Fréttablaðið - 28.07.2006, Side 86
28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR38
Þrátt fyrir að nú sé sumar, sólin skíni og
allir virðist ekkert nema áhyggjulausir
og leiki lausum hala getur það þó gerst
að yfir fólk hellist ofurlítill skuggi. Þegar
gamanið stendur hvað hæst er alltaf
hætta á því að halla fari undan fæti.
Sumarið getur einfaldlega ekki verið
eintóm hamingja.
Fyrir mér er sumarið til þess gert að fá
útrás fyrir alla orkuna sem þarf að bæla
niður yfir veturinn vegna mikilla anna.
Ég er allavega þannig að þrátt fyrir anna-
saman vetur vil ég hafa fullskipuð plön
alla daga sumarsins. Ég á afskaplega
bágt með að sitja bara heima og hvíla
mig fyrir framan kassann þegar sólin
skín og ég þarf ekki að hugsa um neitt
annað en sjálfa mig, algerlega án sam-
viskubits yfir ólesnum lagabókum.
Gallinn er hins vegar sá að ég þarf ekki
bara að hafa mikið að gera í félagslífinu,
heldur líka í ástarlífinu. Það nægir mér
þó algerlega að hafa einn myndarlegan
mann í SMS-sambandi við mig eða vita
af einhverjum sem mér finnst spennandi
þarna úti. Það getur bara ekki verið
þannig alla daga vikunnar, allan ársins
hring. Þegar þessi rólegu tímabil eiga sér
stað getur það komið fyrir að maður sjái
ekki lengur ljósið. Vonin um að allt ræt-
ist sem vonast var til verður að engu.
Einhverra hluta vegna eru flestir
ef ekki allir með ákveðna mynd í
huganum af sjálfum sér sem þeir
reikna með að gangi upp einn
daginn. Allir hafa sín takmörk í
ástarlífinu eins og öðrum þáttum
lífsins en eru þó mismetnaðarfullir.
Þeir sem gera of miklar væntingar geta
átt á hættu að verða fyrir vonbrigðum.
Þó held ég að það sé algerlega nauð-
synlegt að vera metnaðargjarn á þessari
braut og aldrei sætta sig við minna en
maður á skilið.
En aftur að lægðinni sem
ég sá ekkert um í veður-
spá vikunnar. Það er svo
undarlegt hvernig maður
getur ætlast til þess að það
sé öllum stundum einhver
þarna úti sem bíði. Kannski
er jafnvel betra að læra að
vera einn með sjálfum sér og
verða sjálfum sér nægur.
Það getur nefnilega vel
verið að það sé eitthvað
sem allir þurfi að læra
einhvern tímann á ævinni. Mér hefur
þó ekki tekist þetta enn en ég er ansi
hrædd um að mér sé ætlað að ganga
þennan veg eins og örugglega flestum
öðrum. Málið er bara að sannfæra sjálf-
an sig um að það verði ekki hræðilega
einmana og skelfilegt heldur fræðandi
og skemmtilegt. Ég er allavega mjög
fróðleiksfús og finnst alltaf gaman að
læra eitthvað nýtt. Af hverju ekki þetta
líka?
Ég held að það sé nauðsynlegt, þegar
svona tímabil bresta á, að segja við
sjálfan sig að nú sé lag að læra þetta
nýja bragð. Það þýðir að sjálfsögðu ekki
að lífið sé búið og maður finni aldrei
hamingjuna. Svo er það nú líka þannig
að eftir þurrkatíðir rignir yfirleitt köttum
og hundum, já eða mönnum!
REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR LÆRIR AÐ ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ ÚRHELLI ALLAN ÁRSINS HRING
Skúrir með köflum
Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans.
* Eingöngu innan kerfis Símans
SUMARTILBOÐ
Á SAMSUNG SÍMUM
5 KR.
SMS & MMS
ALLAR HELGAR Í SUMAR
*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
2
7
7
8
Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans.
Gullfallegur samlokusími,
sem býður upp á alla helstu
möguleikana. Meðal búnaðar
má nefna VGA myndavél og
hægt að taka upp hreyfimyndir,
FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku-
stunda taltíma á rafhlöðu og
margt fleira.
14.980 kr.
SAMSUNG X650
Glæsileg hönnun. Örþunnur,
með stórum TFT hágæða
litaskjá og 1,3 MP myndavél
sem hægt er að snúa 180
gráður. Hægt er að tengjast
tölvu, handfrjálsum búnaði
og blátannarsímum í
gegnum blátannarbúnað.
37.980 kr.
SAMSUNG D820
* Eingöngu innan kerfis Símans
TAKK FYRIR OKKUR Liðsmenn Sigur Rósar
og aðstoðarmenn þökkuðu fyrir sig eftir
tónleikana. Jónsi var málglaðari en oft áður
við þetta tækifæri.
Aðrir tónleikar í Íslandsför hljóm-
sveitarinnar Sigur Rósar voru
haldnir í Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði á miðvikudagskvöld. Tónleik-
arnir voru aðeins auglýstir sam-
dægurs á Ísafirði og því voru það
mestmegnis heimamenn sem
mættu á svæðið. Liðsmenn Sigur
Rósar voru í góðu skapi og
skemmtu sér hið besta, bæði á tón-
leikunum og eftir þá eins og sjá
má á myndunum. Mikla athygli
vakti að Lúðrasveit Ísafjarðar lið-
sinnti hljómsveitinni í laginu Sé
lest. Alls voru um tuttugu liðs-
menn í lúðrasveitinni að brass-
sveit Sigur Rósar meðtaldri. Eftir
tónleikana marseraði lúðrasveitin
um götur Ísafjarðar og allt var
þetta tekið upp fyrir fyrirhugaðan
DVD-disk Sigur Rósar. Liðsmenn
sveitarinnar og meðreiðarsveinar
fóru svo margir hverjir á pöbbinn
Langa Manga síðar um kvöldið og
fylgdust með Magna í Rock Star.
AMIINA Strengjakvartettinn Amiina var
Sigur Rós til aðstoðar eins og oft áður.
Þær hita upp á tónleikunum á Miklatúni á
sunnudagskvöld.
DÁLEIDD Áhorfendur voru vel með á
nótunum.
Sigurför Sigur Rósar heldur áfram
MARSERAÐ UM BÆINN Lúðrasveit Ísafjarðar og brasssveit Sigur Rósar gengu um bæinn og
spiluðu eftir tónleikana. Allt var þetta tekið upp fyrir DVD-disk.
EINBEITTUR Jónsi var í fantaformi eins og
aðrir.
ÞREYTTUR EN SÁTTUR Samúel Jón
Samúelsson marseraði um göturnar eftir
tónleikana.
FLOTTUR Orri fékk að prófa óbóið.
ERU EKKI ALLIR Í STUÐI? Kjartan sýnir að
liðsmenn Sigur Rósar eru ekki eins alvar-
legir og listrænt þenkjandi og margir halda.
TÖKULIÐIÐ Kvikmyndatökulið fylgir Sigur
Rós nú um hvert fótmál.
Í STUÐI EFTIR TÓNLEIKA Jónsi söngvari
stillti sér upp með Samma básúnu-
leikara og hinum blásurunum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/H
A
LLD
Ó
R
SVEIN
B
JÖ
R
N
SSO
N