Fréttablaðið - 28.06.2006, Side 74
28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR38
TENNIS Arnar Sigurðsson tennis-
spilari hefur undanfarið gert það
gott á atvinnumannamótum í
Noregi og Írlandi. Í síðustu viku
komst hann í undanúrslit á móti í
Limerick á Írlandi og svo komst
hann inn í aðalkeppnina á móti í
Dublin þar sem hann tapaði fyrir
Bandaríkjamanni í fyrstu umferð
þess móts.
Engu að síður er árangurinn
frábær, sérstaklega þar sem Arnar
er að stíga sín fyrstu skref á móta-
röðinni eftir að hann útskrifaðist
úr háskóla í Bandaríkjunum í vor,
þar sem hann var á íþróttanáms-
styrk. Þegar síðasti styrkleikalisti
alþjóða tennissambandsins var
gefinn út var hann í kringum 1400.
sætið en eftir árangurinn í Limer-
ick er viðbúið að hann hækki sig
um fjögur hundruð sæti á næsta
lista.
Arnar var enn staddur í Dublin
þegar Fréttablaðið náði tali af
honum en hann ætlaði að reyna að
komast inn á stórt mót sem hefst
þar í vikunni. „Ég veit þó ekki
hvort ég ætli að bíða eftir mót-
inu,“ sagði Arnar.
„Ég er að spá í að skella mér
heim og taka mér frí í nokkra
daga, fyrir Davis Cup landsliða-
mótið sem hefst eftir tvær vikur.
Það er enda búið að vera mikið
álag á mér undanfarið og hef ég til
að mynda spilað sex þriggja setta
leiki á átta dögum. Ég er aðeins
farinn að finna til í öxlinni.“
Aðspurður um fjármálin á bak
við þetta ævintýri segir hann að
þetta sé vissulega dýrt fyrirtæki.
„Ég er á afreksmannastyrk,
auk þess sem Kópavogsbær hefur
verið duglegur að styrkja mig. En
annars borga ég þetta úr eigin
vasa og þarf ég því að velja mótin
vel.
Þetta er frábær reynsla fyrir
mig og hef ég fundið undanfarið
að ég hef verið að bæta minn leik.
Ég á vel heima á þessum mótum
enda hef ég verið að vinna marga
sem eru langt fyrir ofan mig á
styrkleikalistanum.“
Arnar skildi við háskólann með
því að verða fyrsti nemandi skól-
ans sem kemst inn á stærsta mót
ársins þar sem aðeins bestu tennis-
leikmenn háskólanna í Bandaríkj-
unum fá þátttökurétt. „Ég á þar að
auki öll met skólans, hvað varðar
sigra og vinningshlutfall og fleira í
þeim dúr,“ sagði Arnar sem reynir
sig nú meðal þeirra bestu í
heiminum. - esá
Tenniskappinn Arnar Sigurðsson hefur gert það gott að undanförnu en árangur hans er ekki ókeypis:
Borgar mikið úr eigin vasa en kvartar ekki
ARNAR Hefur verið að gera það mjög gott að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Hollendingurinn Phillip
Cocu, fyrrum leikmaður
Barcelona, er einn þeirra fjöl-
mörgu sem hafa lagt orð í belg
um komu Eiðs Smára Guðjohnsen
til Börsunga. Cocu lék með liðinu
árin 1998-2004 en sneri þá aftur
til PSV Eindhoven þar sem hann
ætlar að klára ferilinn. Þegar
Cocu kom fyrst til PSV árið 1995
hitti hann fyrir ungan sautján ára
Íslending sem hann hreifst mikið
af.
„Ég sá strax þá að þetta var
leikmaður að mínu skapi,“ sagði
Cocu við spænska blaðið Sport í
vikunni. „Það fyrsta sem ég tók
eftir var hversu fljótur hann var.
En hann hefur þróast mikið sem
leikmaður og ætti að vera frábær
viðbót fyrir liðið og ætti að sam-
svara sér vel með Eto`o, Giuly,
Messi og Ronaldinho. Hann skorar
ekki jafn mikið af mörkum og
Henrik Larsson, en hann er mjög
sterkur leikmaður sem býr yfir
góðri tækni. Þetta er leikmaður
sem kann vel að spila fyrir liðið
og liðsfélaga sína,“ sagði Cocu og
bætti því við að fjölhæfni hans
þýddi að hann getur leyst margar
stöður á vellinum. - esá
PHILLIP COCU Gefur Eiði Smára toppeinkun.
NORDIC PHOTOS/AFP
Philip Cocu, fyrrum leikmaður Barcelona, um Eið:
Leikmaður að mínu skapi
FÓTBOLTI Spænska dablaðið Marca
birti í gær viðtal við Cristiano
Ronaldo, leikmann Manchester
United, þar sem hann lýsir yfir
áhuga sínum á því að ganga til liðs
við Real Madrid.
„Ég hef sagt umboðsmanni
mínum að ég sé tilbúinn til að fara,
en ég vil gera það á sem bestan
hátt fyrir alla. Ég vil spila fyrir
Real Madrid og upplifa drauminn
minn. Næsta skref er að þeir tali
við Manchester United,“ sagði
Ronaldo við Marca.
Manchester United gáfu út
yfirlýsingu í gær þar sem þeir
kváðust vera furðu lostnir yfir
þessum ummælum og sögðu að
það kæmi alls ekki til greina að
Ronaldo yfirgæfi herbúðir liðsins
í sumar. - hþh
Cristiano Ronaldo:
Fær ekki að
fara til Real
TENNIS Roger Federer sló í gær
met sænsku goðsagnarinnar
Björns Borg þegar Svisslending-
urinn vann 42. leik sinn í röð á
grasi eftir sigur gegn Richard
Gasquet á Wimbledon mótinu.
Federer vann settin þrjú örugg-
lega, 6-3, 6-2 og 6-2, en hann mætir
Tim Henman í næstu umferð.
„Að komast á slíkt skrið eins og
ég hef gert er augljóslega frábært
en ég er ekki búinn enn, ég á bara
eftir að verða enn betri. Þrátt fyrir
það er met Borg ótrúlegt, hann
vann fimm Wimbledon mót og að
vinna það sex sinnum er eitthvað
sem er nánast ómögulegt fyrir
hvaða tennisleikara sem er. Fyrir
mér er hann enn hetja,“ sagði
Federer, sem var ánægður með að
hafa komist áfram á mótinu.
- hþh
Roger Federer, hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar:
Sló met Björns Borg í gær
MAGNAÐUR Það fær enginn skákað
Svisslendingnum frábæra Roger Federer
þessa dagana, enda í fantaformi eins og
venjulega. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI David Beckham, hefur
verið gagnrýndur nokkuð fyrir
frammistöður sínar á HM, þá sér
í lagi af goðsögnunum Sir Geoff
Hurst og Terry Butcher. Þeir
gátu þó étið hattinn sinn eftir að
frábært mark Beckham tryggði
England áfram í 8-liða úrslit
HM.
„Beckham er í öðrum klassa,
algjörum heimsklassa. Við þurfum
á honum að halda og hann hefur
enn og aftur sýnt hversu mikil-
vægur hann er fyrir okkur,“
sagði Paul Robinsson, markmaður
liðsins, og Frank Lampard tók í
sama streng.
„Hann á gagnrýnina sem hann
hefur fengið ekki skilið. Fólk á
að styðja á bak við liðið og hvetja
það áfram, þá sér í lagi David
sem hefur staðið sig frábær-
lega,“ sagði Lampard en auk
þeirra tveggja komu Steven
Gerrard og Owen Hargreaves,
Beckham einnig til varnar. - hþh
BECKHAM Hefur legið undir ámæli undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP
Enskir landsliðsmenn standa með David Beckham:
Standa þétt við bakið
á fyrirliða sínum
410 4000 | landsbanki.isTryggðu þér miða á betra verði á
landsbankadeildin.is eða ksi.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
33
19
06
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
33
19
06
/2
00
6
mið. 28. júní kl. 19:15
mið. 28. júní kl. 19:15
mið. 28. júní kl. 19:15
mið. 28. júní kl. 20:00
fim. 29. júní kl. 20:00
þri. 4. júlí kl. 19:15
þri. 4. júlí kl. 19:15
þri. 4. júlí kl. 19:15
þri. 4. júlí kl. 19:15
Keflavík - Breiðablik
ÍA - Víkingur
FH - Grindavík
Fylkir - ÍBV
KR - Valur
Stjarnan - Valur
FH - Þór/KA
Keflavík - Fylkir
KR - Breiðablik
8. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
9. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
Okkar þekking nýtist þér ...
Rétt hitastig og hreint loft.
Hreinsar ryk, eyðir svifögnum og lykt.
Bætir heilsuna og eykur vellíðan
og afköst starfsmanna.
Ókeypis ráðgjöf !
Sími: 440 - 1800
Komfort loftkæling
Er heitt og þungt loft á þínum
vinnustað?
www.kælitækni.is
AÐ BIÐJA UM FLUTNING? Ronaldo er eftir-
sóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP