Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 2
2
Sunnudagur 5. febrúar 1978
Leiðólfur skrifar um landbúnaðarmál:
ÞAÐ ER UNNT AÐ LÆKKA
FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐ
LANDBÚNAÐARVARA
Það verður að leggja höfuðáherzlu á að
gera bændum kleift að minnka f ramleiðslu-
kostnaðinn.
Opinberar álögur á landbúnaðinn
f umræðum um landbúnaðarmálin hefur
verðmyndon landbúnaðarvara ekki verið
nægilega skilgreind. Það hefur t.d. ekki
komið nægilega skýrt fram, að ríkisálögur
er æði stór liður í verðmynduninni. Mun það
einsdæmi meðal þjóða, að vélar, verkfæri
og aðföng við framleiðslu á landbúnaðar-
vörum er notað sem tekjuálagningarstofn
fyrir ríkissjóð. Nær væri að hæffa þessari
skattlagningu og minnka um leið þann
rikisstuðning, sem landbúnaðurinn fær.
Landbúnaðarstefna flestra þjóða miðast
við það, að beinn framleiðslukostnaður
bænda verði sem minnstur. Þessu er þver-
öfugt farið hér á landi. Alltof off hefur ver-
ið dauf heyrzt við óskum bænda, um það að
rikisálögum yrði létt af landbúnaðinum.
Dæmi um ríkisálögur
Til þess að útskýra nánar, hvað við er
átt með ríkisálögum skulu tekin dæmi
um verðmyndun á nokkrum land-
búnaðarvélum og tækjum.
Dæmi 1.
Almenn hjóladráttarvél
með öryggisgrind — þekkt merki
% af söluverði
Framleiðandi 60.83
Flutningskostn. og vátrygging 3.89
Bankakostn., vextir o.fl. 6.44
Gjöld til ríkissjóðs 21.03
Aðstöðugjald sveitarfélags 0.83
Álagning innf lytjanda 4.48
Þóknun smásala 2.50
100.00%
Útsöluverð vélarinnar . kr. 1.859.204
af því fær ríkissjóður . kr. 390.991
Dæmi 2. Stór dráttarvél meö húsi
% af söluverði
Framleiðandi 62.74
Flutningskostn. og vátrygging 3.35
Bankakostn., vextiro.fi. 5.28
Gjöld til ríkissjóðs 21.26
Aðstöðugjald sveitarf élags 0.83
Álagning innflytjanda 4.04
Þóknun smásala 2.50
100.00%
Útsöluverð vélarinnar kr. 3.332.131
Af því fær ríkissjóður kr. 708.411
Dæmi 3.
Sláttuþyrla
% af söluverði
Framleiðandi 62.60
Flutningskostn. og vátrygging 3.94
Bankakostn., vextir o.f 1. 3.93
Gjöld til ríkissjóðs 19.31
Aðstöðugjald sveitarfélags 0.83
Álagning innf lytjanda 6.91
Þóknun smásala 2.48
100.00%
Útsöluverð vélarinnar . kr. 509.621
af því fær ríkissjóður . kr. 98.408
Dæmi 4. Ámoksturstæki
% af söluverði
Framleiðandi 51.84
Flutningskostn. og vátrygging 3.45
Bankakostn., vextiro.fi. 3.94
Gjöld til ríkissjóðs 30.68
Aðstöðugjald sveitarfélags 0.83
Álagning innflytjanda 6.76
Þóknun smásala 2.50
100.00%
Útsöluverð vélarinnar kr. 513.346
af því fær ríkissjóður kr. 157.495
Dæmi 5.
Sturtuvagn 4 1/2 tonn
% af söluverði
Framleiðandi 42.93
Flutningskostn. og vátrygging 5.17
Bankakostn., vextir o.f I. 2.88
Gjöld til ríkissjóðs.............41.96
Aðstðug jaid sveitarf élags 0.83
Álagning innf lytjanda 3.73
Þóknun smásala 2.50
100.00%
Útsöluverð vélarinnar.......kr. 706.324
þar af fær ríkissjóður......kr. 296.373
Eins og þessi dæmi sýna, er hlutur ríkis-
sjóðs í verðmyndun landbúnaðarvéla og
tækja ótrúlega stór eða frá ca. 20% i 42%.
Dæmin verða þó ennþá ótrúlegri, þegar
skilgreind er verðmyndun ýmissa vara-
hluta, sem fá á sig 35% toll, 18% vörugjald
og svo 20% söluskatt, rúsínuna í pylsuend-
ann! Meira að segja girðingarefni er stór-
lega skattlagt, eða þannig: 10% tollur, 18%
vörugjald og 20% söluskattur ofaná allt
saman.
Breytt stefna óumflýjanleg
Ekki verður lengur komizt hjá því að
gjörbreyta þeirri stefnu, sem ríkt hefur
undanfarið í tolla- og söluskattsmálum á
landbúnaðarvélar og tæki og fjöldamörg
önnur aðföng við landbúnaðarframleiðsl-
una. Stjórnvöld verða að koma til móts við
óskir bænda og létta af þessum álögum og
þar með greiða fyrir því að lækka fram-
leiðslukostnaðinn. Jafnframt verður að
fella niður söluskatt á landbúnaðarvörur
innanlands. Þak þekkist hvergi í löndum
Evrópu, að lagður sé 20% söluskattur á
nauðsynlegustu matvörur. í öðrum löndum
er slíkur skattur, sem er í f ormi virðisauka-
skatts, mismunandi mikill og eru nauðsyn-
legustu matvörur undanskildar slíkri skatt-
lagningu eða þá að skattur er tiltölulega
lágur á þær.
Dæmi um virðisaukaskatt í nokkrum
Evrópulöndum lítur þannig út þann 15. jan.
1978 í %:
Nauðsynja- Almennar
vörur vörur Lúxusvörur
Austursíki 8 18 30
Belgía 6, 14 18 25
Bretland 0 8 12 1/2
Frakkland 7, 17,6 20 33 1/3
Vestur-Þýzkaland 6 12 7
ítalía 1, 3, 6,9 12 18, 30, 35
Holland 4 18
Svíþjóð 3, 9.8 17.65 —
Ríkið á leik á borði
Þegar ísland gerðist aðili að EFTA og
gerði fríverzlunarsamning við EBE var
lögð sú skylda á íslenzk stjórnvöld, að þau
gerðu ráðstafanir til þess að gera islenzkri
f ramleiðslu kleift að keppa við framleiðslu
Efta- og Ebe-þjóða á sem flestum sviðum.
Það átti að taka upp þá stef nu á öllum svið-
um að lækka framleiðslukostnaðinn eins og
mögulegt væri og búa framleiðslunni hér á
landi hliðstæð skilyrði og framleiðsla þess-
ara Evrópulanda nýtur.
íslenzk stjórnvöld hafa því miður brugð-
izt þessari skyldu. Kannski hefur glíman
við verðbólguna skekkt kompásinn.
Þessi ríkisstjórn er að missa af strætis-
vagninum, en ennþá á hún leik á borði. —
Hvað varðar landbúnaðinn þá verður ekki
komizt hjá því, að fella niður áður umrædda
skatta, sem þýðir lægri f ramleiðslukostnað,
og þar með lægra búvöruverð. Tekjumiss-
inn myndi ríki fá uppborinn með lægri
greiðslum útflutningsbóta. íslenzkur land-
búnaður myndi hins vegar auka reisn sína
með þjóðinni og er hann vel að því kominn.
LEIÐÓLFUR