Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 33
Sunnudagur S. febrúar 1978
liBÍS'IÍÍ
33
í sextíu ár
þannig helzt þetta við. Þannig
höfum viðtildæmisfengið nokkra
ágæta kvæðamenn inn i félagið,
nú alveg nýlega.
— Koma þá ekki lika ljóðelskir
menn inn i félagið, þótt þeir séu
hvorki tónhneigðir né heldur
raddmenn til kveðskapar?
— Jú, það er talsvert algengt.
Visnasafnarar eru til dæmis all-
tiðir gestir hjá okkur, enda vita
þeir, að þar er um auðugan garð
að gresja. Félagið á stórt safn
vlsna, svo að vafalaust nemur
tugum þúsunda, enda hefur verið
haldið til haga öllum visum, sem
orðið hafa til á fundum i þessi
fjörutiu og niu ár, sem félagið er
búið að starfa. Og safn okkar er
reyndar ekki einskorðað við þann
kveðskap sem orðið hefur til á
fundum okkar, heldur höfum við
leitað fanga viðar. Auk þess á svo
félagið stórt og merkilegt safn
rimnalaga.
— Viltu ekki kenna mér eina
góða visu, — þó ekki væri nema
eina, — en ég veit, að þú kannt
margar.
— Nei, belssaður vertu, ég
kann ekki margar visur. Ja, ef þú
vilt það endilega, þá get ég svo
sem kennt þér visu, sem góður
vinur minn orti um mig, þegar ég
var sextugur. Hún er svona:
Magnast þér elli, margt
er liðið,
mun þó óhögguð staðreynd sú:
í sextfu ár hefur Kölski
kviðið
að kæmi sú stund, er
birtistþú.
— Gerið þið ykkur ekki sitt-
hvað fleira til gamans á fund-
unum en að kveða kvæðalög og
yrkja visur?
— Jú, það er ýmislegt fleira
gert. Stundum er efnt til getrauna
um það, eftir hvern ljóð eru, og
getur verið gaman að spreyta sig
á þvi. Einu sin ni tók ég meö mér á
fund tuttugu ljóðabækur þekktra
höfunda, las siðan upp eina visu
úr hverri bók, og valdi þá auðvit-
að heldur þær sjaldgæfari.
Árangurinn varð miklu slakari en
ég hafði búizt við, þótt ég á hinn
bóginn gerði mér fiila grein fyrir
þvi, að visurnar, sem ég las væru
ekki á hvers manns vörum. Þó
var einn maður, sem skaraði
langt fram úr öðrum. Það var
Sveinbjörn Beinteinsson á Drag-
hálsi, enda er hann mjög fróður
um kveðskap og bókmenntir yfir-
leitt. Svlrhans i getrauninni voru
næstum öll rétt, en það var
merkíiega mikill munur á honum
og þeim næstu fyrir neðan hann.
— Tekur þú ekki þátt I þvi að
yrkja á fundunum?
— Það er litið— og ekki i frá-
sögur færandi.
— Viltu ekki kenna mér eins og
eina eða tvær, áður en við skilj-
um?
— Nei, ég held nú ekki! Þótt ég
hafi kannski einhvern tima hnoð-
að einhverju saman, þá. er það
ekki til þess að birta það i blöðum.
„Nú var þeirri þýzku
allri lokið...”
— Koma ekki stundum útlend-
ingar á fundi i Iðunni til þess að
hlusta á hina þjóðlegu tónlist
okkar tslendinga, kvæðalögin?
— Jú, það kemur oft fyrir. Og
nú er bezt að ég ljúki þessuspjalli
okkar með þvi að segja þér sak-
lausa gamansögu, sem ég er oft
búinn að brosa að.
Fyrir nokkrum árum kom góð-
vinur minn einn að máli við mig
og sagði mér þær fréttir, að það
hefðí verið kveðið skopkvæði um
mig i þýzka útvarpið, undir
islenzku rimnalagi. Mig grunaði
fljótt, hvernig i málinu myndi
liggja, en fór þó að leita mér
upplýsinga um, hvernig á þessu
gæti staðið. Og svörin létu ekki á
sérstanda. Allt á sér sinar orsak-
ir, og hér var orsökin þessi:
Kvæðamannafélagið Iðunn
hafði nýlega eignazt segulbands-
tæki. Bandið var vigt með þvi að
góður vinur minn og félagi i
Iðunni kvað inn á það magnaö
gri'nkvæði, sem hannhafði ortum
mig, og hann kvað af innlifun og
þrótti, eins og bezt gerist, þegar
höfundar flytja verk sin.
Svo geröist það einn sumardag,
að hingað kom þýzkur kven-
maður, sem hafði ferðazt um
hálfan hnöttinn eða meira og
kunni einhver ósköp af tónlist
hina ólikustu þjóðflokka i ýmsum
„GERI EKKI RÁÐ FYRIR AÐ
BLAÐAMENN DAGBLAÐS-
INS YNNU í VERKFALLI”
segir framkvæmdastjórinn, en
blaðið gæti hugsanalega komið út
heimshornum. En islenzk kvæða-
lög hafði hún aldrei heyrt. Hún
gekk nú á fund Sigurðar frá
Haukagili og baö hann fyrir hvern
mun að leyfa sér að koma á fund i
Kvæðamannafélaginu Iðunni, svo
hún gæti fengið aö heyra menn og
sjá þá kveða islenzk rimnalög. En
auðvitað voru ekki nein t<8c á þvi
að ná saman fundi, svona um
hásumariö, þegar menn voru
ýmist í sumarleyfi fjarri heim-
ilum sinum eða á annan hátt vant
við látnir. En til þess nú að gera
konunni einhverja úrlausn, lofaði
Sigurður henni að heyra kvæðið
um mig, það var eina efni þess-
arar tegundar, sem honum var
handbært á stundinni. En nú var
þeirriþýzku allri lokið. Hún heill-
aðist svo af þessum flutningi, að
hún linnti ekki látum, fyrr en Sig-
urður leyfði henni að hafa kveð-
skapinn með sér heim til Þýzka-
lands. Þarna var þá skýringin
komin, — eins og mig hafði
grunað. Auðvitað þurfti ég ekkert
að kvarta, þvi að kvæði vinar
mins um mig var allt hið prúð-
mannlegasta, þrátt fyrir glensið
og gamansemina. En reyndar
gerir það svo sem hvorki til né
frá, þvi ég býst varla við, að
þýzka konan sem varð sér úti um
þetta hér norður á Islandi, eða
þeir útlendingar sem heyrðu
kvæðiðkveðið með gömlu kvæða-
lagi i hina þýzku útvarpsstöð, hafi
skiliðmikið iislenzkunni, —og þó
allra sizt meiningarnar á bakviö
orðin!
—VS
Ritstjórn. skrifstofa og afgreiðsla
SJ — Kjaradeila blaðamanna og
útgefenda er óleyst og i dag lýkur
atkvæðagreiðslu um hvort stjórn
Blaðamannafélags Islands skuli
heimilt að boða verkfall. Eitt
dagblaðanna gæti þólögum sam-
kvæmt komið út þótt blaðamenn
færu i verkfall, en það er Dag-
blaðið, þar sem margir blaða-
mannanna þar eru hluthafar i út-
gáfufélagi blaðsins og eru þvi
ekki skyldugir til að fara i verk-
fall ásamt stéttarbræðrum sin-
um. Dagblaðið er hins vegar
prentað hjá Árvakri h.f., prent-
smiðju Morgunblaðsins, og trú-
legt er að Morgunblaðsmenn
yndu þvi illa að Dagblaðið yrði
unnið þar meðan sjálft Morgun-
blaðið kæmist ekki út vegna verk-
falls blaðamanna!
Sveinn Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri Dagblaðsins sagði
Timanum i gær að ekki hefði ver-
ið um það rætt innan blaðsins að
það kæmi út þrátt fyrir að blaða-
menn færu i verkfall og útgáfa
annarra dagblaða stöðvaðist. —
Ég geri ekki ráð fyrir þvi að
blaðamenn Dagblaðsins héldu á-
fram störfum meðan starfsbræð-
ur þeirra væru i verkfalli, sagði
Sveinn, — annars er bezt að
spyrja þá að þvi sjálfa.
CROWN
Okkar verð hagstæðast!
80.000 KR. ÓDÝRARA
en samsvarandi tæki á markaðinum
SHC-3250 - VERÐ 199.500
Magnari
6—IC, 33 transistorar
23. dióður, 70 wött.
útvarp
Örbylgja: FM88-108 megarið
Langbylgja: 150-300 kilórið
Miðbylgja: 520-1605 kilórið
Stuttbylgja: 6-18 megarið
Segulband
Iiraði: 4.75 cm/s
Tækniupplýsingar:
Tiðnisvörun venjulegrar kasettu
(snældu) er 40-8000 rið
Tiðnisvörun Cr 02 kasettu er 40-
12.000 rið
Tónflökt og -blakt (woW & flutter)
betra en 0.3% RMS
Timi hraðsþólunnar á 60 min. spólu
er 105 sek.
Upptökukerfi: AC bias, 4 rása
stereo
Af þurrkunarkerfi AC afþurrkun
Plötuspilari
Full stærð, allir hraðar, sjálfvirkur
eða handstýrður. Nákvæm
þyngdarstilling á þunga nálar á
plötu. Mótskautun miðflóttans sem
tryggir litið slit á nál og plötum á-
saml fullkominni upptöku.
Magnetiskur tónhaus.
Hátalarar
Bassahátalari 20 cm. af kon
iskrigerð. Mið- og hátiðnihá
talari 7.7 ,cm. af kóniskri gerð.
Tiðnisvið 40-20.000 rið
Aukahlutir
Tveir hátalarar
Tveir hljóðnemar
Ein Cr 02 kasetta
FM loftnet
Stuttbylgju loftnetsvir.
Við höfum nú se/t yfir 4.000 tæki af þessari gerð -
ef það eru ekki meðmæii - þá eru þau ekki tii
PANTIÐ STRAX
í DAG!
Afgreiðsla samdægurs!
26 AR í FARARBRODDI
búðin
á horni Skipho/ts og Nóatúns
Simi 29-800 5 iinur