Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 40

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 40
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Í síðustu viku var greint frá því að fjar- skiptafyrirtæki í eigu fjárfestingafélagsins Novator hafi fengið tilraunaleyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til að nýta UMTS- tíðni til reksturs þriðju kynslóðar farsíma- kerfis. Fyrirtækið hyggst hefja rekstur í ágúst en leyfið er til níu til tólf mánaða. Hinir risarnir á farsímamarkaðnum, Síminn og Og Vodafone, hafa kannað markað- inn og hafa sömuleiðis á takteinum að sækja um tilraunaleyfi. Þótt fjarskiptafyrirtækin hafi tilraunaleyfi upp á vasann er ekkert fast í hendi. Kvaðir fyrir rekstri kerfisins eru miklar og getur PFS ákveðið að úthluta engu fjarskiptafyr- irtækjanna tíðni á UMTS-tíðni til rekst- urs þriðju kynslóðar farsímakerfis. En hvað felst í bylt- ingunni sem boðuð er með tækninni? HVAÐ FELST Í ÞRIÐJU KYNSLÓÐINNI? Tvö farsímakerfi eru rekin hér á landi sem veita talsímaþjónustu og háhraðaþjónustu að hluta. Kerfin eru annars vegar hliðrænt kerfi (NMT) og hins vegar stafræn kerfi (GSM 900 og DCS 1800). Hliðræna kerfið er skilgreint sem fyrsta kyn- slóð en stafræna kerfið sem önnur kynslóð. Á milli annarrar kynslóðar og þeirrar þriðju er svokölluð 2,5 kynslóð en það eru háhhraðanet á borð við EDGE-, CDMA- og GPRS-tækni. Með tilkomu þriðju kynslóðar í farsíma- tækni er um að ræða umtalsverða byltingu í gagnaflutningi en slíkt opnar fyrir nýja möguleika á samskiptum með háum bita- hraða. Þessi þriðja kynslóð er ekki bund- in ákveðinni tækni en Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa ákveðið að nota UMTS-farsímakerf- ið (Universal Mobile Telecommunications System) fyrir þriðju kynslóðina. Fjarskiptafyrir- tæki sem reka þjón- ustu fyrir þriðju kyn- slóð í farsímatækni geta veitt marg- víslega þjónustu á UMTS-tíðnisviðinu. Auk hefðbundinnar grunnþjónustu á borð við hágæðatalsam- band, faxsendingar, myndsíma og gagna- flutning með mikl- um hraða getur netið ráðið við margmiðlun, þjónustu í mismun- andi umhverfi, veitt virkan aðgang að int- ernetinu, staðarnetum og annarri IP-staðl- aðri þjónustu. Notendabúnaður fyrir þriðju kynslóð í farsímatækni er fullkomnari en núverandi GSM-búnaður. Þar er lögð áhersla á stóran skjá vegna aukins gagnaflutnings en símarn- ir og búnaðurinn verður líkari litlum tölvum en þeim farsímum sem eru í notkun í dag. ÞRIÐJA KYNSLÓÐ Í FARSÍMATÆKNI Þrjú fjarskiptafyrirtæki hér á landi skoða nýjustu kynslóð í farsímatækni. Ísland er á eftir nágrannaþjóðunum í innleiðingu byltingarinnar sem felst í þriðju kynslóð í farsímatækni. M U N U R Á M I S M U N A N D I F A R S Í M A T Æ K N I Kynslóðir bandbreidd Nýting umfram tal 1. 8,9 kb/s NMT-langdræga farsímanetið. Gagnaflutningur. Hliðrænt. 2. 14,2 kb/s GSM og PDC. SMS, WAP og gagnaflutning- ur. Stafrænt 2,5. 52 kb/s m.a. Gprs og EDGE. Myndsendingar, tölvu- póstur og hægt ráp á netinu. stafrænt + IP. 2,5. 384 kb/s Streymi á myndum, hægvirk skrifstofuvinna möguleg yfir símtengingu. Stafrænt + IP. 3. 64 Kb/s-2 Mb/s IMT-2000, UMTS. Talsamskipti með IP-tækni og samræður í lifandi mynd. Stafrænt + IP. 4. Allt að 100 mb/s Möguleikar á sítengingu við skrifstofuna óháð staðsetningu. IP-tenging. Hlustað eftir nýrri farsímatækni Sex ár eru síðan fyrst var farið að ræða um þriðju kynslóð farsíma hér á landi. Tæknin er sögð bylting enda mögu- leikarnir margfaldir á við það sem áður hefur þekkst. Lítið bólaði hins vegar á þessari byltingu fyrr en í síðustu viku. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson lagði við hlustir um möguleikana sem felast í þriðju kynslóð farsímatækni. Með reynslu frá öðrum löndum Fjarskiptafyrirtæki í eigu fjárfestingafélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur í bígerð að hefja alhliða fjarskipta- þjónustu hér á landi í samstarfi við Industria og Orkuveitu Reykja- víkur. Novator hefur byggt upp mikla reynslu af uppsetn- ingu og rekstri þriðju kynslóðar farsímakerfa í Tékklandi, Búlgaríu og Póllandi. Að sögn Tómasar Ottós Hanssonar, framkvæmda- stjóra hjá Novator, hefst rekstur í ágúst. Í tilraunaleyfinu felst heimild til allt að árs til að setja upp búnað og prófa fjarskiptakerf- ið. Fyrirtækinu er ekki heim- ilt að selja þjónustuna fyrr en endanlegt leyfi liggur fyrir. Slíkt gæti ekki orðið fyrr en eftir mitt næsta ár. BJÖRGÓLFUR THOR Fjarskiptafyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar mun hefja tilraunarekstur með þriðju kynslóðar farsíma- kerfi eftir tæpa tvo mánuði. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.