Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 59
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 23
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.482 -1,52% Fjöldi viðskipta: 231
Velta: 1.535 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Actavis 62,70 -0,79% ... Alfesca
3,86 -1,28%... Atorka 6,12 -1,29% ... Bakkavör 44,30 -0,45% ... Dagsbrún 5,70 -1,38% ... FL
Group 17,50 -0,57% ... Flaga 3,83 +0,79% ... Glitnir 17,70 +0,00% ... Kaupþing banki 734,00
-1,61% ... Landsbankinn 20,40 -3,77% ... Marel 70,90 +0,28% ... Mosaic Fashions 15,80
-2,47% ... Straumur-Burðarás 18,30 -2,14% ... Össur 106,50 -1,39%
MESTA HÆKKUN
Flaga +0,79%
Marel +0,28%
MESTA LÆKKUN
Landsbankinn -3,77%
Avion -3,21%
Mosaic Fashions -2,47%
Umsjón: nánar á visir.is
Útflutningshandbókin Iceland
Export Directory verður eftirleiðis
gefin út af Útgáfufélaginu Heimi
sem meðal annars gefur út tíma-
ritið Frjálsa verslun. Handbókin
hefur verið gefin út frá árinu 1992
í samvinnu Útflutningsráðs og
íslenskra fyrirtækja.
Í bókinni er að finna
ítarlegar upplýsingar
um helstu útflutnings-
fyrirtæki landsins,
bæði á vöru og þjón-
ustu, en upplýsingar er
jafnframt að finna á
vefnum icelandexport.
com. Vefurinn er helsta
upplýsingaveita fyrir útlendinga
sem vilja komast í samband við
íslensk fyrirtæki en bókin er einnig
sögð gegna mikilvægu hlutverki,
enda send á mörg þúsund aðila
erlendis, auk þess að vera dreift á
vörusýningum.
Fram til þessa hefur Ec Web
ehf. sem gefur út handbókina
Íslensk fyrirtæki séð um útgáfu
útflutningshandbókarinnar.
Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Heims, segir nýja
verkefnið styrkja fyrirtækið, en
Heimur hefur einbeitt sér að
útgáfu rita um viðskipti eins og
Frjálri verslun og Vísbendingu,
auk rita fyrir ferðamenn, bæði
tímaritum og árbókum.
Iceland Export Dir-
ectory er sögð mikil-
væg viðbót við upplýs-
ingar sem fram koma á
vefnum www.iceland-
review.com, en þar eru
bæði fréttir og upplýs-
ingar um land og þjóð.
Fram að þessu hafa
upplýsingarnar einkum snúið að
ferðamönnum, en nú bætist við
upplýsingaveita um fyrirtækin,
því vefirnir verða sameinaðir.
„Við höfum líka góða reynslu af
samvinnu við Útflutningsráð, en
við sjáum um útgáfu blaðsins
Issues and Images fyrir ráðið.
Þannig að þetta er á allan hátt eins
og best verður á kosið,“ segir
Benedikt. - óká
Útflutningshandbók-
in fer yfir til Heims
SAMKOMULAGIÐ STAÐFEST Magnús E. Kristjánsson hjá Ec Web og Benedikt Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Heims, staðfesta samkomulag um Útflutningshandbókina. Jón Ásbergs-
son framkvæmdastjóri Útflutningsráðs fylgist með.
Suður-kóreska hátæknifyrirtækið
Samsung Electronics, sem er
þriðji stærsti farsímaframleið-
andi heims, ætlar að einbeita sér
að framleiðslu ódýrra farsíma
sem styðja þriðju kynslóð í
farsímatækni.
Símarnir munu kosta um
fimmtíu til sextíu bandaríkjadali,
eða allt að 4.400 íslenskar krónur.
Samdráttar hefur gætt í sölu á
farsímum hjá Samsung síðustu
misserin. Sérfræðingar segja að
ástæðan fyrir því sé að fyrirtækið
hafi ekki sett á markað ódýra
farsíma þrátt fyrir mikla eftir-
spurn eftir þeim á nýmörkuðum
á borð við Indland og Kína. - jab
MEÐ FARSÍMA FRÁ SAMSUNG Samsung
ætlar að framleiða ódýra farsíma sem
styðja þriðju kynslóð í farsímatækni.
Með ódýra 3G-síma
Innlendir aðilar seldu erlend verð-
bréf fyrir einn milljarð króna í maí
síðastliðnum samkvæmt tölum frá
Seðlabanka Íslands. Nokkuð jafnt
var keypt af hluta- og skuldabréf-
um.
Fram kemur á vef greiningar-
deildar Glitnis að eftir mikinn
straum fjármagns í kaup á erlendum
verðbréfum virðist breyting hafa
orðið á. Síðustu þrjá mánuði hafi
verið seld verðbréf fyrir 3,1 millj-
arð króna samanborið við 81,1
milljarðs kaup þrjá mánuðina þar á
undan. Telur greiningardeildin að
þessi viðsnúningur sé til þess
fallinn að draga úr gengislækkun
krónunnar. -jsk
Seldu fyrir milljarð
Breska prentsmiðjan Wyndeham
Press Group, sem er í eigu Dags-
brúnar, hefur gengið frá samningum
um prentun á tímaritunum Time
og Newsweek fyrir Bretlands-
markað næstu þrjú árin. Wynde-
ham mun vikulega prenta 195.000
eintök af blöðunum, 142.000 eintök
af Time og 53.000 eintök af
Newsweek.
Í tilkynningu frá Dagsbrún
segir að prentunin muni fara fram
í Heron prentsmiðju Wyndeham í
Maldon í Essex. Tímaritin eru
send frá prentsmiðjunni klukkan
ellefu á sunnudagskvöldi í viku
hverri og verða í hillum verslana
víðs vegar um Bretland á mánu-
dagsmorgni.
Dagsbrún keypti Wyndeham
Press Group, sem er þriðja stærsta
prentfyrirtæki Bretlands, í mars
síðastliðnum og hafa bresk sam-
keppnisyfirvöld samþykkt yfir-
tökuna. - jab
Prenta bæði Newsweek og Time
EINN AF BÍLUM PRENTSMIÐJUNNAR
Vikuritin Time og Newsweek eru prentuð í
prentsmiðju Wyndeham Press Group, sem
er í eigu Dagsbrúnar.