Tíminn - 28.02.1978, Qupperneq 3

Tíminn - 28.02.1978, Qupperneq 3
Þri&judagur 28. febrúar 1978 3 „Fullyrðingar meirihluta stjórnar BSRB úr lausu lofti gripnar” - segir í tilkynningu f jármálaráðuneytisins Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi tilkynning frá Fjármála- ráðuneytinu: „Af hálfu meirihluta stjórnar BSRB hefur þvi verið haldið fram undanfarið, að fyrirhug- aðar ólögmætar verkfallsað- gerðir bandalagsins réttlætist af neyðarrétti. í ávarpi frá meiri- hluta stjórnar BSRB, sem dreift hefur verið, er þetta enduretkiö og ýmist talað um að „nauðvörn” eða „neyðarrétt- ur” réttlæti aðgerðirnar. I áður- nefndu ávarpi er talaö um „þann neyðarrétt sem viður- kenndur sé i lýðfrjálsum iönd- um”, án þess að haft sé fyrir þvi að skýra frekar þann grundvöll, sem meiri hluti stjórnar BSRB, fullyrðir að réttlæti gerðir sinar. Sú lagatúlkun sem þarna kemur fram, fær ekki staðizt. Þau skilyrði, sem almennt er viðurkennt að vera þurfi fyrir hendi svo neyðarvörn eða neyð- arrétti verði beitt eru hér ekki til staðar. Sjónarmið um neyö- arvörn og neyöarrétt byggjast fyrst og fremst á lögfestum reglum, en i löggjöfinni hafa slik sjónarmið einnig fengiö staðfestingu svo sem i 12. og 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skilyrði fyrir þvi aö neyöarvörn eða neyðarréttur geri verknað refsilausan, sem undir öllum venjulegum kring- umstæðum er réfsiverður, eru afar þröng. t kjarasamningi fjármálaráð- herra fyrir hönd rikissjóðs og BSRB frá 25. október 1977 eru á- kvæði um það, hvernig aðilar skuli bregðast viö, séu breyting- ar geröar á visitölugrundvelli samningsins. Samningurinn gerir ráð fyrir að hvor aðili geti krafist endurskoðunar á kaup- liðum samningsins. Um þetta eru nánari ákvæði i samningn- um. Samningurinn gerir þvi beinlinis ráð fyrir þvi að sú að- staða komi upp, sem nú liggur fyrir og hvernig viö skuli bregð- ast. Neyðarvörn eða neyöarrétti verður þvi a&eins beitt, að öðr- um úrræðum verði ekki viö komið vegna skyndilegrar neyðaraðstöðu. Jafnvel við slik- ar aðstæöur er heimildinni mjög þröngar skoröur settar. Með hliðsjón af framansög&u eru fullyrðingar meiri hluta stjórn- ar BSRB um að neyðarvörn og neyðarrétt réttlæti lögbrot þeirra úr lausu lofti gripnar. Fjármálaráðuneytið, 27. febr. 1978J:_______________________ Feluleikur á ísafirði — týndi maðurinn kominn fram- ESE — Maður sá er hvarf á tsa- firði 6. feb. sl., er nú fundinn. Mikil leit hefur verið gerð að manninum og auglýst eftir hon- um i fjölmiðlum. Maðurinn mun þjást af þunglyndi, og hefur horfið af og til á undanförnum ár- um. Að þessu sinni hafði hann falið sig i húsakynnum fyrirtækis eins á ísafirði og allan þann tima varö enginn var við hann. Maðurinn mun hafa búið sér svefnstað i fá- förnu skoti i fyrirtækinu og á næturnar notaði hann tækifærið og fékk sér i svanginn og notaði eldunaraðstöðu fyrirtækisins. Þegar maðurinn fannst hafði hann orðið eitthvað seinn fyrir og var i miðjum uppþvotti er komið var að honum. Maðurinn var ágætlega á sig kominn er hann fannst og virtist ekki hafa orðið meint af útilegunni. Rann- sókn komin á loka stig — í bilainn- flutningsmálinu Innflytjand- anum sleppt í síðustu viku SSt.— Eins og kunnugt er var Ás- geir Sigurðsson innflytjandi notaðra Mercedes Benz bifreiða látinn laus úr gæzluvarðhaldi I siðustu viku, þar sem nú hillir undir að rannsókn þessa máls ljúki senn og þvi ekki ástæða til að hafa gæzluvarðhaldsvistina lengri. Vegna þessa máls hafði Asgeir setið i gæzluvarðhaldi frá þvi um jól og um tima einnig að- stoðarmaður hans við innfluting- inn, bifreiðaeftirlitsmaöur i Hafnarfirði en hann var látinn laus um miöjan janúar. Að sögn Hallvarðs Einvarðs- sonar hjá Rannsóknarlögreglu rikisins mun enn eftir nokkur vinna við rannsókn málsins. Gat hann ekki sagt til um hvenær henni lyki aö svo stöddu. Að rann- sókn lokinni yröi máliö afhent rikissaksóknara sem ákvæði frekari málsmeöferð sagði Hall- varður Einvarðsson að lokum. Söngvar og upplestur Þegar ljósmyndasýningunni „Ljós” lýkur að Kjarvalsstöðum i kvöld kl. 21.30, verður flutt þar dagskrá i tali og tónum eftir Sveinbjörn J. Baldvinsson, sem nefnist „Heimurinn heima” og fjallar um heim barnsins. Flytjendur auk höfundar eru Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona og Kolbeinn Bjarnason. Sveinbjörn hefur sent frá sér eina ljóðabók, „1 skugga manns- ins”, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu haustið 1976. Hann stundar nú nám i bókmenntum við Háskóla Islands. Þess má geta að þremenn- ingarnir fluttu þessa dagskrá á „Góuvöku” Menntaskólans við Sund sl. fimmtudagskvöld, við mjög góðar undirtektir. Ungur drengur beið bana í snjóskriðu á Súgandafirði ESE — Síðastliðinn föstudag fórst 8 ára gamall drengur i snjóskriðu i fjallinu fyrir ofan Suðureyri i Súgandafirði. Hann hét Egill Traustason og var hann,er slysið varð, á ferö með félaga sinum, Ingvari Sigurðssyni, 10 ára. Drengirnir höfðu verið að klifra i fjallinu er snjóhengja brast undan þeim. Grófust þeir undir snjónum, og þegar tekizt hafði að losa þá var Eg- ill heitinn látinn. Félagi hans var mikið slasa&ur, m.a. lær- brotinn^en er þó úr lifshættu. Prófkjör Framsóknarmanna á Egilsstööum: Magnús Einars- son efstur JS — Svo sem kunnugt er fór um helgina 11.-12. febrúar sl. fram prófkjör meðal Framsóknar- manna á Egilsstöðum vegna sveitarstjórnarkosninganna i vor. Úrslit prófkjörsins urðu þessi: Magnús Einarsson bankastjóri hlaut 104 atkvæði i 1. sætið 18 at- kv. i2. sætið 11 atkv. i 3. sæti, 3 i 4. sætið og 5 i 5. sætið. Næstefstur varð Sveinn Herjólfsson kennari með 12 at- kvæði i 1. sætið 53 atkvæði i 2. sætið, 25 atkvæði i 3. sæti 37 i 4. sætið og 14 i 5. sætið. Þriðji varð Benedikt Vilhjálms- son radióvirki en hann hlaut 11 at- kvæði i 1. sæti 35 atkvæði i 2. sætið 55 atkvæði i 3. sæti 28 i 4. sætið og 12 I 5. sætið. Fjórði varð Þórhallur Eyjólfs- son húsasmiðameistari. Hann hlaut 7 atkvæði i 1. sæti 31 atkvæði i 2. sætið, 42 atkvæöi i 3. sæti 49 i 4. sætið og 11 i 5. sæti. Fimmta sætið hlaut Friðrik Ingvarsson bóndi með 7 atkvæði i 1. sæti 4 atkvæði i 2. sætiö, 8 at- kvæði i 3. sæti, 24 atkvæði i 4. sæti og 94 i 5. sæti. Niðurstöður prófkjörsins verða lagðar fyrir uppstillingarnefnc^ sem gengur endanlega frá fram- boði Framsóknarmanna á Egils- stöðum. N orður-Þingey- ingar vilja átak í atvinnumálum Um all langt árabil hefur byggðin i Norður-Þingeyjarsýslu átt I vök að verjast. Bæði hefur stjálbýli verið mikið og atvinnu- tækifæri ekki nægilega mörg og stöðug svo að i sýslunni hefur orðið fólksfækkun. 1 júni 1975 voru lögð fram af hálfu Framkvæmdastofnunar rlkisins byggöaþróunaráætlun Norður-Þingeyjarsýslu en hún er þó aðeins úttekt á atvinnuástandi og hugsanlegum leiðum til fram- vindu i atvinnumálum sýslunnar. Ekkert hefur verið gert til að hrinda i framkvæmd áætlun þess- ari svo að hún er enn sem komið er aðeins pappirsplagg. Með áætluninni var þó viðurkenndur af opinberri hálfu sá mikli vandi sem Norður-Þingeyingum er á höndum. Skömmu eftir útgáfu byggða- þróunar áætlunarinnar fundust hins vegar auðug rækjumið á öxarfirði en þá brá svo viö að all- ur sá vandi sem byggðaþróunar- áætlunin lýsti var gleymdur og sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði veiðileyfum til skipa úr öðrum sýslum. Af þessu tilefni gerði sýslunefnd Norður-Þingeyjar- sýslu svohljóðandi ályktun á siðasta fundi sinum: „Aðalfundur sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu.haldinn á Kópaskeri lýsir fullum stuðningi sinum við kröfu ibúa við öxar- fjörð um algjöran forgang þeirra til nýtingar rækjumiðanna I firðinum og skorar hún á sjávarútvegsráðuneytið að verða við eðlilegum og sjálfsögðum kröfum þeirra til sama réttar og viðurkenndur hefur verið alis staðar, þar sem rækjuveiðar eru stundaðar innfjarðar við landið.” Litlar breytingar á kjörum BSBB félaga samkvæmt úrskurði kjaranefndar JB — Föstudaginn 24. febrúar sl. birti kjaranefnd úrskurð sinn um sérkjarasamninga rikis- starfsmannafélaga I Bandalagi starfsmanna rikis og bæjar. Eftir þvi sem fram kemur I úr- skurði nefndarinnar, er ekki um miklar breytingar að ræöa frá þvi samningar voru undirritaðir þ. 25. október sl., þó munu nokk- ur félög fá einhverjar breyting- ar. Það eru fjórtárv aðildarfélög innan BSRB sem voru stefn- endur i málinu og féll dómurinn gegn fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóös annars vegar og gegn borgarstjóra fyrir hönd Reykjavikurborgar hins vegar. Voru það eftirtalin félög: Starfsmannafélag Sjúkrasam- lags Reykjavikur, Tollvarða- félag Islands, Hjúkrunarfélag Islands, Ljósmæðrafélag Is- lands, Félag flugmálastarfs- manna rikisins, Starfsmanna- félag rikisstofnana, Samband Is- lenzkra barnakennara, Lands- samband framhaldsskólakenn- ara, Félag forstjóra Pósts og sima, Félag islenzkra sima- manna, Landssamband lög- reglumanna, Starfsmannafélag rikisútvarpsins, Starfsmanna- félag Sjónvarpsins og Póst- mannafélag íslands. Af þessum félögum voru það aöeins þrjú sem fengu breytingu á sinum kjörum samkvæmt úr- skurði kjaranefndar, en þaö eru Hjúkrunarfélag lslands, Lands- samband lögreglumanna og Póstmannafélag Islands og var sú breyting einkum fólgin I færslu milli launaflokka.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.