Tíminn - 05.02.1978, Síða 5
Sunnudagur 5. febrúar 1978
5
Ófremdarástand
í Iðnskólanum
Reglugerð um
löndun á loðnu
— til bræðslu, frystingar og hrognatöku
HEI — 1 „Iðnnemanum”, mál-
gagni Iðnnemasambands tslands,
er mjög hörð gagnrýni á aðbúnað
og yerklega kennslu fyrir bakara-
nemai Iðnskólanum i Reykjavik.
Astandið er talið það slæmt, að
nemendur fái nánast enga
kennslu, vegna tækja- og efnis-
skorts.
Þá segir „fljótlega skapaðist sú
hefð að afurðirnar voru seldar
kennurunum ákostnaðarverði, og
átti arður þeirrar sölu að duga
fyrir efniskostnaði. Vegna van-
skila kennara ogeinkaþarfa yfir-
manna skólans varð þessi arður
aldrei til. Þá kom fljótlega i ljós
að námsefni bakaranema i' verk-
legu var stilað uppá framleiðslu-
þarfir burtséðfrá kennslugildi, og
markmið kennslunnar er þvi að
engu orðið.”
Um aðbúnað i skólanum segir,
að birgðageymsla sé ónothæf
vegna ýmiss konar skorkvikinda.
i bakaríi sé ekki einu sinni heitt
vatn, sem sé þó frumskilyrði fyrir
þrifnaði, jafnvel vanti handklæði
og þurrkur.
Sagt er að kennslan einkennist
af skipulags- og framkvæmda-
leysi, settar hafi verið upp náms-
greinar fyrir fagið þó að kennslu-
gögn vanti, t.d. hreinlætisfræði,
verkþáttagreining, vinnuáætlan-
ir, lifræn efnafræði, faglegur
reikningur og verkstæðis- og
tækjafræði. Bækur fyrir þessar
greinar séu ekki til staðar. Þann-
ig verði þær 36 áætluðu stundir i
viku i þessum greinum, ekki að
neinu.
Einnig er á það bent, að alger
fjarstæða sé að hafa verknáms-
deild bakaranema og málara-
nema hlið við hlið, þar sem lykt
frá málningarefnum teljist
hvorki hollustu- eða bragðbæt-
andi.
GV — Sjávarútvegsráðuneytið
hefur sett reglugerð um löndun á
loðnu til bræðslu, frystingar og
hrognatöku, samkvæmt tilmæl-
um loðnunefndar, og með sam-
þykki Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga, Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Félags isl.
fiskim jölsframleiðenda Far-
manna- og fiskimannasambands
Islands og Landssambands isl.
útvegsmanna.
Reglugerðin er í sex greinum,
og er þar m.a. kveðið á um að
loðnuverksmiðjur skuli tilkynna
loðnunefnd daglega, eða svo oft
sem nefndin ákveður um mót-
tökurými á hverjum þeim tima
sem nefndin óskar. Nefndin
ákveður siðan og tilkynnir veiði-
skipum hvenær löndun skuli hefj-
ast eðahætta hjá einstökum verk-
smiðjum.
Nú hefur loðnunefnd tiikynnt
um að löndun til ákveðinnar verk-
smiðju skuli hefjast á ákveðnum
tima og má þá ekki hefja löndun
fyrir þann tima þó að móttöku-
rými sé fyrir hendi. Þó segir i
reglugerðinni, að á þessu séu
undantekningar. Skip, sem landa
ioðnu- til hrognatöku og bræðslu
skulu hlita sömu reglum og skip
sem landa loðnu til bræöslu, segir
i reglugerðinni. Skip sem landa
loðnu til frystingar þurfa ekki aö
fara I löndunarröð með þeim
skipum, sem landa loðnu til
bræðslu. En við það skal þó mið-
að, að þetta gildi að jafnaði ein-
ungis um farma, sem ekki eru
stærri en 120 lestir. Loðnunefnd
ákveður hverju sinni hve miklum
hluta afla megi landa beint til
verksmiðju til þess að tæma þau
skip sem landa til frystingaru en
skal við það miða að þetta magn
fari að jafnaði ekki yfir 25% afl-
ans.
Siærrí - Kraftmeirí - Betrí 1978
Undrabíllinn
SUBARU 1600
er til
afgreiðslu
strax.
Allur
endurbættur
Breiðari,
stærri
vél,
rýmra milli
sæta,
minni snún-
ingsradíus,
gjörbreytt
mælaborð,
nýir litir
o. fl. o. fl.
Það er ekki
hægt að
lýsa Subaru
þú verður að
sjá hann
og reyna
Greiðsluskilmálar þeir
hagstæðustu sem
völ er á í dag
Kaupið bí/inn strax í dag því þá
getið þér sparað aiit að 5-10 þús.
á viku; þvi gengið sígur svo ört.
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 84511
Sýningarbiiar
á staðnum
Eyjólfur Ágústsson, bóndi, Hvammi,
Landssveit, segir í viðtali um Subaru:
„Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunum og
hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá
henta sérstaklega vel til allra starfa við bú-
skapinn. Ég hef farið á honum inn um allar
óbyggðir og yfirleitt allt, sem ég áður fór á
jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i
vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá mér
1978 árgerðina.”