Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 12
12 Ll'Jllliíltlillt! Mi&vikudagur 22. marz 1978. Myndlist á f östu og páskum A pálm asunnudag opnar Jakob Hafstein málverkasýn- ingu i félagsheimilinu Festi i Grindavik, en sýningin mun standa framyfir páska, nánar til tekiö lýkur henni klukkan 22.00 á annan dag páska. Jakob Hafstein sýnir aö þessu sinni 47 myndir, 20 oliumálverk, 16 vatnslitamyndir, en af- gangurinn er pastelmyndir og tússmyndir, en mótivin eru frá tslandi og Mallorca, mest- megnis landslag. Um Jakob Hafstein þarf ekki að fjölyrða til kynningar. Hann er stórfrægur maður i myndlist- inni, og þá einkum fyrir það að hann varð hér á árunum til þess að til friðslita kom milli félags- bundinna myndlistarmanna og Reykjavikurborgar Utaf Kjar- valsstöðum — en sættir náðust um siðir og Jakob Hafstein var kominn á vergang með myndirnar sinar, og hefur siðan verið fremur hljótt um mynd- listarstörf hans og málverk. Hann fær ekki inni i sýningar- sölun heimabæjar sins, þótt vafasamar sýningar séu nú haldnar þar, ef gæðin eiga á- vallt að sitja i fyrirrúmi, en nóg um það. Sýning skoðuð á Kirkjusandi A dögunum kom Jakob Haf- stein að máli við undirritaðan og kvaðst ætla að halda sýningu i Grindavik, en þar er ágæt að- staöa til myndlistarsýninga i félagsheimilinu Festi, sem er Höröur Agústsson opnaöi sýningu á nýjum opnunartíma. mjög vel búið til allra hluta. Kvaðst Jakob vera búinn að ganga frá myndunum til suður- reiðar, og bauð mér að skoða, sem ég að sjálfsögðu þáði með þökkum, þvi það er orðið æði Íangt siðan stór sýning á mynd- um Jakobshefur verið i Reykja- vik. bað varð úr einn morguninn, þegar vor var i lofti, að við héld- um inn á Kirkjusand til þess að skoða sýninguna, en þar voru staflar af fullgerðum myndum. Fyrirferðarmest eru oliumál- verkin, sem eru 20 að tölu. Jakob heldur sig þar við sin fyrri viðfangsefni, Snæfells- jökul, úr Staðarsveit, gæsir við Fróðárvaðal, Herðubreið, sumarmorgun i Ásbyrgi. Þessar myndir lýsa ást á landinu, en oliumálverkin eru þó ekki sterkasta hlið Jakobs Hafsteins sem málara. Þó eru þarna athy glisveröar smá- myndir, málaðar með spaða. Þar koma fram sterkari tök en i Jakob Hafstein stóru myndunum. Blómamynd- ir eru sér á parti. Þá eru á sýningunni 16 vatns- litamyndir og nokkrar pastel- myndir, og eru sumar þeirra furðu góðar innan síns ramma. bað er ánægjulegt að geta skýrt frá framförum manna og það gerum viö hiklaust hér. A sýningu, sem Jakob Haf- stein hélt i Bogasalnum fyrir nokkrum árum, voru m.a. nokkrar vatnslitamyndir, sem báru af öðruá þeirri sýningu að voru mati, og það gera vatns- litamyndirnar einnig nú að vorri hyggju. Vil ég sérstaklega tilnefna þessi verk: 20. Viö Fróðárvaöal 23. Jónsmessunótt við Laxárós 31.Hrafnabjörg 38. A Holtavörðuheiði 39. Fuglar i fjörunni 40. Dimmuborgir 41. Septembersól, og að lokum Rauð blóm no. 47. Þessi verk eru þau beztu, sem sézt hafa eftir Jakob Hafstein i seinni tið. Jakob Hafstein er kannski ekki í hópi stórmálara þessarar þjóðar, en ást hans á landinu, ásamt hæfileikum og einhverju myndlistarnámi, hafa skilað honum á rekspöl. Við skynjum djúpa tilfinningu og viröingu fyrir eldri kynslóðum málara, sem máluðu ættjarðaróö, fjöll og dali, læki og fossa þessa lands, sem þeir elskuðu heitar en nokkuð annaö. Ef til vill hefði Jakob ekki átt svona örðugt uppdráttar, svona hrikalega sambúð við hin myndlistarlegu yfirvöld lands- ins, ef hann heföi lagt annars konar myndlist fyrir sig, en hann er þó a.m.k. hreinn og beinn og fer sinu fram, — hvaö sem hver segir. Galleri Sólon Islandus Frá þvi hefur veriö skýrt i fjölmiðlum að Galleri Sólon Is- landus sé búið aö loka, en það Fyllingarefni Húsbyggjendur Verktakar Húseigendur Höfum til afgreiðslu alla virka daga fyrsta flokks sjávarefni til fyllingar i grunna, brautir og skurði, bæði harpað og óharpað. Efnið er ófrosið, hreint og þjöppunareiginleikar hinir ákjósanlegustu. Efnið, sem engan svíkur BJÖRGUN H/F Sævarhöfða 13, simi 81833. Gallerl Sólon Islandus. hafði húsnæði á leigu i Aðal- stræti, þar sem áður var Langi- bar en svo nefnist steinbygging við hliðina á Fjalakettinum. Galleriinu var lokað vegna þess aðeigendurhækkuðu leiguna úr kr. 50.000 i kr. 100.000. Það er í sjálfu sér hryggilegt að þetta skyldi þurfa að fara svona, að ekki skuli vera unnt að standa undir einu myndverði á meðalmynd á mánuði, til þess að borga húsaleigu á bezta stað i bænum. bað er ekkert nýmæli að húsaleiga sé hækkuð um helm- ing á sýningarhúsnæði — hvað sem allri veröstöðvun liður. Reykjavikurborg hækkaði t.d. i fyrravor leiguna fyrir Kjar- valsstaði, vestursal, um helm- ing úr kr. 80 þús i 160 þús. — og enginn sagði múkk. Svona hrikaleg stökk eru auðvitað erfið, og það er von að það fari um myndlistarmenn þegar þær dynja yfir. Eftir þvi sem mér hefur skil- izt, þá voru sýningar yfirleitt i þrjár vikur i Galleri Sólon Is- landus. Þar af um það bil tvær vikur, sem galleriiö var opið al- menningi. Mikill timi fór i vangaveltur og upphengingar. Sú venja hefur — illu heilli — skapazt hér, að listamenn eru þennan langa tima að koma verkum sinum fyrir. Kjarvals- staðir eru þannig yfirleitt af- hentir myndlistarmönnum á miðvikudegi, og siðan er horft á naflann á sér í tvo, þrja' daga, en siðan er opnaö á laugardegi. Hörður Agústsson reyndi þó að brjóta þessa hefð með þvi að opna sýningu á Kjarvalsstöðum á fimmtudegi (ef ég man rétt). Þetta var ágæt tilbreyting, en það skal viöurkennt að aðsókn var ekki mikil að opnuninni, hvað sem siðar kann að hafa verið. Ungir myndlistarmenn taka mikið mark á Herði og þeir mættu gjarnan taka til athugun- ar að opna fyrr en hefðin segir, eins og Hörður Agústsson gerði seinast. Annað, sem Galleri Sólon Islandus má lika hafa til at- hugunar, er, hvort galleriið hafi ekki verið of oft lokað til þess að menn legðu þangað leið sina ótilkvaddir. Það voru ýmsar góðar sýn- ingarhaldnar i Aðalstrætinu hjá þeim, — en lika nokkrar slæm- ar, en mestur timinn fór þó i það aðhafa lokað, —fannstsumum. Viö höfum haft af þvi spurnir að eigendur Galleris Sólon Is- landus séu nú að svipastum eft- ir hentugu húsnæði, og er þaö svosannarlega fagnaðarefni, og vonandi eiga borgarbúar eftir að koma á margar, fróðlegar og góðar sýningar hjá þeim i fram- tiðinni. Jónas Guðmundsson fólk í listum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.