Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 28.07.2006, Síða 82
 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is ! Kl. 16.00Einleikurinn Úti bíður andlit á glugga eftir Halldóru Malín Péturs- dóttir er sýndur í gamla pósthúsinu á Borgarfirði eystri. Önnur sýning kl. 21. > Ekki missa af... djassbandinu Póstberunum sem leikur á hótel Framnesi á Grundarfjarðarhátíð í kvöld. Félagarnir munu taka kunnuglegar syrpur úr amer- ísku söngbókinni og leika af fingrum fram. tónlistargjörningi kontra- bassaleikarans Deans Farrel í menningarmiðstöðinni Skaft- felli á Seyðisfirði á morgun. Ábyggileg uppátækjasemi og eðaltónlist fyrir austan. sumarpartíi tískusjoppunnar Spúútnik á Laugavegi. Plötu- snúðurinn DJ Ta! Ta! Ta! sér til þess að hnéskeljarnar kikni og hnakkarnir sveiflist í dag. Glöggir ferðamenn hafa án efa tekið eftir óvenjulegu ökutæki sem nú þeysir um þjóðveginn. Hand- verksbíllinn er rækilega merktur og vekur víða furðu en þar er á ferðinni þjónustubifreið fyrir staðbundið hand- verksfólk. Bíllinn minnir um margt á gömlu kaupfélagsbílana sem keyrðu um sveitir landsins hér á árum áður og má því segja að Handverkshúsið færi okkur aftur gömlu steminguna í bæinn. Í bílnum eru vélar og verkfæri til steinavinnslu, silfur- smíði, tréútskurðar og trérennslis; klukkur, íhlutir, borar og margt fleira fyrir handverksfólk. Þorsteinn Eyfjörð, eigandi verslunarinnar Handverkshúsið, segir að bíllinn sé kærkomin þjónusta við ört vax- andi hóp handverks- fólks sem geti keypt vörur beint úr bílnum á sínu eigin hlaði ef því er að skipta. Handverksbíllinn hefur rúntað um Suð- urlandið undanfarið en nú er stefnan tekin austur og síðan norður þar sem sumarferð hans endar á Handverkssýning- unni á Hrafnagili í Eyjafirði. Frekari upplýsingar má finna á www.handverkshusid.is. Handverksrúnturinn HANDVERKSBÍLINN HEIM Í HLAÐ Selur tól og íhlutir fyrir handverksfólk Útihátíð SÁÁ verður haldin með pompi og prakt í Hvalfirðinum um helgina. Hátíðin er skipulögð fyrir félagsmenn í SÁÁ og þá sem lokið hafa meðferð, auk aðstand- enda þeirra, en allir sem vilja skemmta sér án áfengis og vímu- efna eru velkomnir. Aðstandend- ur hátíðarinnar telja mikilvægt að bjóða upp á áfengis- og vímuefna- lausa viðburði fyrir félagsmenn sína sem ef til vill finna sig ekki í því skemmtanalífi þar sem áfengi er haft um hönd. Að þessu sinni eru gestir boðnir velkomnir að Hlöðum þar sem allir aldurshópar geta skemmt sér saman án nokkurra aukaefna. Dag- skráin er miðuð við að allir aldurs- hópar fái eitthvað við sitt hæfi og gera aðstandendur ráð fyrir að minnsta kosti 2.000 gestum. Landsþekktir skemmtikraftar munu troða upp, þar á meðal Bubbi Morthens og KK, félagarn- ir Gunni og Felix og hljómsveitin sprellfjöruga Paparnir. Börnin geta skríkt yfir atriðum úr Ávaxta- körfunni og horft á brúðuleikhús eða tekið þátt í listasmiðju málar- ans Tolla. Spáð er bongóblíðu um helgina og að sögn aðstandenda hátíðar- innar verður allt til alls í Hval- firði. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.saa.is. Verulegt fjör án vímuefna BUBBU MORTHENS LÆTUR SIG EKKI VANTA Útihátíð SÁÁ verður haldin að Hlöðum í Hvalfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 28. júlí - kl. 20:00 - Örfá sæti 17. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 18. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 24. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 25 ágúst - kl. 20:00 - laus sæti. Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Föstudagur 4. ágúst kl. 20 Laugardagur 5. ágúst kl 20 Sunnudagur 6. ágúst kl. 15 Sunnudag 6. ágúst kl. 20 Laugardagur 19. ágúst kl 20 Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4300 - 4800.- Verið er að undirbúa heljarinnar hátíð í húsi niðri við Sæbrautina sem kennt er við Ó. Jónsson & Kaaber. Í ágúst verður tíu daga veisla fyrir augu og eyru þar sem ungir lista- menn halda Artfart. Karl Ágúst Þorbergsson, einn af aðstandendum hátíðarinnar, segir að skipulagning hennar hafi haf- ist strax í vor þegar hópar ungs listafólks fengu grænt ljós hjá Hinu húsinu og Reykjavíkurborg og stimpil þess efnis að þeir gætu stundað Skapandi sumarstörf á þeirra vegum. Húsið var síðan fengið að láni með milligöngu KB banka og í júní fór að kvikna líf í þessum gamla kaffikastala þar sem ólíkir hópar listafólks hreiðr- uðu um sig. „Ég og vinur minn höfðum velt því fyrir okkur að efna til leiklistarhátíðar og þarna voru komnar forsendur fyrir slíku,“ segir Karl Ágúst og áréttar að það hafi alla tíð verið stefnan að halda hátíð sem nú er farin að taka á sig endanlega mynd. Hátíðin stendur frá 10.-20. ágúst og verða nokkrar sýningar á hverj- um degi. Danslist og leiklist verða í hávegum hafðar, en tónlistin og myndlistin spila líka sínar rullur og landamærin verða að litlu höfð. „Stemningin hér er búin að vera frábær í einu orði sagt. Hér er mikið líf og mikil sköpun enda eru töluverð samskiptin milli hóp- anna og ólíkra listgreina.“ Liðlega þrjátíu listamenn koma fram á hátíðinni í tíu hópum, þar af átta sviðslistahópum. „Sýningarnar verða allar mjög tilraunakennd- ar,“ útskýrir Karl Ágúst. „Við höfum til dæmis verið að prófa okkur áfram með aðferðir sem ekki þekkjast vel hér á landi en hafa verið notaðar mikið erlendis undanfarin tuttugu ár,“ segir hann og vísar til þeirrar nálgunar að setja spurningarmerki við leik- húsformið. „Hver getur sagt hvað er leiklist og hvað ekki? Hvað er leikbært við allskonar athafnir? Til dæmis eru gjörningar stór- merkileg fyrirbrigði en þeir hafa yfirleitt fallið undir myndlist hér- lendis en það væri mjög auðvelt að líta á þá sem leiklist. Margar sýninganna ganga út á að brjóta upp þessi viðteknu form.“ Margir listamannanna hafa gengið með hugmyndir sínar lengi og fá loksins tækifæri og aðstöðu til þess að útfæra þær og koma þeim á framfæri. Karl Ágúst útskýrir að þetta framtak og vel- vilji hafi gríðarlega þýðingu fyrir listamennina sem þarna starfa. „Ef ég má vera hreinskilinn þá held ég að svona tækifæri bjóðist ekki aftur – ekki með svona húsi og þessari hátíð. Varla nema ef einhver alveg ótrúlega góðviljaður færi að skjóta yfir okkur skjóls- húsi, þetta er mjög sjaldgæft.“ kristrun@frettabladid.is Ævintýralegt Artfart LISTAMENN ERU BESTU SKINN Þessi ábúðarfulli maður hafði engar áhyggjur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Myndlistarmaðurinn Óli G. opnar sýningu í Gallerí Turpentine kl. 17 í dag þar sem hann sýnir 31 mál- verk. Sýningin ber heitið Við- komustaðir og stendur til 18. ágúst. Málarinn hefur að sögn komið víða við en hélt síðast einkasýningu á höfuðborgarsvæð- inu árið 2003. Í tengslum við sýninguna kemur út vegleg listaverkabók um málarann sem Aðalsteinn Ingólfsson hefur sett saman. - khh Óli G. sýnir VIÐKOMUSTAÐIR Nú í Gallerí Turpentine. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.