Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 41
H A U S
MARKAÐURINN
KYNSLÓÐASKIPTI Á ÍSLANDI
Þessi bylting í farsímatækni var nokkuð ítar-
lega rædd á Alþingi sem og víða um heim
um síðustu aldamót. Fyrir utan þá miklu
möguleika sem tæknin býður upp á var helsta
ástæðan útlit fyrir skort á tíðnisviði fyrir
farsímafyrirtækin. Í skýrslu framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu Landssíma Íslands
árið 2001 kemur fram að tvær leiðir hafi verið
notaðar við úthlutun tíðnisviða. Annars vegar
var farin verðútboðsleið þar sem fyrirtæki
buðu í leyfin en hins vegar var fariðsaman-
burðarútboð og horft til gæða þjónustunnar
sem fjarskiptafyrirtækin voru tilbúin til að
bjóða. Í síðasttöldu leiðinni var ekki horft á
það verð sem fyrirtækin buðu.
Bretar, Hollendingar,
Þjóðverjar, Svisslendingar,
P o r t ú g a l a r, D a n i r,
Austurríkismenn og Belgar fóru
verðútboðsleiðina en Finnar,
Spánverjar, Norðmenn, Svíar,
Írar, Frakkar og fjarskiptafyr-
irtæki í Lúxemborg fóru í sam-
anburðarútboð. Beinar tekjur
hins opinbera hafa verið miklar í
þeim löndum þar sem verðútboð
var haldið og greitt fyrir rekstr-
arleyfi. Í þeim löndum þar sem
var samanburðarútboð miðuðust
tekjur af kostnaði við umsýslu
og þjónustu sem innt er af hendi
af hálfu ríkisins.
Ekki var ákveðið á þessum
árum hvaða leið yrði farin hér
á landi en ljóst var að greiðsla
fyrir tíðniúthlutun og uppbygg-
ing kerfisins gat orðið ærið kostnaðar-
samt skref fyrir fjarskiptafyrirtækin.
Þegar netbólan sprakk skömmu eftir
aldamótin lentu mörg erlend fjarskipta-
fyrirtæki í vandræðum og féll umræðan
niður að mestu hér á landi. Uppbygging
þriðju kynslóðar farsímanets hélt hins
vegar áfram í löndum utan landsteinanna
þrátt fyrir erfiðleikana.
ÚTHLUTUN TIL 15 ÁRA FYRIR 190 MILLJ-
ÓNIR
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
skipaði stýrihóp í byrjun árs 2004 sem
vann að gerð fjarskiptaáætlunar fyrir
árin 2005 til 2010. Þar kemur fram að
farsímatæknin hafi verið innleidd í
nokkrum löndum, meðal annars í Japan
þremur árum fyrr.
Sturla lagði svo fram frumvarp til
laga um þriðju kynslóð í farsímatækni í
október sama ár og varð það að lögum í
febrúar næsta ár. Í lögunum er kveðið á
um að PFS skuli úthluta tíðnum á UMTS-
sviði sem bjóði upp á breiðbands- og
margmiðlunarþjónustu að undangengnu
útboði og gildi úthlutunin í 15 ár.
Lágmarkskröfur hvers fjarskiptafyr-
irtækis (rétthafa) er að þjónustan nái til
60 prósenta íbúa í öllum landshlutum.
Þetta er ströng kvöð og eru forsvars-
menn símafyrirtækjanna sammála um
að hún sé strangari en úthlutun fyrir
hefðbundna gsm-tíðni hér á landi. Þetta
gerir fyrirtækjunum erfiðara um vik að
standast skilyrðin.
EKKI UNDIR 40 MILLJÓNUM
Ekki liggur ljóst fyrir hversu hátt gjald fjar-
skiptafyrirtækin þurfa að greiða fyrir úthlut-
un UMTS-tíðnisviðsins. Í lögum um þriðju
kynslóð í farsímatækni segir að fyrir hverja
tíðniúthlutun skuli greiða 190 milljónir króna.
Þar af skuli greiða 5 milljónir þegar tíðni hafi
verið úthlutað en eftirstöðvar greiðist með
fjórum jöfnum greiðslum. Þessu til viðbótar
mun hver rétthafi greiða 4 milljónir króna.
Það er fjarri að þetta sé endanlegt gjald
því heimild er fyrir því að veita 10 millj-
ón króna afslátt fyrir hvern hundraðshluta
íbúa umfram 60 prósent útbreiðslu utan höf-
uðborgarsvæðisins. Gjaldið skuli þó aldrei
verða lægra en 40 milljónir króna, líkt og
segir í lögunum. Þá segir ennfremur að
PFS geti úthlutað allt að fjórum bjóðendum
UMTS-tíðnina.
Í útboðslýsingu laganna segir að hvert
fjarskiptafyrirtæki megi aðeins leggja fram
eitt boð í UMTS-tíðnisviðið en PFS geti hafn-
að tilboði ef það er ekki í samræmi við
útboðslýsingu eða ef bjóðandi leggur ekki
fram upplýsingar eða gögn sem Póst- og
fjarskiptastofnun telur nauðsynleg til þess að
leggja mat á tilboðið. Þá getur PFS sömuleið-
is hafnað tilboði frá fyrirtækjum sem eiga
ráðandi hlut í öðrum fyrirtækjum sem leggja
fram tilboð í rekstur sviðsins.
Í tilboðum fyrirtækjanna þarf að leggja
fram viðskiptaáætlun sem miðast við að bjóð-
andi byggi upp net sitt sjálfur, áætlun um
útbreiðslu netsins og þjónustu bæði eftir
mannfjölda og svæðum, áætlun um hraða
við uppbyggingu nets og áætlun um frágang
mannvirkja.
Komi engin tilboð í tíðniúthlutunin þá
kveða lögin á um að þremur fyrirtækjum
hið mesta verði úthlutað tíðnum fyrir þriðju
kynslóð farsíma hér á landi.
TÆKNIBYLTING Í ÖÐRUM LÖNDUM
Allt frá því umræða um þriðju kynslóð í
farsímatækni hófst í kringum síðustu alda-
mót hefur fjöldi landa tekið hana upp á sína
arma.
Japanska fjarskiptafyrirtækið DoCoMo
ruddi brautina með rekstri farsímanetsins í
Japan árið 2001 og Og Vodafone þar í landi
fylgdi á eftir næsta ár. Sprenging varð í
rekstri þriðju kynslóðar í farsímatækni eftir
þetta en við lok árs 2004 buðu 70 fjarskiptafyr-
irtæki viðskiptavinum sínum upp á tæknina
um allan heim.
Japanska fyrirtækið DoCoMo hefur í raun
markað brautina fyrir önnur farsímafyrirtæki
en það hóf tilraunarekstur á fjórðu kynslóð
farsímanets og hyggst taka kerfið í notkun
árið 2010. Í sömu sporum eru Kínverjar og
Indverjar, sem sleppa innleiðingu þriðju kyn-
slóðar og fara beint úr stafræna kerfinu yfir í
rekstur fjórðu kynslóðar farsímanets.
ER MARKAÐUR FYRIR TÆKNINA?
Þótt tækninni hafi fleytt fram undanfarin ár
þá er ekki með fullu vitað hver komi til með að
nýta sér kynslóðaskipti í farsímatækni.
Í lok maímánaðar voru farsímanotendur 2,4
milljarðar talsins um allan heim, samkvæmt
upplýsingum markaðsrannsóknafyrirtækis-
ins Informa Telecoms & Media. Af þeim eru
notendur stafræna kerfisins (2. kynslóðar í
farsímatækni) sem nota hefðbundna farsíma-
þjónustu langflestir, eða 1,89 milljarðar talsins
og tæplega 79 prósent allra farsímanotenda.
Þeir sem nýta sér háhraðanet, svokallaða 2,5
kynslóð í farsímatækni, eru mun færri eða
18,3 prósent farsímanotenda. Þá nýta 64,8
milljónir farsímanotenda sér þriðju kynslóð
í farsímatækni á UMTS-tíðni eða einungis
rúm 2,7 prósent farsímanotenda á heimsvísu.
Þessu til samanburðar má nefna að tæplega
300.000 farsímar voru í notkun hér á landi við
lok síðasta árs.
Séu erlendu tölurnar um notkun farsíma
sem styðja við þriðju kynslóð í farsímatækni
yfirfærðar á Ísland má segja að 8.100 farsíma-
eigendur muni nota hana hér. Tölunum ber
hins vegar að taka með þeim fyrirvara því um
talsverða kynslóðaskipti í gagnaflutningum er
að ræða auk þess sem landsmenn hafa löngum
verið þekktir fyrir að flykkjast að öllu tækni-
legu nýjabrumi. Notendur þriðju kynslóðar
í farsímatækni gætu því hæglega orðið hlut-
fallslega mun fleiri en gerist í öðrum löndum.
11MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
Ú T T E K T
Brynjólfur Bjarnason segir margs konar
tækni hafa þróast eftir að fyrst var rætt
um þriðju kynslóð í farsímatækni. „Við
höfum fikrað okkur að þriðju kynslóð-
inni,“ segir Brynjólfur og bendir á að
menn hafi skoðað tækni á borð við
CDMA- og WiMax háhraðatengingar.
„Við gerðum forkönnun á verði tækja-
búnaðar hjá þremur birgjum í fyrra og
höfum ákveðna fjárfestingarhugmynd,“
segir hann. Kostnaður við uppbyggingu
kerfisins hljóp á árum áður á milljörð-
um króna en hefur lækkað mikið þótt
það sé enn hátt að hans sögn.
Aðspurður hvort Síminn ætli að
sækja um tilraunaleyfi fyrir rekstur
þriðju kynslóðar farsímakerfis segir
Brynjólfur að fyrirtækið sé vel undir-
búið. „Þetta er mál sem tekur sinn tíma.
Við vitum hvað þarf til rekstursins og
höfum leitað tilboða,“ segir forstjóri
Símans.
BRYNJÓLFUR BJARNASON Forstjóri Símans segir
fyrirtækið hafa kannað búnað fyrir þriðju kynslóð
farsímakerfis í fyrra. MYND/RÓBERT
Síminn hefur skoðað
kynslóðaskiptin
Hlustað eftir nýrri farsímatækni
Sex ár eru síðan fyrst var farið að ræða um þriðju kynslóð farsíma hér á landi. Tæknin er sögð bylting enda mögu-
leikarnir margfaldir á við það sem áður hefur þekkst. Lítið bólaði hins vegar á þessari byltingu fyrr en í síðustu
viku. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson lagði við hlustir um möguleikana sem felast í þriðju kynslóð farsímatækni.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og
Vodafone, segir fyrirtækið hafa
átt í viðræðum við Póst- og fjar-
skiptastofnun um tilraunaleyfi
fyrir prófanir með kerfi fyrir
þriðju kynslóð í farsímatækni,
leitað til erlendra aðila um kaup
á tækjabúnaði og kynnt sér þá
reynslu sem Og Vodafone hefur
af tækninni erlendis.
„Við erum alveg sannfærð um
að þjónustan muni á einhverjum
tíma verða innleidd hér á landi,“
segir Árni og bætir við að nokkuð
sé í að UMTS-tíðni í viðskiptaleg-
um tilgangi verði úthlutað hér.
„Við erum tilbúin fyrir tækn-
ina og líklegt að við sækjum um
tilraunaleyfi fljótlega,“ segir for-
stjóri Og Vodafone.
ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Forstjóri Og
Vodafone segir líklegt að fyrirtækið sæki
um tilraunaleyfi fljótlega.
MYND/GVA
Og Vodafone sækir
um tilraunaleyfi
Með tilkomu þriðju
kynslóðar í farsíma-
tækni er um að ræða
umtalsverða byltingu
í gagnaflutningi en
slíkt opnar fyrir nýja
möguleika fyrir sam-
skiptum með háum
bitahraða.