Tíminn - 03.02.1978, Side 3

Tíminn - 03.02.1978, Side 3
Föstudagur 3. febrúar 1978 3 Gjaldeyriseftirlitið: Ekkert ákveðið um framhald mála ef gjaldeyriseigendur flytja féð ekki heim SKJ — „Við höfum ekki ákveðið hvert málið verður sent áfram ef eigendur bankareikninga i Dan- mörku verða ekki við tilmælum okkar,” sagði Sigurður Jóhannes- son, forstöðumaður gjaldeyriseft- irlits Seðlabankans, er Tíminn innti hann eftir þvi hvað heim- kvaðningu gjaldeyrisins liði. Sig- uröur kvað fáa reikningseigendur hafa heimild til að leggja fé inn á gjaldeyrisreikninga i íslenzkum bönkum, og væri ætlazt til að þeir seldu bönkunum gjaldeyrinn. Aðspurður kvað Sigurður það ekki i verkahring gjaldeyriseftir- litsins að reka refsimál, en á þessu stigi væri ekki ákveðið hver um þau myndi fjalla ef til kæmi. Sigurður sagði að svo stutt væri siðan eigendur innistæða i Dan- mörku fengu tilskrifin um heim- flutning gjaldeyrisins, að svör þeirra ættu eftir að berast. Banaslys við Lagarflj ót sbr ú ESE —Banaslys varð við Lagar- fljótsbrú, um kl. 19 i fyrrakvöld. Slysið varð með þeim hætti, að hinn látni sem ók Fiat bifreið hugðist fara fram úr öðrum bil, en við það lenti bifreið hans á vörubifreið, sem ekið var á móti. Talið er að ökumaður Fiat bif- reiðarinnar hafi látizt samstund- is. Hann hét Sigurbjörn Pétursson og var rétt rúmlega sextugur. Reykjavikurskákmótið: Draga í SSt — Reykjavikurskákmótið hefst á laugardaginn, og eru erlendu skákkapparnir nú að tinast til landsins einn af öðr- um og nokkrir reyndar þegar komnir. Keppendur á Reykja- kvöld vikurskákmótinu draga i kvöld um töfluröð, og að þvi búnu verður ákveðið hverjir mætast i fyrstu umferð, sem hefst á Hótel Loftleiðum á laugardag kl. 14. Forráðamenn Junior Chamber, Reykjavik og fulltrúar slökkviliðsins á fundi meö blaðamönnum f gær. Timamynd: Róbert. Eldvarnarvika í Reykja- vík 5.-11. febrúar — Eldvarnartæki verða kynnt í skólum borgarinnar ESE — Eldvarnarvika hefst i Reykjavik á sunnudag, og er hún haldin að frumkvæði Junior Chamber, Reykjavik, i samráði við slökkviliðið. Vika þessi er haldin til þess að vekja almenning til vitundar um eldvarnarmál, en að mati JCR, hefur þeim málum ekki verið sinnt sem skyldi hér á landi. Dagskrá vikunnar verður mjög fjölþætt. M.a. verða aug- lýsingar i öllum helztu fjölmiðl- unum og fræðsluefni um eld- varnir verður i útvarpi og sjón- varpi. Veggspjöldum hefur nú þegar verið dreift um borgina, og fyrirhugað er, að slökkvilið [ EIdvamai*vika skríddu,,, I’að cr undankomuloidir. þcgar herbt'rgi er fulh .J' ttvk, Loftið er hreittna níxlxgi gélSi, Junlor Cháfntw* R«ykj*v*i Merki vikunnar. Reykjavikur sæki flesta for- skóla borgarinnar heim, ásamt eldvarnareftirliti, og i þeim heimsóknum verði eldvarnar- tæki kynnt og skólabörnum gef- inn kostur á að kynnast tækja- búnaði slökkviliðsins. A fundi með forráðamönnum JCR og fulltrúum eldvarnar- mála kom fram, að hlutverk skóla i eldvarnarfræðslu væri mjög mikið, og með þvi móti að kynna eldvarnir á þeim vett- vangi, væri hægt að ná til mikils fjölda fólks, þvi að börnin væru þau, sem bezt væru vakandi fyrir þörfinni á aukinni eldvarn- arfræðslu og hættunni sem gæti stafað af eldi. 200 tn bátur strandar á Arnarfirði: V arðskipsmaður slasazt er reynt var að ná skipinu á flot Alvarlegt áfall fyrir atvinnulif á Bildudal VERÐUR GERT TIL- BOÐ í HEIMSMEIST- ARAEINVÍGIÐ? SSt— 1 gær hélt stjórn SSl fund með nokkrum aðilum, sem likleg- ir eru til að geta staðið straum af kostnaði við heimsmeistaraein- vigið i skák hér, ef af yröi, til að ræða hugsanlega tilboðsgerð. Eins og fram hefur komið, hefur SSl tilkynnt, að skáksambandið muni reiðubúið að annast skipu- lagningu á mótinu, náist sam- staða nokkurra aðila um að fjár- magna einvfgishaldið Þeir aðilar sem SSl hefur einkum i huga, eru riki og borg, Ferðamálaráð, Flugleiðir og meiri háttar útflutn- ingsaðilarhér á landi s.s. Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins og SIS. Að sögn Högna Torfasonar, varaforseta SSl var fundurinn i gær nokkurs konar kynningar- fundur Þar var ekki tekin nein endanleg ákvörðun, en greinilegt að áhugier fyrir hendi. Stjórn SSl gerði grein fyrir umfangi þessa verkefnis og var málið siðan reif- að. Sagði Högni að boðað hefði verið til annars fundar i næstu viku með sömu aðilum.Frestur til að skila tilboðum i heims- meistaraeinvigið rennur út 16. febrúar n.k. SJ — Um fjögurleytiö i fyrrinótt strandaði Hafrún iS-400 frá Bildudal úti fyrir Austmannsdal i Arnarfiröi. Varðskip kom 'fljót- lega á staðinn og björgunarsveit Slysavarnarfélagsins á Bildudal fór einnig til aðstoðar. Áhöfninni varð fljótlega bjargað heilu og höldnu yfir i varðskipiö. A flóöinu i dag voru gerðar tvær tilraunir til aö koma Hafrúnu á flot og mis- tókust þær báðar. Það slys varð við þetta starf að vir sem brugðið var urn stýrishús Hafrúnar slitn- aöi og slóst i tvo varðskipsmanna, lærbrotnaði annar þeirra og hinn mun hafa meiðzt eitthvað á hönd- um. Flugvél, sem var á leið frá isafirði var kölluð niöur og lenti á flugvellinum á Bildudal og fóru mennirnir til Reykjavikur til læknismeðferðar. Bilddælingar fóru fram á það við vegagerðina, þegar vitað var um strandið, að Hálfdán yrði ruddur, svo fært yrði til Patreks- íjarðar en þangað sækja ibúar Bfldudals læknishjálp. Var þeirri beiðni synjað og þótti það súrt i broti. Hálfdán er ruddur á mánu- dögum og föstudögum þegar veður leyfir slikar aðgerðir. Leki var kominn að Hafrúnu siðdegis i gær og gera átti þriöju tilraunina til að ná skipinu á flot, og ef hún tækist ekki átti að reyna frekar á kvöldflóðinu. Strand Hafrúnar 1S-400 hefur mikil áhrif á atvinnulif á Patreks- firði. Þar leggur upp annar minni bátur, Steinanes, sem er 150 tn, og varafli þessara tveggja báta tæp- ast nægilegt hráefni fyrir Bild- dælinga að vinna úr. Hafrún er um 200 tn. Augljóst þykir að Hafrún verði frá veiðum út þessa vertið, þótt tjónið á skipinu veröi ekki metað fyrr en það er komiö að bryggju. Allri kj ara skerðingu mótmælt Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma og með öllum at- kvæðum á stjórnarfundi Banda- lags starfsmanna rikis og bæja, þriðjudaginn 1. fd)r. 1978: „Stjórn BSRB mótmælir harð- lega öllum hugmyndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða af- nema vísitöluákvæði samning- anna. Vill stjórnin i þvi sambandi vekjaathygli á þvi, að meginhluti hækkunar á kauptöxtum félags- manna BSRB eru verölagsbætur vegna hinnarstórfelldu dýrtiðar hér á landi og auka þvi alls ekki kaupmá'tt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjarstarfsmannafé- lögin sömdu um við fjármálaráö- herra og sveitarstjórnir miðaði að þvi að bæta opinberum starfs- mönnum þá gifurlegu kjara- skerðingu sem þeir uröu fyrir á árunum 1974-1977, svo og að leiö- rétta launakjör opinberra starfs- manna miðað viö sambærilega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna i siöustu kjara- samningum er sizt meiri en aukn- ing þjóðartekna og þjóðarfram- leiðslu undanfarin ár.” Fundur mígreni- sjúklinga GV— A morgun laugardag, verð- ur haldinn fundur migrenisjúkl- inga i Tjarnarbúð kl. 13.15 og verða þá kannaöar undirektir viö stofnun félags migrenisjúklinga. Gestir fundarins verða dr. Gunn- ar Guðmundsson og Tryggvi Jón- asson kirópraktor. Fundarstjóri verður Helgi Danielsson. Að sögn Einars Loga Einars- sonar verður félagið með liku smöi og önnur svipuð samtök sjúklinga hérlendis. Fyrsta og helzta markmið félagsins verður að fá göngudeild fyrir þessa sjúklinga á vegum heilbrigöis- þjónustunnar, og kemur það fram i lögum og stefnuskrá sem lögö verður fram á fundinum. Ekki hefur þaö verið kannað hve margrir migrenisjúklingar eru á landinu, og er það eitt af þvi sem félagið hyggst kanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.