Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 28.06.2006, Síða 66
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR30 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 25 26 27 28 29 30 1 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 Kvintettinn Atlas leikur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Hópurinn er Skapandi sumarhópur á vegum Hins hússins og Reykjavíkurborgar og skipaður ungu tónlistarfólki úr Listaháskóla Íslands.  20.00 Hljómsveitin Narodna Musika leikur á Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Tyrknesk, búlgörsk og grísk tónlist sem fær alla á fætur. ■ ■ SKEMMTANIR  Dúettinn MoR, Margrét Eir og Róbert, leika á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur heldur erindi í bóka- sal Þjóðmenningarhússins í tilefni af opnun sýningar um skrif erlendra manna um Ísland. Fyrirlesturinn nefnist Carta Marina og ímyndir Íslands. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. [BÆKUR] UMFJÖLLUN Leyndardómur býflugnanna er ein af þessum bókum sem fara sigurför um alþjóðlega bóka- markaðinn, bandarísk skáldsaga sem kom fyrst út árið 2002 og hefur síðan verið þýdd á meira en tuttugu tungumál, íslenska útgáfan kom út hjá Bjarti núna í byrjun sumars í neon-ritröðinni. Sue Monk Kidd er frá Suðurríkj- unum, upphaflega menntuð í hjúkrun en aflaði sér ritreynslu og nokkurrar frægðar með blaða- mennsku og sjálfsævisögulegum bókum. Leyndardómur býflugn- anna er fyrsta skáldsaga hennar en ber þess vitni að hér skrifar vanur höfundur. Logi ástarinnar Bókin ber líka vitni um áhuga- mál höfundar síns: Hún hefur pælt í kvennaguðfræði, goðsögn- um og kenningum sálgreinand- ans C.G. Jung og hún er óhrædd við tákn og tilvísanir í þeim anda. Aðalpersónan er fjórtán ára stúlka, Lily Owens, sem hefur misst móður sína fyrir tíu árum, og býr hjá föður sínum sem rekur ferskjubú í Suður-Karólínu. Hann beitir dóttur sína miklu harðræði og svo fer að hún stingur af að heiman ásamt fóstru sinni, blökkukonunni Rosaleen. Þetta er árið 1964, Johnson forseti er nýbúinn að skrifa undir mann- réttindalögin sem skyldu tryggja jafnrétti kynþátta til kosninga og menntunar, og þessi bakgrunnur kemur mjög við sögu, því Lily verður að frelsa Rosaleen úr fangelsi sem henni var varpað í eftir að hafa lent í árekstri við kynþáttahatara, þegar hún hugðist skrá sig sem kjósanda. Þær fá skjól hjá þremur systrum, blökkukonum sem leggja stund á býflugnabúskap og tilbiðja auk þess styttu af hinni svörtu guðs- móður. Meira er ekki rétt að upplýsa um söguþráðinn en bókin fjallar líka um sígild viðfangsefni, tilvistarvanda unglingsins, sam- band við föður og móður, æsku- ástir og baráttuna við að finna sjálfan sig. Sterkar kvenpersón- ur, litríkur bakgrunnur og goð- sagnakennt ívafið geta minnt á sagnagerð Isabel Allende: þetta eru innlifunarbókmenntir, les- andinn verður að ganga sögu- manninum á hönd, annars er hætt við að hann hristi hausinn yfir ýmsu sem frá er sagt. Gangi lesandinn inn í verkið er margt vel gert, ekki síst í lýsingu á kenndum Lily, sem líður lengi vel ekki einsog stelpu, „heldur eins og ég væri með stelpu í gísl- ingu“ (13). Einnig er sterk lýsingin á systurinni May, sem þjáist af of mikilli „samlíðun með Ástu Sóllilju á jörðinni“, svo vitn- að sé til Sjálfstæðs fólks; kær- leikurinn og angistin ber hana ofurliði. Og höfundurinn leyfir sér líka að vera skáldleg og kemst oft vel að orði: „Heimur- inn er ekkert annað en risastór eldiviðarkubbur sem fleygt hefur verið á gráðuga loga ástar- innar“ (121). Vandi verksins Vandi verksins sem skáldsögu er að hún efnir ekki alveg sín eigin loforð. Hún er sterk og grípandi framan af, dregur upp sérstætt sögusvið, og leggur upp með alvöru sögu. En í seinni hlutanum er eins og höfundur geti ekki alveg staðið við fyrirætlun sína, sé of annt um að koma sinni sýn og skoðunum að, og framvindan verður fyrirsjáanleg, enda eru jákvæðu persónurnar, sem eru í miklum meirihluta, alveg einstaklega göfugar. Það er mikið um tilfinningalýsingar og mikið grátið en minna um alvöru þján- ingu. Og samtenging býflugnanna, dýrkunar hinnar heilögu guðs- móður og þess að finna móðurina í sjálfri sér er full mikil móður- mystík fyrir þennan lesanda. Eftir situr sú tilfinning að þótt þetta sé vissulega læsileg saga, er hún ein af þeim sem hefði getað orðið betri, hér var allt til reiðu fyrir mikinn söngleik. Án þess að hafa gert á því neinn samanburð virðist mér að þýðing Guðrúnar Evu sé vel af hendi leyst, þetta er blæbrigða- ríkur texti með góðum orðaforða. En það má stundum gæta sín á amerískunni: Martin Luther King var prestur, ekki ráðherra (eins og hann er kallaður á bls. 23). Hér er það breska merking orðsins „minister“ sem þvælist fyrir. Að lokum er rétt að þakka bókaforlaginu Bjarti fyrir að sinna þýddum bókmenntum vel í neon-ritröðinni. Býflugur og helgimyndir Ferðaleikhúsið frumsýnir The Best of Light Nights í Iðnó í kvöld, en að vanda byggir sýningin á íslensku efni að mestu og er flutt á ensku. Ferðaleikhúsið er atvinnuleikhús, stofnað í árslok árið 1965 en frá árinu 1970 hefur markhópur þeirra aðallega verið erlendir sumargestir í Reykjavík. Sýningar Ferðaleik- hússins eru fyrir löngu orðnar fastur liður í menningarlífi borgarinnar. Þær bera jafnan heitið Light Nights - Bjartar nætur, en efnisskráin er breyti- leg milli ára. Fjölmargir sviðslistamenn, tónskáld, ljósmyndarar og fræði- menn hafa komið að sýningunum í gegnum árin - og margir þjóð- þekktir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor á leiksviði í sýningum Ferðaleikhússins. Sýningin að þessu sinni inni- heldur átján atriði. Þjóðsögur og senur úr Íslendingasögunum eru færðar í leikbúning og á milli leikatriða er sýnt fræðsluefni með skyggnum og tilheyrandi tónlist og leikhljóðum. Meðal atriðanna eru tvö leikdansatriði samin af Þorleifi Einarssyni, glímusýning, þjálfuð af Herði Gunnarssyni og einþáttungur um upphaf huldufólksins, samin af Kristínu G. Magnús forsprakka Ferðaleikhússins, sem einnig hefur samið leikgerð upp úr hinni sígildu drauga-þjóðsögu um Djáknann á Myrká. Sýnt verður í Iðnó öll mánu- dags og þriðjudagskvöld í júlí og ágúst en veitingahúsið Tjarnar- bakkinn töfrar fram sælkera- kvöldverð á undan sýningunum fyrir þá sem þess óska. -khh Bjartar nætur á næstunni LEIKARARNIR EMIL FREYSSON OG ARNA BJÖRG JÓNASDÓTTIR Bright Nights - Bjartar nætur er sumarleikhússýning fyrir erlenda ferðamenn og aðra áhugasama leikhúsgesti. Annað kvöld verður efnt til kvöld- vöku í Iðuhúsinu í Lækjargötu þar sem rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir mun fjalla um verk sín og lesa úr nýjustu skáldsögu sinni, Sólskinshesti, sem út kom fyrir síðustu jól. Bókin kemur nú út í kilju og einnig sem nethljóð- bók á heimasíðu útgáfunnar, www. edda.is. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk skáldsaga er gefin út óstytt í því formi. Dagskráin hefst kl. 20 og munu góðir gestir einnig líta við. Hall- grímur Thorsteinsson og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar og Úlfhildur Dagsdóttir flytur stutt erindi um höfundinn og verk henn- ar. Ennfremur mun Steinunn flytja framhald þjóðhátíðarljóðsins „Einu-sinni-var-landið,“ sem fjall- konan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli þann 17. júní. -khh Steinunn í Iðu STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Margfalt fagnaðarefni í Iðuhúsinu. FRÉTTALBLAÐIÐ/HARI LEYNDARDÓMUR BÝFLUGNANNA EFTIR SUE MONK GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR ÞÝDDI Niðurstaða: Sannarlega læsileg saga, en hefði getað orðið betri, hér var allt til reiðu til þess. Sterkar kvenpersónur, litríkur bakgrunnur og goðsagnakennt ívafið geta minnt á sagnagerð Isabel Allende, þetta eru inn- lifunarbókmenntir, lesandinn verður að ganga sögumann- inum á hönd, annars er hætt við að hann hristi hausinn yfir ýmsu sem frá er sagt. Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Hella Safnaðarheimilið 28. júní Miðasala: 487-7710, 892-5912 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Upps elt biðlis ti ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.