegna samdráttar í sölu á vínum
í álfunni. Þá verður vínframleið-
endum sömuleiðis veittur fjár-
stuðningur til að bregða búi.
Helsta ástæða samdrátt-
arins er minni víndrykkja á
heimamarkaði, offramleiðsla á
vínum og aukin sala á vínum
frá Bandaríkjunum og Chile.
Til að bregðast við aukinni
samkeppni hafa evrópskir vín-
framleiðendur reynt að fjölga
viðskiptavinum sínum utan
Evrópusambandsins. Þær til-
raunir hafa borið þann árangur
sem horft var til.
Um 300 milljónum lítra af
léttvíni frá Frakklandi, Ítalíu
og Spáni verður samkvæmt
ákvörðun ESB breytt í etanól
og spíra fyrir lækna auk þess
sem horft er til þess að skera
niður framleiðslu á léttvíni í
álfunni um tíu prósent fyrir
árið 2011. - jab
ESB grynnkar á víni
Spænska þingið samþykkti
á dögunum ný lög sem stefna
að því að jafna hlut kvenna í
stjórnum fyrirtækja í landinu.
Fjölmörg fyrirtæki á Spáni hafa
brugðist ókvæða við lögunum
en samkvæmt þeim eru þau
skikkuð til að hafa konur í 40
prósentum stjórnarsæta.
Þetta er stórt stökk frá því
sem nú er en 3,8 prósent stjórn-
armanna í almenningshluta-
félögum á Spáni eru konur.
Nái fyrirtæki ekki tilskyldum
árangri eftir 8 ár eiga þau á
hættu að missa samninga sína
við spænska ríkið.
Þingið samþykkti fyrir nokkru
lög sem jafna eiga vinnufram-
lag hjóna innan veggja heimil-
isins og segir breska dagblaðið
Guardian nýju lögin stuðla að
því að útrýma hinni landlægu
karlrembu á Spáni. - jab
FRÁ SPÆNSKA ÞINGINU Jose Luis
Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, og Maria Teresa Fernandez de
la Vega, aðstoðarforsætisráðherra, ræða
málin á spænska þinginu. MYND/AFP
Aðför að spænsku
karlrembunni
Breska flugfélagið Virgin Atlantic
ætlar að greiða starfsfólki fyrir-
tækisins bónus sem nemur hálf-
um mánaðarlaunum þess. Tilefnið
er tvöföldun á hagnaði fyrirtækis-
ins á síðasta ári.
Hagnaður flugfélagsins fyrir
skatta nam 41,6 milljónum punda,
jafnvirði rúmlega 5,7 milljarða
íslenskra króna, en það er tvö-
földun á milli ára. Þá nam velta
félagsins á síðasta ári 1,9 millj-
örðum punda eða rúmum 262
milljörðum íslenskra króna.
Steve Ridgeway, fram-
kvæmdastjóri Virgin Atlantic, er
hæstánægður með árangurinn en
breska dagblaðið Guardian hefur
eftir honum að starfsfólk fyrir-
tækisins hafi staðið sig vel þrátt
fyrir hækkun á eldsneytisverði
og harðnandi samkeppni.
Virgin Atlantic, sem er dótt-
urfélag bresku Virgin-samstæð-
unnar, er sagt hafa kjaftað frá
samráði breskra flugfélaga með
þeim afleiðingum að bresk og
bandarísk yfirvöld hófu að rann-
saka nokkur flugfélög, meðal
annars British Airways.
Flugfélögin eru grunuð um
að hafa sammælst um að láta
farþega greiða aukagjald til að
vega upp á móti hærri eldsneyt-
iskostnaði en bresk samkeppn-
islög kveða á um að félögum er
óheimilt að láta samkeppnisaðila
vita um fyrirhugaðar breytingar
á gjaldskrá sinni. - jab
RICHARD BRANSON Stofnandi Virgin-
samstæðunnar með líkan af einni vél Virgin
Atlantic. MYND/AFP
Veglegur bónus hjá Virgin
PÚTÍN RÚSSLANDSFORSETI Í HÖFUÐSTÖÐVUM ROSNEFT
Rosneft varð til við kaup rússneska ríkisins á Yukos, fyrirtæki
Michaels Kodorkovskí. Gagnrýnendur sögðu fyrirtækið hafa verið
þjóðnýtt og kaupverðið aðeins til málamynda.
������� ���
�����������������
��������������
���������������������������������������������������������������������������������
�����
�������������
�����������
�����
�������� ����
�������
�����
�������������
�������
SJÓÐUR 1 – ÖRUGG
LANGTÍMAÁVÖXTUN
Hentar þeim sem vilja spara í eitt ár
eða lengur.
Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir
staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og
kláraðu málið.
Sjóður 1 er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði
og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf.
Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis
eða á www.glitnir.is/sjodir.
*Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.
9,3%
Nafnávöxtun síðustu 3 ár, 9,3% á ári.*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
20
8