Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 13
Miövikudagur 22. marz 1978. 13 Tilbrigði á píanó A áttundu tónleikum Tónlist- arfélagsins lék Ursula Ingólfs- son Fassbind á pianó fjögur til- brigöi: Goldberg-tilbrigöin eftir J.S. Bach (1685-1750) Tilbrigöi um lagið A,b,c,di eftir W.A. Mozart (1756-1791) Tilbrigði op.27 eftir A.Webern (1883-1945) Tilbrigði um „Weinen, Klagen, Sorgen.zagen” Bachs, eftir Franz Liszt (1811-1886). Úrsula Ingólfsson Fassbind er af svissnesku bergi brotin (segir i tónleikaskránni), en fluttist hingað árið 1973 með islenzkum eiginmanni sinum. Hún kennir við Tónlistarskólann i Reykja- vik, og hefur „oft leikið með Sinfóniuhljómsveit íslands, komið fram i útvarpi bæði sem tónflytjandi og höfundur erinda um tónverk,og á Listahátið 1976 lék hún með fiðluleikaranum Rudolf Bamert við mjög góðar viðtökur”. Undirritaður var einmitt á siðastnefndu tónleik- unum, sem uröu minnisstæðir af ýmsum ástæðum: Þeir voru haldnir kl. 10 aö morgni að Kjarvalsstöðum fyrir hálfu húsi harðsnúinna tónlistarunnenda og útsendara dagblaðanna, en jafnframt voru þeir óvenjulega „menningarlegir” og þokkafull- ir, ekki hvað sizt af listahátið að vera. Þaö var raunar þvi likast, sem vér hyrfum 60 ár aftur i timann, til „veraldarsem var”, þvi þarna léku höfðinglegir og „kúlitiveraðir” listamenn af mikilli alvöru og kunnáttu. Og nú heyrði ég Úrsúlu Ingólfsson Fassbind ööru sinni, með afarstóra og viðamikla efnisskrá. Lunginn var að sjálf- sögðu Goldberg-tilbrigði Bachs, en með þau gerði listakonan byltingarkennda tilraun, sem sumir telja vera hanzka i andlit gagnrýnenda: hún sleppti fimm af 30 tilbrigðum! Um þetta segir listakonan sjálf I tónleikaskrá: „Áf eftirtöldum ástæðum tók ég þá ákvörðun að stytta Goldberg-tilbrigðin á þessum tónleikum i 25 þætti: hér er um feiknalangt verk að ræöa, hálfrar annarrar stundar langt i flutningi, og þolir þvi varla samfylgd annarra verka. Þaö er hins vegar ósk min aö leiöa þennan stórbrotna einfara tónbókmenntanna inn i sam- félag annarra verka. Frá sjón- armiði efnisskrárgerðar séð er hér þvi um tilraun að ræða. Sú staðreynd virðist mér þó máls- bót, að Bach skrifaöi þetta verk „til þess að Goldberg gæti leikið úr þvi nokkur tilbrigði húsbónda sinum til hughreystingar”. Ég vona að geta á þennan hátt gert þetta fágæta verk áheyrendum hugstæðara. Efasemdum fræði- manna get ég ekki eytt. Niður- skipun efnisins er tilraun, en þar hef ég fyrst og fremst i huga þann hlustanda sem leitar end» urnæringar og ánægju i tónlist- inni”. En lesendum til upprifj- unar sakar ekki að geta þess, að Goldberg var hús-hljómlistar- maður hjá gamla Keyserling greifa, sem stundum átti erfitt með svefn um nætur, og fyrir hann skrifaði Bach þessi til- brigði, svo Goldberg gæti leikið úr þeim kafla og kafla til að stytta gamla manninum and- vökustundirnar. Brysti mig ekki bæöi kunnáttu og tima mundi ég vilja skrifa opnu um það efni, hvort leyfi- legt sé (a) að sleppa svo miklu sem einni perlu úr festi Gold- berg-tilbrigðanna, og (b) hvort Abc og önnur smærri verk megi heyrast á tónleikum með þeim. En í stuttu máli er ég algerlega sammála pianistanum um þaö, að tilbrigðin myndi i rauninni ekki eina heild, og þvi megi stytta þau, eða velja úr þeim, að vild. Þau eru likust malajiskum málsverði sem ég einu sinni tók i Hollandi. Hann var 36-rétta, og hinir 36 réttir voru tengdir af einni hugsun - þeirri.að brenna tunguna hverju sinni með nýju æðisgengnu kryddi. Eftir hvern rétt hékk tungan lömuð og ör- magna i munnvikinu deyfö af eldslogum kryddsins, en næsti réttur fór ævinlega brennandi báli, um nýja taug hins hrjáða likamshluta. Nú eru tveir til: að kryddtegundir. Malasiumanna séu I rauninni færri en 36, og kúnstin sé fólgin I hárnákvæmri upprööum réttanna, eða að röð þeirra skipti i rauninni engu máli, og hrif kryddtegundanna séuóháðröðinni. Éghefi í seinni tið hallazt að siðari skoöuninni, oghana vil ég leyfa méraðyfir- færa á Goldberg-tilbrigðin, sem að lengd og fjölda minna á malajiska máltið -- að hver rétt- ur sé ævintýri útaf fyrir sig, án nauðsynlegs sambands við rétt- ina á undan og eftir. En um slð- ara atriðið, hvort Abc og önnur minni háttar tilbrigði megi heyrast á tónleikum með Gold- berg-tilbrigðunum, vitnum vér i Maóformann: „Aðlofa hundrað blómum að spretta og hundrað hugmyndastefnum aö keppa úrsúla Ingólfsson Fassbind. hefur þann tilgang að stuðla að framförum f visindum og listum og blómgun sósíaliskrar menn- ingar i landi voru . Mismunandi form og stilar i listum eiga að þróast hömlulaust og mismun- andi stefnur i visindum eiga að keppa i frjálsri samkeppni”. Það, aö banna önnur verk með Goldberg tilbrigðunum, væri rangt, þvi Maó segir: „Vér álit- um þaö skaölegt fyrir vöxt og tilgang lista og visinda að beita stjórnaraðgerðum til þess að mæla fyrir um einn ákveðinn söl i listum eða stefnu I hugsun, en bannfæra aöra stila og stefnur”. Að vorum dómi sýndi Úrsúla Ingólfsson ástæðulausa of- dirfsku með þvi að leika Gold- berg-tilbrigðin nótnalaust.-- En litið maður málið sömu augum ogeinn af heimspekingum Þjóð- verja aö hvern mann skuli dæma eftir þvi sem hann gerir bezt þá var þetta glæsilegur og þokkafullur flutningur á afar erfiðu verki. Hvað skal um hin tilbrigðin segja? Þau spanna um aldur og stil marga heima, og ekki var annað að sjá enúrsúla hefði það tónlist allt á valdi sinu. Tilbrigði Webers óp. 27 voru langstytzta verkið á tónleikunum - i stað þess að „velta málinu fýrir sér frá öllum hliðum” leitaðist hann við að ná kjarnanum i örstuttu máli, meitluðum og hreinum. Enda stimpluðu nasistar hann „úrkynjaðan listamann”, og sitt einasta frægðaraugnablik i lif- inu hlaut hann á banastundinni, þegar byssuglaður ameriskur hermaður skaut hann i striðslok i Vinarborg. 19.3.Sigurður Steinþórsson. er ekkí fyllilega ánægð með litina í t blaupunkt geturðu skilað tækinu aftur! Viö erum sannfæröir um yfirburöi litasjónvarpstækjanna frá Blaupunkt. Tæknilega fullkominn búnaður þeirra og frábær hönnun tryggir viöskiptavinum okkar góö kaup. Þess vegna máttu skila Blaupunkt litasjónvarpstækinu aftur að viku liöinni, ef þiö eruð ekki fyllilega ánægö með kaupin. Hvað gerir BLAUPUNKT litasjónvörp áhugaverðari en önnur fullkomin tæki? 1. Ekkert, en litasjónvörp Blaupunkt eru í hæsta gæðaflokki. 2. Myndlampinn. Blaupunkt notar aðeins amerískan RCA myndlampa í tæki sín. 3. Skilarétturinn. Ef þér líka ekki litirnir, máttu skila tækinu aö viku liðinni. Gunnar Ásgeirsson h.f. endur- greiöir fúslega kaupverð tækisins. 4. Ábyrgðin. Vegna reynslu okkar af Blaupunkt vörum hérlendis er ábyrgö okkar á myndlampanum 3 ár. 5. Verðið. Hagstæðir samningar, sem m.a. byggjast á vinsældum Blaupunkt meöal íslenskra sjónvarpseigenda, gera okkur nú kleift að bjóða þér litasjónvarps- tæki á betra verði en nokkru sinni áður. Skoðaðu önnur tæki, en komdu svo og fáðu þér Blaupunkt litasjónvarp! Blaupunkt geturðu skilað aftur að viku liðinni ef fjölskyldan er ekki fyllilega ánægð! Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, simi 91-35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.