Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 1
Raforka aflögxi - en hvaða tök eru á að minnka oliunotkun: Nálægð aðveitustöðva ræður úrslitum fyrir stórnotendur Raflinur viða óburðugar og flutningsgeta þegar ófullnægjandi JH —Fyrir nokkru voru komnar i gang tvær fimmtiu megavatta vélasamstæöur i orkuverinu viö Sigöldu, og i fyrradag hófust til- raunir i þá áttraö koma af staö einhverri orkuvinnslu viö Kröflu. Nú um sinn aö minnsta kosti veröur veruleg raforka afgangs, og mörgum hiýtur aö blæöa i aug- um, ef ekki er unnt aö nota hana að einhverju leyti i staö útlendrar oliu, sem nú er brennt. 1 stærsta þvottahúsi landsins, þvottahúsi Landspitalans, eru til dæmis katlar, kyntir svartoliu, notaöir til gufuframleiðslu, og þess vegna sneru viö okkur til Georgs Lúðvikssonar, forstjóra rikisspitalanna, meö þá fyrir- spurn, hvort þar gæti komið til greina hagnýting raforku i staö oliu. — Þetta mál var á dagskrá hjá okkur fyrir tveimur eða þremur árum, sagði Georg, þvi að þá stórum við frammi fyrir þvi, að við urðum að kaupa nýja katla. En þvi miður gátum við ekki fengið þau svör hjá Rafmagns- veitu Reykjavikur um verð né orkuöryggi að við teldum leggj- ándi út i rafvæðingu. Okkur er að sjálfsögðu i mun, að reksturinn verði ekki dýrari en vera þarf, og við verðum lika að njóta öryggis um orkuna. Hjá okkur vinna um fimmtiu manns átta til tiustundir á dag sem næst tvö hundruð og fjörutiu daga á ári, og i slikum rekstri er nauðsynlegt, að vélarn- ar skili fullum afköstum. Þegar við fengum ekki þau svör, sem fullnægðu okkur, var ákveðið að kaupa tvo oliukynta gufukatla, og var annar smiðaður hérlendis, en hinn fenginn frá Englandi. við hættum ekki við þessa katla að svo stöddu, þar sem þeir eiga að geta enzt svo sem áratug, og þann tima erum við bundnir af þvi, sem þegar hef- ur verið gert. Við ákvörðun okkar kom einnig til álita, að við höfðum nokkra reynslu af skiptum við rafmagns- veituna, þar eð Vifilsstaðahæli var hitaö upp með rafmagni, þar til heitt vatn fékkst fyrir eitthvaö tveimur árum.Þessi rafmagnsupp hitun reyndist okkur ekki ódýr. Nú finnst mér það brýnast vegna þeirra, sem kunna aö geta notað raforku i stað oliu, að for- ráðamenn Rafmagnsveitu rikis- ins og Rafmagnsveitu Reykja- vikur leggi spilin á borðið og geri grein fyrir þvi, hversu mikil orka er á boðstólum og á hvaða verði og með hvaða öryggi. Og þá að sjálfsögðu til frambúðar sagði Georg að lokum. Kristján Jónsson, rafmagns- veitustjóri rikisins, sagði, er Timinn sneri til hans, að þaö væri mörgu háð hvað orkan kostaði jafnvel þótt hún væri aflögu. — Það veltur allt á þvi, hvar þær verkstöðvar eru, er mikillar orku þarfnast, sagði Kristján, hvort þær eru i námunda við að- veitustöð og hvernig flutningslin- ur q:u úr garðigerðar. Þær linur, sem liggja um sveitir landsins, eru viða hinar bágbornustu og anna naumast heimilisþörfum eins og þær eru nú, hvað þá þeim orkunotum til viðbótar, er ein- hverju nema. Ef til dæmis ætti að rafvæða hvalstöðina undir Þyrils- klifi, er ef til vill þarf ekki um að tala, ef þeir fá nægjanlegt af heitu vatni i grennd við sig, hefði það kostað sextiu þúsund volta linu fyrir Hvalfjörð, og hún myndi kosta á annaö hundraö milljónir. Hugsi einhver til háspennulin- unnar, sem þegar hefur verið lögð, þá er það að segja, að spennan á henni er tvö hundruð og tuttugu þúsund volt og úttaks- virki væri jafnvel enn dýrari en ný lina. Ef litið er til heykögglaverk- smiðjanna, þá er allt undir þvi komið, að þær séu nærri aðveitu- stöð. Hver kilómetri i háspennu- streng kostar um fjórar milljónir króna, auk rofabúnaðar. Verk- smiðjan á Hvolsvelli mun vera allvel sett að þessu leyti, Saltvik við Skjálfanda allvel ef þar er hugsað til rafvæðingar, og hugsanleg heykögglaverksmiðja i Hólminum i Skagafirði einnig, verði hún reist og byggð á raf- væðingu, þvi að aðveitustöð verður senn reist i Varmahlið. A Kjalarnes er nýbúið að leggja linu, og þá var ný byggð við Bergvik höfð ihuga, en ekki neinn orkunotandi, sem þyrfti kannski nokkur megavött af rafmagni, svo að ég veit ekki, hvort hún gæti flutt þá raforku, sem þyrfti til rafvæðingar i Brautarholti. Um Flatey á Mýrum er tómt mál að tala, þvi aö i Austur-Skaftafellssýslu er raf- magnsþurrð og treyst á disilorku til viðbótar orkuverinu viö Smyrlabjargaá. — Um orkufrek fyrirtæki, sem þegar hafa verið sett upp, verður að sitja sem orðið er, sagði Kristján að lokum. En um ný er mikilvægt, að þeim sé valinn staður, þar sem ekki er óhæfilega dýrt að ná til raforkunnar. Þaö verður að gerast með hliðsjón af þvi, hvar aðveitustöðvar eru eða munu verða. Tónlistarmað- ur flytur út á land. Bls. 21. Myndskreyttir molar úr Mallorcaferð. Bls. 12-13 Sálar lífið Grein eftir Esra S. Pétursson lækni. Bls. 6 í sextiu ár hefur kölski kviðið. VS ræðir við Ulrich Richter formann kvæðamanna- félagsins Iðunnar. Bls. 18-19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.