Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 61
ÚTFARIR 13.00 Magdalena Eiríksdóttir (Balla), Dvergabakka 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík. 13.00 Sigríður Sigbjörnsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Sigurbjörg Jónína Jónsdóttir verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju. 15.00 Guðrún Gísladóttir, Arnarhrauni 11, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Við hlaupum Blátt áfram... ... alla leið frá Hellu til Reykjavíkur Hvað getur þú gert til að styrkja Blátt áfram? Lítið skref fyrir þig, stórt skref fyrir börnin Arnaldur Birgir Konráðsson Þjálfari Boot Camp Evert Víglundsson Þjálfari Boot CampRóbert Traustason Þjálfari Boot Camp Boot Camp þjálfararnir Arnaldur Birgir Konráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason ætla að leggja af stað frá Hellu á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 8. júlí og hlaupa til Reykjavíkur. Hver og einn þeirra mun hlaupa tvö og hálft maraþon! Vertu með! Hlaupastöð 1 10.00 Litla Kaffistofan – Hafnarbakkinn = 26,3km Hlaupastöð 2 12.00 Húsgagnahöllin – Hafnarbakkinn = 7,6km Leiðin sem farin verður: Ártúnsbrekka, Grensás- vegur, Suðurlandsbraut, Laugavegur niður að höfn. Frjálst er að koma inn í hlaupaleiðina á hvaða stað sem er. 14.00 Reykjarvíkurhöfn – Skemmtun *Þú getur keypt Blátt áfram bolina á næstu Esso stöð, á www.blattafram.is eða við hlaupastöðvarnar þann 8. júlí. • Þú getur hringt í 907 2000 þá dragast 1.000 kr. af símreikningnum þínum • Þú getur keypt bol* og fylgt Boot Camp þjálfurunum síðasta spölinn - frá hlaupastöð 1 eða 2 • Þitt fyrirtæki getur heitið á Boot Camp þjálfarana Hringdu í 533 2929 og styrktu Blátt áfram Laugardagurinn 8. júlí Reykajvík Hella Selfoss Hlaupastöð Boot Camp þjálfarana – kl. 00.00 – 100 km Hlaupastöð 2 – kl. 12.00 Húsgagnahöllin – 7,6 km Hlaupastöð 1 – kl. 10.00 Litla Kaffistofan – 26,3 km Hveragerði MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 25 Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní árið 2001. Heillandi náttúra og sögulegar minjar voru ástæðan fyrir stofnuninni og vonast var til þess að fólk ætti auðveldara með að ferðast um svæðið og kynnast því. Sérstaða þjóðgarðsins er meðal annars sú að hann nær fram að sjó. Þjóðgarðsvörður sér um daglegan rekstur þjóðgarðsins, en öllum er frjálst að ferðast um hann, hlýti þeir reglum sem um hann gilda. Nokkrum sinnum í viku eru farnar skipulagðar gönguferðir og yfir sumarmánuðina starfa þar land- verðir við fræðslu, eftirlit og umhirðu. Í þjóðgarðinum er bannað að hrófla við menningarminjum og óheimilt að fara um á hestum nema á sérmerktum reiðstígum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fimm ára ÁHANGENDUR ARGENTÍNU Þeir eru margir litríkir, fótboltaaðdáendurnir. Hér eru tveir stuðningsmenn Argentínu, annar málaður í framan, en hinn með grímu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP stelpurnar hefðu öðlast nauðsyn- lega reynslu fyrir næstu leiki. Eftir nokkra leiki í Noregi kepptu þær svo á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi og svo aftur á Norðurlandamótinu 1959 í Þránd- heimi og stóðu sig mjög vel. Guðlaug spilaði sem skytta, en neyddist til að ljúka handboltaferl- inum vegna læknisráðs eftir þá keppni, en fór að keppa í frjálsum íþróttum og vann þar fjölda verð- launa. Hún segist þó enn fylgjast með handknattleik eins og þær flestar. Stelpurnar hittust 28. maí síðastliðinn til að fara á kvenna- landsleikinn í handbolta milli Íslands og Makedóníu. „Við höldum líka alltaf upp á 19. júní, út af landsleiknum,“ segir Guðlaug. „Svo var bara tilviljun að þetta var kvenréttindadagurinn!“ Síðastliðinn kvenréttindadag héldu þær svo eins og vanalega upp á daginn og skoðuðu Land- námsskálann og borðuðu hátíðar- mat á Fjalakettinum í kjölfarið. Árið 1991 hins vegar fóru þær í „pílagrímsferð“ til Osló: „Við vorum búnar að hafa samband við aðila úti. Það var tekið afar vel á móti okkur, okkur var boðið heim til þeirrar einu sem er á lífi af þeim norsku, sem spiluðu á móti okkur. Við höldum enn sambandi.“ Guðlaug segir að stelpurnar í liðinu hafi verið mjög reglusamar og miklir íþróttamenn. „Við drukkum ekki einu sinni kaffi, bara mjólk og engin okkar reykti. Stelpurnar í hinum Norðurlanda- liðunum keðjureyktu flestar og voru jafnvel með sígarettupakk- ana í íþróttafötunum sínum,“ segir Guðlaug og hlær. „Við vorum fyrirmyndar- stelpur með geysilegan áhuga á boltanum, sem var allt annar þá, en í dag. Stúlkurnar í dag eru í mjög strangri þjálfun og sumar hverjar í atvinnumennskunnni.“ Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.