Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 68

Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 68
Smáskífulagið Sæglópur með hljómsveitinni Sigur Rós fær fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum á heimasíðunni vinsælu gigwise.com. „Lagið málar myndir af fjar- lægu landslagi sem gefa þeim von sem hafa enga og vekja upp ástríður hjá þeim sem hafa ekkert að lifa fyrir,“ segir m.a. í umsögninni. Þar segir einnig að það sé ótrúlegt að svo þungt lag geti verið svo fallegt áheyrnar. Bætir blaðamað- urinn því við að platan Takk sé aðgengilegri en fyrri plötur Sigur Rósar og því gætu harðir aðdáendur sveitarinnar orðið vonsviknir með hana. Engu að síður sé ekkert betra en Sigur Rós sem stígi þungt niður án þess að meiða nokkurn mann. 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR32 TVEIR FYRIR EINN Á ÖLLUM JÖKKUM 40-60% AFSLÁTTUR Á ÖÐRUM VÖRUM Síðumúla 13 • Sími 568-2870 Tveir fyrir einn tilboð á eldri fatnaði Þú greiðir kr 990 og færð aðra flík frítt Opið 10:00 – 18:00 www.friendtex.is Dæmi um verð: Áður Núna Jakkapeysa 6.700.- 2.900.- Hekluð peysa 6.900.- 2.900.- Vafin peysa 5.900.- 2.900.- Pólóbolur 3.300.- 1.900.- Stutterma bolur m/mynd 3.900.- 1.900 Langerma bolur 3.900.- 1.900.- Stutterma skyrta 3.900.- 1.900.- Ermalaus skyrta 3.500.- 1.900.- Tunika m/bróderíi 4.900 2.900.- Teinóttur jakki 7.400.- 2.900.- + einn frír Renndur jakki 7.600.- 2.900.- + einn frír Hörkjóll 4.600.- 2.900.- Gallapils 6.900.- 1.900.- Sítt pis 4.900.- 1.900- Hörbuxur 7.900.- 4.900.- Gallabuxur 7.900.- 3.900. Rokkhljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir treður upp á Ölstofunni í kvöld. Að sögn Kormáks Geirharðssonar, trommuleikara sveitarinnar og verts á Ölstofunni, hefur lítið verið um tónleikahald á Ölstofunni fram til þessa. „Þetta er alla vega í fyrsta skiptið sem alvöru rokk fær að heyrast,“ segir Kormákur. Langi Seli og Skuggarnir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi um árabil þar til fyrir skemmstu að þeir léku á Sirkus. „Við erum smám saman að stækka tónleikastaðina og höldum okkur í spilaæfingu á meðan. Það er fínt að geta prófað þessi lög sem verða á plötunni,“ segir Kormákur. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 í kvöld. Rokka á Ölstofunni LANGI SELI OG SKUGGARNIR Leika ný lög á Ölstofunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sæglópur fær fjórar og hálfa stjörnu SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Hróarskelduhátíðinni á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Axl Rose, söngvari rokksveitar- innar Guns N´ Roses var handtek- inn í Stokkhólmi fyrir að bíta öryggisvörð í fótinn í slagsmálum sem brutust út á hóteli. Rose var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á og hótað öryggisverðinum og fyrir að hafa valdið skemmdum á Berns-hótel- inu. „Hann var talinn of ölvaður til að geta farið í yfirheyrslu,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Meðlimir Guns N´Roses héldu tónleika í Globe-höllinni í Stokk- hólmi á mánudagskvöld og fóru síðan í partí á næturklúbbi á eftir. Ekki er vitað hvað olli slagsmálunum en samkvæmt sænskum slúður- blöðum reyndi öryggisvörðurinn að skrerast í leikinn þegar hinn 44 ára Rose átti í rifrildi við konu í anddyri hótelsins. Axl Rose í steininn AXL ROSE Söngvari Guns N´ Roses var stungið í steininn eftir að hafa bitið öryggis- vörð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tvær persónur í sjöundu og síðustu Harry Potter- bókinni sem er væntanleg á næsta ári munu láta lífið. J.K. Rowling, höfundur bókanna, viðurkenndi þetta í viðtali í enska sjónvarps- þættinum The Richard and Judy Show. Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgef- andi, er undrandi á þessum fregnum. Rowling var þögul sem gröfin um hvaða persónur þetta væru en sagðist sjálf hafa vitað um örlög þeirra síðan í kringum 1990 þegar hún skrifaði lokakaflann. Sagðist hún jafnframt ekki búast við því að eiga eftir að skapa aftur jafn vinsæla persónu og Potter. Fyndin markaðssetning Snæbjörn Arngrímsson, eigandi bókaforlagsins Bjarts sem gefur út Harry Potter, segir þessar fregnir koma nokkuð á óvart. „Hún er svolítið fyndin þessi markaðssetn- ing þar sem það er boðaður dauði mörgum mánuðum áður en bókin kemur út. Þetta var gert fyrir síðustu bók og ég hugsaði með mér núna: „nei, ekki aftur,“ segir Snæbjörn í léttum dúr. „Það verður spennandi að sjá hver það er sem verður fyrir árás og fyrir þá sem þekkja þessar bækur vel er þetta dálítið „scary.“ Harry lifir af Í síðustu bók, Blendingsprinsinn, var það galdrakarlinn Dumbledore sem fór yfir móðuna miklu en áður hafði Sirius Black hlotið sömu örlög. Snæbjörn segist ekki hafa trú á því að Harry sjálfur muni deyja í loka- bókinni þrátt fyrir að oft séu aðal- söguhetjurnar látnar deyja til að koma í veg fyrir að framhald verði gert síðar meir. „Það var talað um að félagi Harry myndi fara í síðustu bók, en ég veit það ekki, það er ómögulegt að segja. Ég held að Harry lifi þetta af, ég trúi því,“ segir hann. Ekki hægt að biðja um meira Bækurnar um Harry Potter hafa verið algjör gullnáma fyrir bóka- forlagið Bjart undanfarin ár. Snæ- björn kvíðir ekki framtíðinni hjá forlaginu þrátt fyrir að aðeins ein bók um galdrastrákinn sé eftir. „Það er óvenjulegt að fá sjö met- sölubækur frá sama höfundinum, maður getur ekki beðið um meira. Allt gott tekur einhvern tímann enda,“ segir hann. „Svona nokkuð kemur ekki nema á tíu ára fresti og það kemur ekkert beint í staðinn fyrir Potter. Kannski eftir einhver ár grípur nýtt æði um sig og þá kannski grípum við þá gæs, maður veit aldrei.“ Hætt við flugeldasýningu Aðspurður segist Snæbjörn ekki vera búinn að skipuleggja sérstakt kveðjuhóf til heiðurs Potter þegar síðasta bókin dettur í hús. „Þegar síðasta bók kom út átti að vera flug- eldasýning á flóanum þegar skipið kom inn með bókina. Yfirvöld bönnuðu það en það verður örugg- lega gert eitthvað til hátíðarbrigða,“ segir hann. „Bókin kemur út á ensku fyrst og við fáum ekki handritið fyrr en bókin er komin út. Hátíðar- höldin verða fyrst og fremst þegar enska bókin kemur út.“ Lykill Salómons væntanleg Harry Potter er ekki eini gullkálfur Bjarts því bókaforlagið gefur einnig út bækur Dan Brown, höfundar Da Vinci-lykilsins. Ný bók frá honum, Lykill Salómons, er væntanleg um áramótin. „Hann er ekki búinn að skila handriti að bókinni en það liggur í loftinu að það verði um ára- mótin. Hann ætlaði að skila henni í sumar en það hefur dregist,“ segir Snæbjörn. freyr@frettabladid.is Tvær persónur deyja í lokabókinni SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Eigandi Bjarts hefur enga trú á að sjálfur Harry Potter muni deyja í sjöundu og síðustu bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DUMBLEDORE Galdrakarlinn og vinur Potter, Dumbledore, lést í síðustu bók. HARRY POTTER Margir halda að Harry Potter muni deyja í næstu bók. Mynd úr Harry Potter og fang- inn frá Azkaban

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.