Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 1
Lltil Stulka að l6Ík... — í Hveradölum Þessi unga stúlka, sem var aö byggja sér lltiö snjóhús uppi I Hveradöium I gærkvöldi, var ekki aö láta beztu sklöagöngumenn isiands raska ró sinni viö framkvæmdirnar, þótt aö þeir færu á fleygiferö fram hjá henni. Róbert, ljósmyndari Timans, tók þessa skemmtilegu mynd af stúlkunni, en f baksýn sjást nokkrir af keppendum 115 km sklöagöngu Skiöamóts isiands sem hófst I gær. Sjá nánari fréttir af göng- íunni á bis. 17. Hitabreytingar í sjó fyrir Vesturlandi GV — A iskortum frá Bandarikj- unum sést að isbrúnin hefur verið langt undan Vestfjöröum i vetur, og er þaö i samræmi viö okkar mælingar. i febrúar þegar viö vorum viö rannsóknir á r/s Bjarna Sæmundssyni var lengra i isinn út af Vestfjörðum en veriö hefur og þaö er viöbúiö, ef hlýi At- lantshafssjórinn kemst norður fyrir landið i rikara mæli, aö lifs- skilyröin þar fari batnandi, sagöi Svend-Aage Malmberg haf- fræðingur i viðtali viö Timann i gær. Hafrannsóknastofnunin hóf rannsóknir á hafstraumum á þessusvæöi árið 1965, og næstu ár þar á eftir var sjórinn fyrir Noröurlandi svalari en hann hafði verið áöur og hefur hafiö ekki náö sama hitastigi aftur. Hitastig i sjó á svæðinu allt noröur um til Jan Mayen og und- ir Vestur-Grænlandi fór þá lækkandi og gjörbreytti þaö t.d. sildargöngum, eins og frægt er oröið. — En hvort þessar breytingar á hitastigi i sjó fyrir Vesturlandi benda til þess, aö sjórinn fyrir Norðurlandi fari hlýnandi, er erfitt að segja fyrir um á þessu stigi. A Vestfjarða- svæöinu mætast hlýir hafstraum- ar aö sunnan og kaldir aö noröan og er þetta mjög breytilegt og sviptingasamt svæöi, og tel ég mig þvi ekki geta fullyrt aö þetta sé neitt óvenjulegt. Hafrann- sóknastofnunin fylgist reglubund- ið meö ástandi sjávar á islenzk- um hafsvæöum, og þvi kemur eitthvað meira i ljós i vor hvaö þetta varöar, sagði Svend aö lok- um. Útaf sunnanveröum Vestfjörö- um var nú mun hlýrra en venju- legt er á þessum tima árs, og veldur þaö þvi aö sú smáloöna, sem er á þessum slóöum, heldur sig noröar og utar en hún geröi i fyrra, sagði Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræöingur i viötali viö Timann, og bætti þvi viö, að sér virtist aö salt og annað ástand i sjónum bendi til þess aö þessu kalda timabiii i sjó fyrir noröan landiö sé ekki lokiö, þó að ástand- iö sé nú betra en það var. Gamlar fiskislóðir að lifna eftir mikla ördeyðu? Vonir um vaxandi fiskgengd í Húnaflóa — Viö hér erum þeirrar skoöunar, aö lifsskilyrðin i Húnaflóa hafi breytzt til hins betra, og þess vegna sé fiskur tekinn aö ganga á ný á gamiar slóöir, auk þess sem meiri friöun úti fyrir er okkur hagstæö, sagöi Jón Alfreösson kaupfélagsstjóri, fréttaritari Timans á Hólmavik. Hér var dauöur sjór á annan tug ára, og viö urðum ekki varir viö annað en rækju og hrognkelsi — og svo marhnút. Ariö 1976 fór fyrst aö votta fyrir seiöum i rækjuvörpun- um, og þá um haustið varö seiöa- gengdin nokkurt vandamál viö rækjuveiöarnar. t fyrravetur geröist þaö svo, aö bátar fengu reytingsafia af og til, og siöast liöiö haust tók aö veiöast þroskur i net i mynni Steingrimsfjaröar. Jón Alfreösson sagði, að ekki væri vitaö, hvernig horföi um fiskigöngur nú i vestanverðum Húnaflóa, þar eö allir bátar væru á rækjuveiðum og myndu senni- lega verða þaö fram i miöjan aprilmánuð, þar eö Strandamenn eiga enn óveiddan um fimmtung þess, sem þeim var skammtað. — En ég frétti það héöan austan yfir flóa, aö þar hafi nokkrir bát- ar fengiö viöhlitandi afla, og þeg- ar lengra kemur austur meö Noröurlandi heyrir maöur, aö þar fáist góöur afli af vænsta þorski skammt undan landi, þegar gæft- ir eru. Viö gerum okkur vonir um, aö Húnaflói veröi aftur sú fiskislóð, sem hann var hér á árum áöur. F'ramhald á bls. 23 „Reiknum með lélegustu þorsk- vertíð suðvestanlands til þessa” segir Sigfús Schopka fiskifræðingur GV — Ekki er gott útlit með þorskvertiöina. Hrygningastofn- inn er i þaö mikilli iægö, aö viö reiknum meö lélegustu vertið sem komið hefur hér suövestan- lands. Og viö eigum ekki von á páskahrotu, sagöi Sigfús Schopka i viðtali við Timann i gær. Sigfús sagði, að fyrr á árum heföu göngur frá Grænlandi oft hjálpað upp á þorskveiðarnar hér, en þorskstofninn þar heföi nú einnig minnkaö ár frá ári, bæði vegna ofveiöi og einnig samfara lækkandi hitastigi sjávar upp úr 1965. Klakiö viö Vestur Grænland mislukkaöist af þessum sökum. A árunum 1955-65 hefði veiöi við Vestur-Grænland numiö 400-450 þús. lestum, en er veiku ár- gangarnir uxu upp fór veiðin snarminnkandi. Nú er leyfilegur þorskveiðikvóti viö Vestur-Græn- Framhald á bls. 23 Bankastjórar Búnaðarbankans: Vilja ekki flana að neinu Bankastjórar BUnaðarbank- ans hafa lýst þeirri skoðun sinni, aö ekki „megi flana aö neinu” i sambandi viö samein- ingu rikisbanka, eins og Bún- aöarbankans og Útvegsbank- ans. Þetta kemur fram I svari þeirra til fjárhagsnefndar efri deildar, en hún hafði óskað eftir áliti þeirra á bankamálafrum- varpi rikisstjórnarinnar og ennfremur ,,leitaö eftir ábend- ingum, sem gætu stuðlað að sameiningu og/eöa aukinni samvinnu rikisbankanna, með þvi aö auka hagkvæmni i rekstri þeirra.” Bankastjórarnir, sem undir- rita svarbréfið til fjárhags- nefndár, Magnús Jónsson og Þórhallur Tryggvason, svara þessu allitarlega og birtist þessi kafli úr bréfi þeirra á siöu 10. Olafur Jóhannesson: Persónulega sam- þykkur sameiningu • en má ekki tefja nauðsynlegar úrbætur á málum viðskiptabankanna • Ekki nægur hljómgrunnur KEJ — „Persónulega hef ég verið fylgjandi sameiningu banka, eins og skýrt kom fram i framsöguræðu minni fyr- ir stjórnarfrumvarpi um viöskiptabanka rikisins. 1 þessufrumvarpier þó ekki gert ráö fyrir sameiningu banka, enda er þaö flókiö og yfirgrips- mikið mál og má aö minu mati ekki hindra eöa tefja æskilega og nauðsynlegar endurbætur á málum viðskiptabanka rikis- ins,” sagði Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráð- herra i samtali viö Timann i tilefni af yfirlýsingum banka- stjóra Seölabankans um aö þeir væru hlynntir sameiningu (Jtvegs- og Búnaðarbankans. Sagði Ólafur Jóhannesson, að álit bankastjóra Seðlabankans vægi þungt i þessu máli, en þaö breytti ekki þvi að sameining viöskiptabanka væri ekkert ein- Framhald á bis. 23 Frá aðalfundi Samvinnubankans — Erlendur Einarsson, formaöur bankaráðs i ræðustóli, en viö borðið, talið frá vinstri: Kristieifur Jónsson bankastjóri, Vilhjálmur Jónsson, Hjörtur Hjartar og Ragnar Jónsson, sem var fundarstjóri. Aðalfundur Samvinnubankans: Heildarveltan 150 milljarðar Aöalfundur Samvinnubankans var haldinn a laugardaginn var. Þar kom fram, að hlutfallsleg aukning innlána var önnur hin mesta, sem verið hefur I fimmtán ára sögu hans. Heildarveltan nam 150 milljörð- um króna og hafði aukizt um 37,2%. Alls starfrækir Samvinnu- bankinn ellefu útibú úti á landi og tvö i Reykjavik. Þar aö auki eru umboðsskrifstofur á 1977 Stöðvarfirði og i Króksfjarðar- nesi. Heildarinnlán námu i lok árs 1977 4.630 milljónum króna og höföu aukizt um 48,8%, en útlán 5.503 milljónum, og haföi almenn útlánaaukning oröið 33,4% að frátöldum endurkaup- um Seölabankans. 1 árslok átti bankinn 345 milljónir inni i Seölabankanum á viðskiptareikningi, og alls hafði lausafjárstaðan bataaö um 587 milljónir. Sjábls.8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.