Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 40
9 8 7 6 3 5 4 2 11 1 9 12 8 Kotmót 2006 Kotmót er kristileg samkoma fyrir alla fjölskylduna á vegum Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu og fer fram á Kirkjubæjarklaustri. Mótið er sett á fimmtudag klukkan 21.00 en mótinu verður slitið klukkan 10.00 á mánudagsmorgun. Meðal viðburða á Kotmóti eru bænir, lofgjörðir, biblíu- fræðsla, karnival fyrir alla fjölskyld- una og varðeldur þar sem brennu- stjórn er í umsjá söngfuglsins Geirs Jóns Þórissonar. Yfirskrift Kotmóts er „Huggarinn er hér“. Verslunarmanna- helgi um allt land Það er nóg um að vera um allt land um verslunar- mannahelgina. Á kortinu hér að neðan má sjá helstu viðburði sem í boði eru fyrir fólk um verslunar- mannahelgina. Geymið kortið, boðið til fundar og ráðfærið ykkur við fjölskyldu og vini um áfangastaði helgarinnar. Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin frá árinu 1901 og það er ekki stefnan að bregða út af hefðinni þetta árið. Verð á hátíðina í ár er 9.900 krónur en 4.000 krónur ef farið er á sunnudag. Sigling fram og til baka með Herjólfi kostar um það bil 4.000 krónur en allt er að fyllast með honum. Flug fram og til baka frá Bakka kostar 8.000 krónur. Þjóðhátíð verður sett á föstudeginum klukkan 14.30 og verður hátíðin með hefðbundnu sniði. Kvöldvaka hefst á föstudagskvöldinu klukkan 21 með frumflutningi Þjóðhátíðarlagsins og verða dansleikir á Brekkusviði og Tjarnarsviði öll kvöldin. Hápunktur Þjóðhátíðar verður á sunnudagskvöldinu þegar Árni Johnsen stígur á stokk og leiðir brekkuna í fjöldasöng. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Dr. Spock, Á móti sól, Stuðmenn, Í svörtum fötum, Jet Black Joe og Bubbi Morthens. Allar nánari upplýsingar á vefsíðunni dalurinn.is. Fjölskyldufjör Úlfljótsvatni 2006 Að venju verður Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni opin almenningi um verslunar- mannahelgina og hentar staðurinn vel fyrir barnafjölskyldur enda ekki mörg tjaldsvæði á landinu sem státa af viðlíka aðstöðu. Ekki er um formlega hátíð að ræða og gestir greiða aðeins tjaldstæðisgjald. Svæðið býður upp á marg- breytilega aðstöðu til útiveru, meðal annars vatnasafarí, bátaleigu, klifurturninn verður opinn reglulega, hoppkastalar, kassabílar og veiði í vatninu. Fjölskyldan getur því átt skemmtilega og notalega verslunarmannahelgi með öðrum fjölskyldum í barnvænu umhverfi á Útilífsmið- stöð skáta Úlfljótsvatni. Skemmtunin er án áfengis og vímuefna. Ein með öllu á Akureyri Mikil og spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Einni með öllu á Akureyri. Hátíðin verður sett klukkan 20 á föstudagskvöld og verður dagskráin þéttskipuð þar til hátíðinni verður slitið með mikilli flugeldasýningu á sunnu- dag. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á Einni með öllu eru Greifarnir, Ragnheiður Sara, Páll Óskar, Sálin, Ína Idol-stjarna, Sixtees, Skítamórall og fleiri. Á laugardag klukkan 20 fer síðan skrúðganga í gegnum bæinn. Á fjöl- skyldutjaldsvæðinu að Hömrun verða einnig ratleikir, hoppkastalar, bátar og barnaefni á breiðtjaldi á milli klukkan 9 og 11 á morgnana. Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri Borgarfjörður eystri er mikið menningar- svæði um þessar mundir, stórtónleikar Emilíönu Torrini og Belle & Sebastian fara fram um helgina og tvennir dansleikir, úti- markaður, fótboltamót, ævintýraferð fyrir börnin, danshljómsveit Friðjóns Gunnars Tryggvason og Herdís Ármannsdóttir. Það verður slatti af fólki, í kringum þúsund manns. Neistaflug í Neskaupstað Á Neistaflugi í Neskaupstað munu Sálin, Í svörtum fötum, Skímó og Páll Óskar troða upp ásamt skemmtikröftunum Gunna og Felix, Ladda og Birtu og Bárði úr Stundinni okkar. Mörg önnur skemmtiatriði verða í boði alla helgina svo sem hjólafimi, Barðsneshlaup, brunaslöngubolti, Tour de Norðfjörð- ur, Golfmót Golfklúbbs Norðfjarðar, firmakeppni í fótbolta, varðeldur og margt fleira. Síldarævintýrið á Siglufirði Síldarævintýrið á Siglufirði verður haldið í 16. skipti um verslunarmannahelg- ina. Boðið verður upp á mikið úrval afþreyingar og skemmtiefnis fyrir alla aldurshópa. Ókeypis er á hátíðina en í bænum er fyrsta flokks tjaldaðstaða og fyrirmyndarþjónusta. Meðal þess sem Siglufjörður býður upp á eru frábærar gönguleiðir. Góður 9 holu golfvöllur er einnig á svæðinu ásamt sundlaug, að ógleymdu Síldarminjasafn- inu. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Páll Óskar, Spútnik, Geirmund- ur Valtýsson, harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson og margir fleiri. Jetski-leiga og hestaleiga verða á staðnum auk fjölda annarra viðburða. Innipúkinn 2006 Á Innipúkanum sem fram fer á Nasa munu meðal annars koma fram hljóm- sveitirnar Televisioin, Speaker bite me, Hjálmar, Eberg, Æla, Koja, Morðingjarnir, Throwing Muses og Mr. Silla auk fjölda annarra. Galtalækur Galtalækur verður opinn fyrir gestum um helgina og eru fjölskyldur hvattar til að koma með börnin sín og njóta þess að vera í skóginum. Dagskrá verður fyrir börnin og þeim boðið upp á að taka þátt í leikjum og annarri heilbrigðri skemmtun. Sumargleðin með Hemma Gunn, Ragga Bjarna, Ómari Ragnarssyni og Þorgeiri Ástvalds kemur saman í fyrsta skipti eftir langt hlé, veðurfræð- ingurinn Siggi Stormur mun fara með gamanmál en auk þeirra munu Snorri Snorrason, Ízafold, Ingó og Bríet Sunna koma fram. Stuðmenn ásamt Birgittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og Stefáni Karli hafa einnig boðað komu sína ásamt Pöpunum og Skítamóral. Nú er lag í Árnesi Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík stendur fyrir harm- onikkumóti í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina. Í Árnesi er glæsileg aðstaða fyrir samkomur sem þessa, stórt samkomuhús, góð tjaldað- staða, sundlaug og verslun er á staðnum. Harmonikkan verður í öndvegi þessa helgi, með tilheyrandi söng og dansi. Á harmonikkumótinu verða tónleikar þar sem margir af bestu harmonikkuleikurum þjóðarinnar koma fram. Má þar nefna Braga Hlíðberg, Reyni Jónasson, Einar Guðmundsson og hljómsveit félagsins. Á laugardag og sunnudag verða haldnir dansleikir sem hefjast kl. 22.00 og munu hljómsveitir á vegum félagsins leika fyrir dansi. Markaður og harmonikkusýning verða einnig á dagskrá um helgina. ■■■■ { ferðahelgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 11 1 2 4 5 6 7 8 9 10 Sæludagar í Vatnaskógi Í Vatnaskógi fer fram árleg vímulaus fjölskylduhátíð fyrir alla aldurshópa. Góð aðstaða til útivistar er fyrir hendi í Vatna- skógi. Meðal listamanna sem troða upp á Sæludögum verða systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttir, gamanleikarinn Örn Árnason, Pétur Ben og Jón Víðisson töframaður. Að sögn mótshaldara hafa um 800-1000 manns komið á Sæludaga undanfarin ár og búast þeir við álíka fjölda í ár. Bænastundir og málstofur fara einnig fram um helgina. 12 Unglingalandsmót UMFÍ Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Laugum í Þingeyjarsveit í 9. sinn. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskyldu- hátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagrein- um. Keppt verður í frjálsum íþróttum, fótbolta, körfubolta, sundi, glímu, hestaíþróttum og skák. Íþróttakeppnin hefst á föstudagsmorgni og fer setn- ingarathöfnin fram sama kvöld. Hljómsveitir og skemmtikraftar munu halda uppi fjörinu alla helgina og á laugardagskvöld verður kvöldvaka sem endar með flugeldasýningu. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.