Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. marz 1978.
15
Magntis Tómasson mýndlistar-naður og smámumir hans,
„Minnismerki um óþekktu hænuna”. Timamynd: Gunnar.
Myndin hér að ofan er frá sýningu, sem nú stendur yfir I Norrsna hús-
inu og minnzt hefur verið á hér I blaðinu áöur, „Börnin og umhverfið.”
Er á þessari sýningu leitazt við að kynna I máli og myndum, hvernig
ytra og innra skipulag borga og hfbýla manna þarf að miðast við
yngstu kynslóöina. Sýningin er hingað komin frá Neytendaráöinu f
Noregiígegnum Kvenfélagasamband Isiands og mun hún fara vítt um
landiö. Fóstrufélag Islands sýnir um leið ýmsar geröir leikfanga og
litið brúðuleikhús er á staönum. Foreldrar vita þvi ekkert af börnum
sinum á meöan þeir skoða sýninguna, en hún veröur opin fram á annan
dag páska, alla daga nema föstudaginn ianga og páskadag, frá 14-19.
Timamynd: Gunnar
Kjarvalsstaðir:
Smá sýning á
smámunum
Magnúsar
Tómassonar
FI — Magnús Tómasson mynd-
listarmaöui' hefur nú til sýnis á
Kjarvalsstöðum ýmsa smámuni,
„objects”, sem gerðir eruá árun-
um 1967 —72ogkennir þar ýmissa
grasa. Sumir hinna eidri eru
skissur að stærri verkum, en þá
yngri hefur hann kaliað Visual
Poetry eða sýniljóð.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur segir i sýningarskrá, að að-
ferðir Magnúsar byggist i höfuð-
atriðum á samtafli ólikra atriða,
breytingu á náttúru hluta eða þá
útleggingum á viðteknum skoð-
unum eða menningararfleifð,
þ.á.m. sögum og ævintýrum.
„Litla gula hænan verður þátt-
takandi i ljóðrænu drama og
niðursuðudósir neyzlumenningar
innihalda hin furðulegustu fyrir-
bæri.”
Vötn á Arnar-
vatnsheiði
boðin til leigu
Veiðifélag Arnarvatnsheiðar
býður nú til leigu vötnin Borgar-
fjarðarmegin á heiðinni auk
nokkurra vatna á Tvidægru.
Veiðifélag Borgfirðinga á Arnar-
vatnsheiði var stofnað 1976, en
fyrr hefur ekki verið veiðifélag
um þetta mesta vatnaávæði
landsins. Aðild að veiðifélaginu
eiga bændur á liðlega 60 jörðum i
Hálsahreppi, Hvitársiðu og Reyk-
holtshreppi. Nær félagið til um 30
vatna og vatnahverfa á Arnar-
vatnsheiði, svo og til fiskigengra
áa og lækja, sem i vötnin falla eða
tengja þau saman.
Verkefni hins nýja félags er að
viðhalda góðri fiskigengd á fé-
lagssvæðinu og ráðstafa veiði á
þann hátt sem hagkvæmast þykir
hverju sinni. A siðasta sumri
starfaði gæzlumaöur við vötnin
og var haft strangt eftirlit með
allri umferð um heiðina, en til
þess tima hafði veiði þar verið
nær eftirlitslaus.
Vötnin sem veiðiféiagið hefur
yfirráð yfir verða leigð ti) stang-
veiði eingöngu, og áskilur veiðifé-
lagið sér rétt til að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum. Til-
boðum um leigu fyrrnefndra
vatna skal senda Pétri Jónssyni,
bónda i Geirshlið i Borgarfiröi,
formanni veiðifélagsins. Aörir i
stjórn félagsins eru Guðmundur
Kristjánsson, Grimsstöðum,
Snorri Jóhannesson, Augastöð-
um,’ Magnús Sigurðsson, Gils-
bakka og ólafur Kristófersson,
Kalmanstungu.
[aStslataEtalalaBIalaBEIalalalsIatglsIalEÍIsIalalsIsIalsIa
polyvlies
ODYR
GÓLFDÚKUR
Verð pr. ferm.:
1507, 1650, 1872 og 2248
SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR
SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRA ARMULA29