Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 34
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 *Meðan birgðir endast Sumartilbo ð afsláttur 25% * Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafimarkaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð semkemurá óvart Í dag er öldin önnur en þegar Íslend- ingar voru að feta sín fyrstu skref í útilegum. „Þetta var náttúrlega einfaldur búnaður lengi vel, menn voru bara með sitt tjald og með mjög frumstæðan útilegubúnað,“ segir Gunnar Hjálmarsson. „Þetta var dýr búnaður og ekki höfðu allir efni á honum,“ segir hann og bætir því við að útilegur hafi heldur ekki verið eins algengar og þær eru í dag. „Það kom oft fyrir að fólk var að útvega sér eitthvað í líkingu við hvítu vegagerðartjöldin sem heilu vinnuflokkarnir lágu í á sumrin,“ segir hann. Nanna Kaaber er einn af stofn- endum Útivistar. Hún segir að þar sem tjaldútbúnaðurinn hafi lengi vel ekki verið mjög góður hafi ferðamenn oft reynt að gista í ferðaskálum þar sem kostur var á. Munurinn á aðbúnaði fyrir nokkr- um áratugum og því sem við þekkj- um í dag er gríðarlega mikill því núna fara fæstir í útilegu án þess að hafa sérhannaðar útivistarvörur fyrir hvaða aðstæður sem er. Í þá gömlu daga Útileguhættir Íslendinga hafa ekki alltaf verið eins íburðarmiklir og þægilegir og þeir eru núna. Gunnar H. Hjálmarsson er þrautreyndur ferðamaður og segir hann mikinn mun á útilegum dagsins í dag og áður fyrr. Það var ekki eins mikill glæsileiki yfir úti- legum á 7. áratugnum og þekkist í dag. Gömlu tjöldin með fortjaldi og svefntjaldi og súlu í miðjunni eru á hröðu undanhaldi. MYND/NANNA KAABER Gamall jeppi kemur sér í vandræði í Land- mannalaugum fyrir tæpum 30 árum síðan. Farþeginn í framsætinu þurfti að stinga sér til sunds í ískaldri jökulánni og bjarga sér þannig. MYND/NANNA KAABER Þessi mynd er tekin fyrir um það bil 50 árum síðan. Eins og sjá má höfðust Íslendingar við í mun frumstæðari tjöldum en nú þekkist. Þjóðhátíð í Eyjum árið 1971. Í rauninni er margt eins, hvítu tjöldin eru ennþá á sínum stað. ALGENG MISTÖK LEIÐA TIL KULDA OG LÍTILS SVEFNS. Það er algjör misskilningur að það sé kalt að sofa í tjaldi. Með smá þekk- ingu og leiðbeiningum má breyta löngum köldum vökunóttum í væran svefn. Heiðar Ingi Ágústsson, eigandi útivöruverslunarinnar Everest, segir óvana helst gera tvenns konar mistök. „Annars vegar eru það vindsængurnar. Fólk gleymir því að jörðin er köld og loftið í vindsænginni leiðir kuldann í gegn. Það er æskilegt að setja álteppi undir vindsængina eða flísteppi ofan á hana. Hitt atriðið er að treysta ekki svefnpokanum. Fólk kemur inn í tjald í kulda, vill ekki klæða sig úr öllu og fer því í töluverðu af fötum í pokann. Þá er pokinn ekki að þjóna sínu hlutverki og nær ekki að halda hita á líkam- anum.“ Heiðar segir gott að vera í ullarnærfötum í svefnpoka þar sem þau leiði hitann í gegnum sig. „Að fara kappklæddur í pokann eru mikil mistök.“ Svefnpokar eru merktir sérstaklega með kuldaþoli. Heiðar segir að í sumar- ferðir henti -10° eða -12° poki fyrir flesta. „Það er franskt fyrirtæki sem próf- ar pokana og tölurnar segja til um lægsta hitastig sem fólk getur klárað nóttina í, þó hún verði ekki þægileg. -10° poki er til dæmis bara þægilegur niður í kannski 4° hita,“ segir Heiðar. Svefnpokar þurfa alls ekki að vera dýrir og hjá Everest er hægt að fá góða sumar- svefnpoka frá tæpum fjög- urþúsund krónum. Munur- inn á góðum poka og lélegum felst í mismunandi trefjum í fóðrinu. Í góðum pokum eru fleiri holur í trefjunum, sem auka hæfni þeirra til að geyma loft og þar með einangrunargildi. Fyrir þá sem eru að koma sér upp útilegubúnaði mælir Heiðar með því að byrja á dýnunni. „Ég mundi byrja á því að fá mér sjálfuppblásna dýnu sem er bæði með frauði og lofti innan í. Hún er þynnri en vindsæng, kannski 3,5 cm á þykkt, en einangrar mikið betur en 6 cm vindsæng. Svona dýnur eru með ventli sem er opnaður og dýnan látin soga í sig loft. Svo er blásið í hana og ventlinum lokað,“ segir Heiðar. Slíkar dýnur kosta frá tæpum fimmþúsund krónum og geta skilið á milli svefns og vöku í tjaldferðum. einareli@frettabladid.is Láttu þér líða vel Það þarf ekki að vera kalt að sofa í tjaldi. Dæmi um dýnu og svefnpoka sem henta vel fyrir sumarferðir. Dýnan er á 4.995 og svefnpokinn á 3.995. Heiðar segir að yfirleitt séu mistök þess valdandi að fólki sé kalt í tjöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN „Það skiptir öllu máli að vera vel nestaður þegar maður fer í útilegu. Ég tek með mér haug af smurðum samlokum, ávexti, trópí og kalda kjúklingaleggi en það sem mestu máli skiptir er flatkökur með hangi- kjöti. Hamborgararnir eru bestir á grillið en þó það sé eflaust gaman að vera með voða skipulagðan mat- seðil læt ég bara einfaldleikann ráða. Málið er bara að vera skipu- lagður og hafa allt nesti tilbúið áður en það er lagt af stað í útileguna. Svo er bara að njóta útiverunnar með góða nestið sitt.“ Einfaldleikinn í fyrirrúmi Eyrún Magnúsdóttir tekur með sér nóg nesti þegar hún fer í útilegur. Ómissandi í ferðalagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.