Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 38
■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Fyrir börnin Húfa sem heldur hita á litlum eyrum. 66°norður. Barnaflíspeysa frá 66°norður. Flísfóðraður jakki frá 66°norður. Fyrir hann Hlýir en léttir göngusokkar. Intersport. Léttur og góður bolur úr efni sem andar og veitir vörn gegn sólinni. Fæst í Intersport. Góður vatns- og vindheldur útivistarjakki frá 66°norður. Góðar útivistarbuxur frá The North face. Þær eru úr efni sem andar og hristir frá sér vatni. Fást í Útilífi. Cintamani flíspeysa sem er vind- og vatnsheld og úr efni sem andar. Fæst í Útilífi. Fyrir hana Góðir göngusokkar. Fást í Intersport. Zo-on útivistarskyrta úr efni sem andar og verndar gegn sólinni. Fæst í Intersport. Góður jakki frá The North Face, fæst í Útilífi. Khaki buxur frá The North Face sem henta vel fyrir útiveruna. Fást í Útilífi. Falleg og hlý flís- peysa frá 66°norður. Þótt sumarið sé í hámarki er ekki þar með sagt að sólin skíni allan liðlang- an daginn. Íslenska sumarið er eins óútreiknanlegt og aðrar árstíðir og því er mikilvægt að vera við öllu búinn þegar pakkað er niður fyrir ferðalagið eða útileguna. Hlýr og góður fatnaður er nauðsynlegur ætli maður að njóta útiverunnar en að sama skapi er einnig mikilvægt að velja föt sem eru létt og þægileg svo að auðvelt sé að hreyfa sig. Til í slaginn það er mikilvægt að vera vel búinn ætli maður að eiga stefnumót við íslenska náttúru og veðurfar. Sverrir Guðjónsson söngvari upplifði eftirminnilegustu verslunarmannahelgina á ættarmóti árið 1992. „Þetta var rétt eftir að fjölskyldan flutti heim frá London en þá var haldið á ættarmót á Skógarfossi. Ættin tengist franska ættlegg konunnnar minnar sem dreifir sér allt til Vestmannaeyja og tengist meðal annars fjölskyldu Binna í Gröf og því margt um manninn,“ segir Sverrir sem átti ekkert tjald á þessum tíma og fékk það lánað hjá systur sinni. Þegar Sverrir og fjölskyldan mættu á svæðið voru Vestmannaeyingarnir búnir að hefja brekkusöng sem þeir stýrðu með harðri hendi. Þeim tókst þó inni á milli söngatriða að koma upp tjaldinu og halda síðan í félagsheimilið þar sem skipulögð var kvöldvaka. „Ég var píndur til að stofna kór á staðnum og tókst bæri- lega,“ segir Sverrir en fljótlega upphófust ansi skraut- leg skemmtiatriði. Meðal annars voru Vestmannaey- ingarnir komnir í keppni um hver gæti fyrstur sprengt upp smokk sem þeir höfðu troðið á hausinn á sér og blásið upp með dýnupumpum. „Þegar leið á kvöldið leist mér ekki á blikuna þegar ég kannaðist við manneskju sem komin var í Svanavatnsstellingar á sviðinu. Var þetta eiginkona mín í karlhlutverkinu sem dansaði á móti karlmanni í tútúpilsi. Þegar betur var að gáð var undirleikar- inn unglingssonur okkar sem hamraði af mikilli list Svanavatnið eftir Tsjækovskí.“ Sverrir ákvað þá að læða sér í átt að tjaldinu meðan aðrir héldu gleðinni áfram. „Ég sofnaði í um klukkutíma en vaknaði upp við það þegar rauk upp rosalegur stormur. Ég fann að tjaldið fór að lyfta sér þannig að ég endaði á að hanga láréttur í tjaldsúlunni til að bjarga því en svefnpokinn og annað lauslegt fauk út í veður og vind,“ lýsir Sverrir og segir að á því augnabliki sem hann sá á eftir tveimur tjöldum fjúka yfir fjallið hafi borist hlátrasköll úr félagsheimilinu þar sem fjörið stóð sem hæst. „Ég hafði upp á mínu fólki, sagði farir mínar ekki sléttar og svaf lítið þessa nótt,“ segir Sverrir sem telur líklegt að þetta verði fyrsta og síðasta ættarmótið sem hann tekur þátt í. Tjöldin fuku út í veður og vind Sverrir Guðjónsson fór á fyrsta og síð- asta ættarmót sitt um verslunarmanna- helgi fyrir fjórtán árum. Sverrir Guðjónsson lenti í stormi á ættarmóti. North Face Hedgehog götuskór. Léttir og nettir og þægilegir í styttri gönguferðir. Fást í Útilífi. Scarpa fjallgönguskór úr gore-tex. Fást í Intersport. Góðar flísfóðraðar útibuxur frá 66°norður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.