Tíminn - 05.02.1978, Page 29
Sunnudagur 5. febrúar 1978
29
Herra Grainger var
um fertugt. Hann var
þrekinn á vöxt og höfuð-
stór, en lágvaxinn og
leggstuttur. Var búkur-
inn áberandi lengri en
fæturnir. Hárið var
þunnt og farið að grána,
og hann var með gráleitt
vangaskegg, en alrak-
aða höku. Hann var órór
og flöktandi i framkomu
og hljóp úr einu i annað i
samtali, eins og hann
gæti ekki haldið sama
þræðinum lengi.
Það kom þó fram i
viðtalinu, að hann hafði
misst konuna fyrir
tveimur árum, ög Linda
litla var einkadóttir
hans. Hann gat þess lika
að hin látna kona hans
hefði verið á sinn hátt
eins rólynd og kyrlát i
fasi og hann væri ör-
geðja og órór i fram-
komu. Þa var auðheyrt
á öllu, að hann saknaði
mjög konu sinnar. Hann
hafði reist fagra kirkju á
gröf hennar og var leg-
staðurinn undir altar-
inu.
Eftir lát konu sinnar
hafði hann verið á
stöðugu ferðalagi. Hann
gat hvergi skapað sér
varanlegt heimili, en
sigldi fram og aftur um
úthöfin á þessu skraut-
lega skipi.
í fyrstu bauð hann
mörgum gestum i þessi
ferðalög, en svo leiddist
honum samvistir við þá
og sagði lika, að þeir
hefðu verið heimskir og
ráðrikir og dauðans leið-
inlegir. (Berit hugsaði
með sjálfri sér, að ef til
vill hefði það verið ráð-
riki hans og sérvizka,
sem hefði rekið þá af
skipinu).
Auk skipshafnarinnar
voru nú aðeins með i
þessari för dóttir hans,
Linda og kennari henn-
ar, sem var alvarleg og
ströng kona.
Þegar Harry Grainger
i fyrra mánuði var
staddur i Manilla i
Filipseyjunum, las hann
frásögn frá eyjunni
Tongarewa. Höfundur
greinarinnar hafði lýst
eyjunni sem fegurstu og
afskekktustu eyju
heimsins. Harry
Grainger fékk þá
óstöðvandi löngun til að
kynnast þessari eyju,
enda var hún ekki svo
mjög langt úr leið, þvi
að áður hafði hann
ákveðið að leggja leið
sina til Callao i Perú.
Prestarnir buðu þess-
um gestum til miðdegis-
verðar. Þær Berit og
Matahiwa gerðu sitt til
þess, að miðdegisverð-
urinn yrði góður, en búr-
ið var þó yfirleitt fátækt
af dýrum réttum, en
þrátt fyrir það varð
maturinn ljúffengur og
snyrtilega fram borinn.
Undir borðum spurði
Árni Harry Grainger,
hvort hann þekkti
móðurbróður þeirra
systkina, Kristján Hei-
berg að nafni, væri hann
plantekrueigandi á
Hawaii.
„Hvort ég þekki
hann,” svaraði Harry
hrifinn og hávær. ,,Hann
er nágranni minn og
vinur, og betri drengur
finnst ekki á Kyrrahafs-
eyjunum. Marg oft hef
ég boðið honum i lang-
ferð með mér á „Sun-
beam” (það var nafn
skipsins), en þvi miður
hefur hann aldrei getað
komizt að heiman. Hann
hefur svo mikið um að
annast. Er herra
Heiberg virkilega
móðurbróðir ykkar? Já,
ég man það núna, að
hann hefur oft, nú hin
siðustu árin, rætt um
það, að hann ætti von á
norsku frændfólki sinu
til Hawaii. Það var ein-
kennilegt, að ég skyldi
hitta á ykkur hér. Hvað-
an úr veröldinni eruð þið
hingað komin?”
Árni varð að segja
honum ágrip af hinni
áralöngu ferðasögu
þeirra systkinanna. Það
tók sinn tima að segja
þessa ferðasögu, og Árni
var alls ekki öruggur
um, að herra Grainger
hlustaði á hann. Augu
hans voru flöktandi og
sjaldnast leit hann i þá
átt, sem Ámi var. Ef
hann greip fram i frá-
sögnina, þá snerti það
venjulega ekki sögu-
þráðinn, og sýndi það að
plantekrueigandinn var
ekki með hugann við
frásögn Áma, heldur að
hugsa um allt annað.
Á meðan Ámi sagði
sögu sina, hafði Linda
staðið upp frá borðinu og
farið fram i eldhús til
stúknanna.
Strax og Linda kom
upp á bryggjuna, hallaði
hún sér að Berit og tal-
aði mest við hana. Hún
vék ekki frá henni og
vildi helzt, að hún leiddi
hana sér við hlið.
Linda var sjaldgæft
barn. Falleg var hún og
barnsleg með löngu,
ljósu fléttumar, fölleitt
fagurskapað andlitið og
FÓRNÁRLAMB ELDSINS
Þessi stúlka lenti í eldsvoða. Þrátt fyrir ítrekaðar skurðaðgerðir hefur ekki tekist að
bæta skaðann til fulls. Slysinu hefði mátt forða ef reykskynjari eðaslökkvitæki hefði
verið við hendina.
1 Junior Chamber Reykjavík