Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 60
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR24 MERKISATBURÐIR 1541 Siðaskiptin hefjast formlega hérlendis þegar klerkar Skálholtsbiskupsdæmis samþykkja nýja kirkjuskip- an. 1940 Bretar viðurkenna Charles de Gaulle hershöfðingja sem leiðtoga frjáls Frakk- lands. 1947 Landbúnaðarsýning er opnuð í Reykjavík. Hún stendur í tvær vikur og tæp- lega helmingur þjóðarinnar kemur að sjá hana. 1948 Sovétríkin reka Júgóslavíu úr COMINFORM sem stofnuð var árið áður til að sam- ræma kommúnistahreyf- ingar í ýmsum löndum. 2001 Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull er formlega opnaður. FRANZ FERDINAND (1863-1914) „Hvers virði er ræða þín? Ég heimsæki Sarajevó og fæ yfir mig sprengjur. Þetta er svívirðilegt.“ Ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands lét þessi orð falla í miðri ræðu borgarstjóra Sarajevó-borgar nokkrum klukkustundum áður en hann var drepinn. Á þessum degi árið 1674 innlimuðu Frakkar eyja- klasann Guadeloupe inn í heimsveldi sitt. Eyjan er austur í Karíbahafi og er enn hluti Frakklands þótt nokkur styr hafi staðið um hana í gegnum söguna. Frá árinu þrjú hundruð fyrir Krist hafa menn búið á Guadeloupe. Á áttundu öld bjó indíána- þjóðflokkurinn Karíbar á eyjunum, sem þeir kölluðu Karukera eða eyju fallegu vatnanna. Þegar Kristófer Kólumbus kom í annað sinn til Ameríku lenti hann á Guadeloupe og var þar með fyrsti Evrópubúinn til að stíga fæti sínum á eyjarnar. Frakkar komu svo þangað árið 1635, drápu eins marga Karíba og þeir gátu og innlimuðu eyjarnar í veldi sitt á þessum degi árið 1674. Bretar höfðu þó lengi augastað á Guadeloupe og náðu henni af Frökkum í nokkra daga árið 1794. Þeir náðu henni svo aftur árið 1810 og réðu Bretar eyjunum fram til ársins 1813 þegar Svíar fengu yfirráð yfir henni eftir Napóleónstríðin. Með Vínarsamningnum árið 1815 fengu Frakkar hana aftur til yfirráða sem þeir hafa haldið til dagsins í dag. ÞETTA GERÐIST: 28. JÚNÍ 1674 Frakkar innlima Guadeloupe í ríki sitt FRÁ GUADELOUPE KVENNALANDSLIÐIÐ FRÁ 1956 Þær hittust fyrst á fimm ára fresti en síðar meir árlega til að halda upp á fyrsta íslenska kvennalandsleikinn í handbolta. Myndin var tekin þegar þær hittust í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Fyrsti kvennalandsleikur Íslands í handbolta fór fram í Noregi þann 19. júní 1956, fyrir fimmtíu árum síðan. Landsliðið, sem skipað var stúlkum úr sex félagsliðum, er mjög samheldið enn þann dag í dag og þær hittast árlega og halda upp á daginn sem þær sköpuðu kvenþjóð- inni nýjan grundvöll til afreka. Guðlaug Elísa Kristins- dóttir var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún keppti í fyrsta landsleiknum, en hún lék þá með meistaraflokki FH. „Við kepptum allar með hinum og þessum félögum, en það var ekkert hand- knattleikssamband á þessum tíma, svo þetta lið var valið á vegum Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur,“ segir Guðlaug. Fyrsti leikurinn sem þær kepptu var gegn Noregi kvöldið 19. júní 1956 á Bistel leikvanginum í Osló. Mikið hafði rignt fyrir leikinn, en hann var spilaður á gras- velli utandyra. Íslensku stelpurnar, sem voru bara í strigaskóm, en ekki takka- skóm eins og mótherjarnir, náðu 3-1 forystu, en töpuðu loks leiknum 10-7. Dagblöðin lofuðu þó engu að síður íslenska liðið fyrir barátt- una og mál manna var að FYRSTA KVENNALANDSLIÐ Í HANDBOLTA: SEX STELPUR SKIPAÐAR ÚR SEX FÉLAGSLIÐUM Stelpurnar okkar í handboltanum Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Anna Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þann 24. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórarinn Stefánsson Ragnheiður Karlsdóttir Guðni Stefánsson Ewa Sunneborn Tryggvi Stefánsson Unnur Sigursteinsdóttir Valgerður Stefánsdóttir Sigurður G. Valgeirsson Ástríður Stefánsdóttir Jón Á. Kalmansson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og stjúpmóðir, Guðríður Eiríksdóttir Eikarlundi 26, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi mánudagsins 19. júní sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. júní nk. kl. 13.30. Gunnar Ragnars Ragnar Friðrik Ragnars Eiríkur Geir Ragnars Gunnar Sverrir Ragnars Ágústa Ragnars Ólafur Friðrik Gunnarsson. Kona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Hallgerður Sjöfn Helgadóttir Dynskógum 1, Egilsstöðum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 26. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Árnason Árni Kristinsson Helgi Kristinsson Svava Þórey Einarsdóttir Aðalheiður Sjöfn og Kristinn Viktor. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Guðlaugsdóttir Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 21. júní. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 30. júní kl. 14. Hulda Sveinbjörnsdóttir Sveinn Sveinbjörnsson Margrét Samúelsdóttir Matthea G Ólafsdóttir Sigurður Sveinbjörnsson Guðbjörg Friðjónsdóttir Anna Maren Sveinbjörnsdóttir Jónas Jónson Gunnar Sveinbjörnsson Elísabet Grettisdóttir Ólafur Sveinbjörnsson Ingibjörg Stefánsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Óli Haukur Sveinsson vélstjóri, Háengi 19, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 24. júní sl. F.h. aðstandenda, Lilja Friðbertsdóttir. Ástkær faðir okkar og afi, Sigmar Jóhannesson til heimilis að Egilsbraut 2, Þorlákshöfn, varð bráðkvaddur mánudaginn 26. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helena Rós Sigmarsdóttir Ægir Snær Sigmarsson Hrannar Már Sigmarsson Ástríður Rán, Askur Máni og Breki Blær. 60 ára afmæli Á MORGUN, FIMMTUDAGINN 29. JÚNÍ VERÐUR sextugur Sigurgeir Þór Sigurðsson Af því tilefni bjóða hann og eiginkona hans, Sigríður Guðlaugsdóttir, ættingjum og vinum til samgleði í Danshöllinni, Drafnarfelli 2, Reykjavík e. kl. 18 á afmælisdaginn. timamot@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.