Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 27

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 27
FÖSTUDAGUR 28. júlí 2006 Komdu þér í sumarskap með hressandi krapi. Margir kvarta undan því að sumarið hafi lítið látið á sér kræla þar sem sjaldan sést til sólar. Það er þó engin ástæða til að láta deigan síga þótt veðurguðirnir sjái ekki aumur á okkur með því að hleypa nokkrum sólargeislum í tilveruna. Til eru margar aðferðir til að spyrna við sleni sem virðist hrjá marga í lægðunum sem ganga yfir landið. Meðal annars má blanda sér ljúffengan „boozt“, sem er sjálfsagt ein besta eldsneytisgjöf sem völ er á og gott meðal gegn erfiðum degi. Aðstandendur Boozt Bar, sem hefur um nokkurt skeið verið rek- inn í Kringlunni, Spönginni og Laugum við miklar vinsældir, voru svo vinsamlegir að eftirláta okkur einfaldar uppskriftir að þremur boozt- um, réttara sagt sumar kröpum, sem ættu að kæta hvern þann sem gæðir sér á þeim. Köld og fersk sumarhressing Ferskur og góður jarðaberja-krapi, sem er fullur af vítamínum, og kjörið að hefja daginn á.FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Hressandi og öflugur mangó-krapi sem yljar manni að innan í rigningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Ferskur salsa-krapi, sem kemur manni á suðrænar slóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN SALSA-KRAPI: 1/2 appelsína 2 stórar sneiðar af melónu 2 sneiðar af ananas 1/2 kíví Nóg af klaka MANGÓ-KRAPI: 1/2 appelsína 1/2 mangó 1/2 epli 1/2 pera Nóg af klaka JARÐABERJA KRAPI: 10 jarðarber 2 epli Nóg af klaka Leggur heiminn að vörum þér Nikaragúa Cortes NÝTT KAFFI Kaffitári en sönn ánægja að kynna fyrir öllum kaffiunnendum nýtt og spennandi kaffi. Kaffið er ræktað af Ricardo Rosales og fjölskyldu hans. Bragðið er hreint og hunangsmjúkt með ávæningi af kakó og kryddi. Fæst í öllum helstu matvöruverslunum og á kaffihúsum Kaffitárs · Kringlunni · Bankastræti · Þjóðminjasafni · Stapabraut 7 · Flugstöð Leifs Eiríkssonar · Listasafni Íslands Tiramisu í glerskál að hætti Jóa Fel Kleppsvegi 152 Smáralind - með ekta ítölskum mascarpone F A B R IK A N Mán. - fös. 7 - 18. Lau. - sun. 7 - 16. Mán. - fös. 9 - 19. Lau. 10 -18. Sun. 12 -18. Jói Fel NÝ TT Sumar kaffið er komið www.teogka f f i . i s Sumarkaffi er samansett af sérvöldum úrvals tegundum. Það hefur frísklegt sítrusbragð ásamt yndislega ljúfum keim af hnetum og sætum ávöxtum. Kaffið er í góðu jafnvægi, hefur mikla fyllingu og hunangsmjúkt eftirbragð. stundin - bragðið - stemningin Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Egilsstaðir Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.