Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 11

Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 11
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 11 Unnið er að stofnun hvíldarheimil- is fyrir HIV-smitaða hér á landi og verður það staðsett á Breiðdalsvík. Stefnt er að því að heimilið verði opnað í haust. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona heimili er opnað hérlendis. Við erum sem betur fer mjög fá sem erum smituð á Íslandi en fyrir vikið erum við líka mikill minnihlutahópur. Því töldum við fulla þörf á að stofna svona hvíldarheimili,“ segir Alexander Björn Gíslason, einn aðstandenda heimilisins. Svipuð heimili eru meðal ann- ars rekin í Noregi, Danmörku og mörgum löndum Evrópu. Hafa komið upp hugmyndir um sam- vinnu milli heimilisins hér á landi og heimila í öðrum löndum. Fælist það meðal annars í því að HIV- smitaðir hérlendis gætu heimsótt heimilin úti og erlendir gestir komið hingað í staðinn. Gert er ráð fyrir að fjórir til sex geti dvalið á heimilinu hverju sinni. Alexander segir að náttúran og umhverfi Breiðdalsvíkur sé ein- stakt og að samfélagið sé alveg laust við fordóma. „Hér mætum við hlýhug og skilningi og fólk virðist vera mjög vel upplýst um sjúkdóminn. Megintilgangur heim- ilisins er að bjóða þeim sem sýktir eru af HIV vin í eyðimörkinni. Hér geta þeir komið og dvalist með aðstandendum sínum.“ Hvíldarheimili fyrir HIV-smitaða HVÍLDARHEIMILI Unnið er að stofnun hvíldarheimilsins sem verður staðsett á Breið- dalsvík. Allar stofur í helstu byggingum Háskóla Íslands hafa nú verið merktar að utan með blindraletri, en lokið var við merkinguna á þriðjudag. Það var Stúdentaráð Háskóla Íslands sem stóð fyrir verkefninu í samráði við Blindra- félagið. „Þetta er fyrst og fremst gert til að auðvelda blindum og sjón- skertum bætt aðgengi, en þetta er líka táknrænt því við viljum að allir hafi aðgang að háskólanum. Háskólinn er fyrir alla.“ segir Ásgeir Runólfsson, framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs. Blindraletur við stofur HÍ: Háskólinn á að vera fyrir alla ÞESSI FÆDDUST 1974 Hilary Swank, leikkona. 1971 Tom Green, grínisti. 1964 Jürgen Klins- mann, knattspyrnu- þjálfari. 1963 Lisa Kudrow, leikkona. 1958 Kate Bush, söngkona HUMAR Systkinin Mark D‘Alessandro og Lizzie hjálpa til við humargildrurnar við heimili sitt á Flórída. FRÉTTABLAÐIÐ/AP.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.