Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 18
18 Mibvikudagur 22. marz 1978. Halldór Gunnarsson, Holti undir Eyjaf jöllum: Um málefni landbúnaðarins Aramót eru tími uppgjörs og þvi ekki úrvegiað láta huga reika til liðins árs. Þá verður mér fyrst hugsað til allra þeirra ótföinda, er fjölmiðlar fluttu undir jól og ára- mót, þar sem fjármálamisferli og auögunarbrot af öllum möguleg- um og, ég vil segja ómögulegum, tegundum koma fyrir. Erum við þó ýmsu vön og köllum ekki allt ömmu okkar i þessum efnum. En hér er um svo mörg og stór afbrot að ræða, sem upp koma á örfáum dögum að mann hlytur að undra og spyrja sjálfan sig sem svo: Er það tilviljun að allt þetta kemur upp á yfirborðið svo að segja samtimis, eða hefur verið gerð einhver herferð til að koma þessu upp nú eða þá það sem verst væri: Er þetta orðið svona mikið og almennt að við eigum von á slíku svo að segja hvenær sem vera skal. Ég mun enga tilraun gera til þess að svara þessari spurningu. Til þess brestur mig bæði vit og þekkingu. Aðeins vil ég vona og trúa að þaðsétilviljun hvað margt kom i ljós samtimis. Hitt hlýtur að vekja manni furðu hvað þetta afbrotafólk virð- ist ólikt þvi sem venjulegast er, þar sem ógæfusamir unglingar leiðast inná ógæfubraut og virð- ast oft á tiðum óstöðvandi. Þar viröist oftast drykkja, lausung og upplausn heimila aðalorsökin, en i þessum tilvikum virðist i flest- um tilfellum um að ræða menn i góöum stöðum og aðstöðu eftir þvi sem vant er að meta það i okkar þjóðfélagi. Er kannski eitthvaö rangt við verðmætamat samtimans? Er lifsgæöakapphlaupið búið að hlaupa með okkur i gönur. Gamall málsháttur segir að það þurfi sterk bein til að þola góöa daga. Mér sýnist auðsætt að þjóð okkar hafi alls ekki þolað þá skyndibreytingu sem varö á okk- ar þjóðlifi i siðasta striöi við her- setuna en henni fylgdi fullar hendur fjár, oft fýrir litla eða enga vinnu. Lika má nefna bú- setubreytinguna úr strjálbýli sveita í þéttbýli á Suö-Vestur- horni landsins, allt þetta eru svo mikil umskipti úr sárri neyð heimskreppunnar að það hlýtur að setja mark sitt á þjóðlífið um eitthvert árabil. Um jólin las ég tvær bækur, sem báðar urðu til þess að dýpka skilning minn á þessari breytingu Báðar fjalla þær um þetta tima- bil, sem mikill fjöldi fólks man ennþá, en vill ekki muna eða lær- dóma af draga. Það er nefnilega eins með þjóðir og einstaklinga, þeir sem hafa komizt úr fátækt til bjargálna eöa ég tali ekki um auðs, þeirgleyma gjarnan fortið- inni og telja að öll veraldargæöin og hamingjan fáist keypt fýrir peninga. En svo einfalt er þetta nú ekki. Hugsjónir, lifstiigangur og lifsánægja, þetta skapa pen- ingar ekki. Það er enn i fullu gildi máltækið sem segir : Hvaöstoðar það manninn þó hann eignist all- an heiminn, ef han biður tjón á sálu sinni. Bók þeirra Einars Karls Haraldssonar og Ólafs R. Einarssonar, Gúttóslagurinn 9. nóv. 1932, bregður upp, oft á átak- anlegan hátt, myndum úr lifi verkafólks i Reykjavik i heims- kreppunni miðri. Þar er barizt fyrir þvi að fá vinnu og umfram allt að fá fullnægt þeirri frumþörf mannsins að fá að éta og lifa. Þá er breyting þjóðlifsins úr sveit i bæ ekki lengra komin' en svo, að i Reykjavik lifir góðu lifi stórfjölskyldan, sem verið hafði burðarás þjóðlifsins um aldir. Bók Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar, Seiður og hélog, fer aftur á móti næmum höndum um þjóð- lifsbreytinguna, sem verður sam- fara hernámi og hersetu, hvernig hugsjónir og gömul gildismöt verða að vikja fyrir nýjum og vafasamari háttum. Hafa t.d. skoðanir Jóns Guð- jónssonar verkamanns ekki of marga fylgismenn nú? Er Aronskan t.d. ekki skilgetið af- kvæmi þessara hugmynda og er ekki Guðlaugur Guðmundsson kaupmaður nánast persónugerv- ingur þeirra fésýslumanna sem mest eru áberandi i fjármálalifi dagsins i dag? Þvi miður verð ég aðsvara þessum spurningum ját- andi. Eg er ekki farinn að sjá að upptalningar kerfisins, þ.e.a.s. börn sem alin eru upp á stofnun- um i umsjá sérfræðinga sem vinna frá kl. 9—5, en eiga tæplega i raun föður eða móður að ég tali nú ekki um munað eins og afa og ömmu, verði jafnokar barna stór- fjölskyldunnar eins og hún var áður fyrri. 011 þessi f irring, allt þetta óper- sónulega lif, tengslaleysi viö for- eldra og ættingja, lifsgæðakapp- hlaup og streita hlýturað leiða til ófarnaðar. öll erum við i eðli okk- ar sjálfstæðir einstaklingar sem gera kröfu til þess að lifa og starfa iþeim anda, enekki eins og tannhjól i vél. Múgmennskan er svo óralangt frá eðli Islendings- ins, og vona ég að þjóð okkar rumski áöur en of langt verður gengið á þessari óheiíabraut. Þá er mesta kauptið ársins nýlega um garð gengin. Vonandi hafa kupsýslumenn uppskorið svo sem þeir sáðu. Hafieinhver borið skarðan hlut frá borði, þætti mér trúlegast, að það hefði verið höfundur jólanna. t öllu þvi auglýsingaskrumi og kaupæði sem þessari árstið fýlg- ir, verður oft knappur timi til hugleiðinga um lifið og tilveruna. Enhvaðsem öllum trúarlegum áhuga liður þá gefa þessir dagar örlitið grið fyrir auglýsingum og áróðri, og er það kærkomin til- breyting. Málefni bænda hafa verið meir til umræðu allt siðastliðið ár en oft áður og er það i sjálfu sér fagnaðarefni. Hitt sýnist öllu al- varlegra þegar góðæriö er orðið eitt af helztu vandamálum land- búnaðarins. Mikið mál hefur ver- ið borið i að hér sé offramleiðsla á landbúnaðarvörum. Samt er fá- anlegur hér i verzlunum innflutt- ur þurrkaður kaffirjómi, en sam- kvæmt kenoingum Dagblaðsins er lausnin sú að fækka bændum um helming. Athugum þetta að- eins betur. Samkvæmt gildandi lögum frá 1959, sem byggö eru á samkomulagi bænda og neytenda eiga bændur rétt á útflutningsbót- um úr rikissjóði allt að 10% af heiidarverðmæti landbúnaðar- framleiðslu ár hvert. Flest árin sem siöan eru liðin hefur þetta nægt og oft verið afgangur, en siðasta ár bregður svo við að þessi kvóti nægir ekki, og stafar það fyrst og fremst af verðbólgu innanlands, sem er rúmlegatíföld á móts við nágranna og markaös- löndin og svo þvi að allar okkar nágranna- og markaðsþjóðir vernda sinn landbúnað mun meir en hér er gert. Framleiðsluaukn- ing er tæpast umtalsverð. A siðasta ári er talið, að um- framframleiðslan i nautgripa- og sauðfjárafurðum hafi verið 11%, þar af eru likur á að 8% hafi verið framleiddaf rikinu sjálfu og ýms- um smáframleiðendum i þéttbýli og utan lögbýla. Finnst nú ekki jafnvel Dagblaðsmönnum eins og mér, að fyrst bæri nú að taka fyr- ir þessa framleiðslu áður en kost- ir alvörubænda verða þrengdir meir en orðið er? Ég neita þvi alveg, að nokkurt vit sé í, að rikið sé s jálft að fram- leiða vörurá yfirfullan markað og þar með að framlejjjöa beint i út- flutning. Nú munu einhverjir segja sem svo: Eru þetta ekki tóm tilraunabú, sem ekki verður án verið? Ég svara þvi hiklaust neitandi. 1 fyrsta lagi þarf ekki nokkur hundruð fjár á hverju búi til þess aö gera tilraunir, og i öðru lagi teldi ég að ýmsar tilraunir mundu nýtast betur væri þeim dreift og þær unnar i samvinnu við bændur. Um framleiðslu utan lögbýla hef ég þá skoðun, að ekki sé hægt eða réttlætanlegt að banna þessa framleiðslu, enda vafasamt, hvernig þvi banni yrði framfylgt, þar að auki fyndist mér það allt of mikil skerðing á persónufrelsi. Hitt fyndist mér eðlilegt og sjálf sagt, þar sem ég lit á þessa framleiðslu eins og hvert annað sport, að þessir aðilar fengju að- eins útflutningsverð fyrir sina framleiðslu. Hitt er svo annað mál, sem mér finnst bæði vert og þarft aö hugleiða i fullri alvöru, getum viðekki nýtt þetta fé, sem i Utflutningsbætur er varið, skyn- samlegar bæði fyrir bændur og neytendur með þvi að láta is- lenzka neytendur njóta þeirra, annað hvort i stórauknum niður- greiðslum og lækkun vöruverðs á þann hátt eða bændur fengju ein- hvern hluta framleiðsluverösins greitt beint frá rikinu og varan lækkaði samkvæmt þvi. Ég hef þá skoðunaðfarsælla séað greiða vöruna niður á frumstigi heldur en á sfðasta stigi eins og nú er gert. Að stefna visvitandi að út- flutningsframleiðslu landbúnað- arvara hlýtur að vera mjög erfitt i framkvæmd þegar verðbólgan innanlands fer jafn miklum ham- förum og hún hefur gert nú að undanförnu. Þetta á ekki ein- göngu við um landbúnaðarvörur, allur okkar útflutningsiðnaöur að heita má erá heldjarþröm, meira að segja fiskiðnaður ekki undan- skilinn, sem býr þó við alveg sér- stakt markaðsástand, þar sem fiskverðshækkanir voru óvenju miklar allt siðastliðið ár. Svo er hér svolitið dæmi til um hugsunar fyrir Dagblaðsmenn og aðra unnendur islenzks landbún- aðar og útflutningsiðnaöar. Um árabil hafa verið i gangi ööru hverju athuganir á þvi að flytja út islenzkt vatn, til sölu og neyzlu erlendis. Sýnist vist flest um fljótt á litið að þaö hljóti að vera hagstætt, ekki þarf að kaupa hráefnið dýrum dómum, að minnsta kosti höfum við Sunn- lendingar verið aflögufærir sið- ustu sumrin, en hvað er þá að? Umbúða- pökkunar- og flutnings- kostnaður er svo mikill að þetta reynist ekki arðbært. A sama tima flytja t.d. Norðmenn út neyzluvatn i stórum stil með á- gætum árangri að sagt er. Þetta litla dæmi um það hvernig verð- bólgan leikur okkur getum við út fært miklu viðar i þjóðfélaginu. Fáar ef nokkrar atvinnugreinar þola verr verðbólgu en landbún- aður, og starfar þetta fyrst og fremst af þvi hvað veltuhraði fjármagnsins er hægur i þessari atvinnugrein, en fjármagnsþörf mikil. Ég efast um að fólk geri sér þetta ljóst eins og það er i raun- veruleikanum. Þvi vil ég aðeins i örstuttu máli setja upp dæmi af sauðfjárbónda á Suðurlandi. Við skulum hugsa okkur að hann eigi bú og bústofn vorið 1976. 1 mai verður hann að kaupa áburð, og getur hann þá fengið vixil til þeirra kaupa, sem greiðist með fyrstu greiðslu fyrir sauðfé inn- lagt sama haust. Siðan kemur vinna við heyskap, og svo hvað af öðru, hirðing og sauðburður þvi sem næst ári siðar, þá aftur á- burður. Rúmlega einu og hálfu ári eftir að byrjað er að festa rekstrarfé koma fyrstu afurðir til tekna, þ.e.a.s. i þessu dæmi. Ef við gerum ráð fyrir að þessi bóndi hafi skipt við S.S., sem er stærsti sláturleyfishafi landsins, fékk hann i haust rúm 64% af þvi veröi sem honum var ætlað sam- kvæmt grundvelli, frá þvi dragast lögboðin gjöld, stofnlánadeild 1.74%, lifeyrissjóður 1.03%, sto&i- sjóður félagsins 1% og svo flutn- ingur aðsláturhúsi 9 kr. á kg. Eft- ir verður þá sem nettógreiðsla til bónda 60% af verðinu, sem mun vera þvi sem næst nákvæmlega það sem bóndinn þarf að greiða fyriraðföng búsins,væru kostnað- arliðir réttilega metnir. Kaup bönda og fjölskyldu kemur svo væntanlega að mestum hluta i mai' og júni næstkomandi, af- gangurinnef guð lofar og allt fæst greitt i október 1978. Sem sagt, það eru 21 /2 ár frá þvi aö bóndinn festir fé i rekstri þangaö til kaup hans allt fyrir þær sömu afurðir kemur tilskila gegnum kerfið. Nú stafar þessi seinagangur i greiðslum hjá S.S. ekki af vilja- leysi forráðamanna þess fyrir- tækis til þess að greiða örar og betur til okkar bænda. Heldur stafar þetta af þvi að þeir fá ekki nóg afurðalánafé hjá Seðlabank- anum og viðskiptabönkum. Af framansögðu held ég að flestum hljóti að vera ljóst, að i þeirri verölagsþróun, sem hér rikir, er undirstaða kjarabóta til bænda að fá afurðir greiddar að sem stærstuin hluta við afhendingu. Mikill áróður og oft ósanngjarn hefur verið rekinn gegn bænda- stéttinni á liðnu ári og raunar mun lengur. Hefur þetta gengið svo langt að rikisfjölmiðlarnir hafa tæpast sagt tflutlaust frá. Þó hefur nú um og eftir áramótin orðið sú ánægjulega þröun hjá sjónvarpi, að það hefur greinilega lagt sig eftir þvi að skýra málin á hlutlausan hátt. Ég veit ekki hvort almenningur skilur afstöðu okkar bænda til fréttaflutnings af hækkunum búvöruverðs rétt. Það er eðlilegt að greint sé frá hækk- unum búvöruverðs rétt. Þaö er eðlilegt að greint sé frá hækkun- um, en hækkar ekki fleira en þessar vörur? Þvi miður hafa orðið meiri hækkanir á land- búnaðarvörum en æskilegt er, en þarna er bara um að ræða verð- bólguvöxtinn i þjóðfélaginu. Mjólk hefur t.d. hækkað frá 13. des. 1976 til 7. des. 1977 um 64.9%, undanrenna um 66% á sama tima. Þetta er margrakiö i fjöl- miðlum með tilheyrandi útlegg- ingum. En sölargeislinn frá Fló- rida, þ.e.a.s. Tropikana, svo vel auglýst vara sé nefnd, skyldi hann ekki hafa lækkað á sama tima? Nei, ó nei. Hann hefur hækkað um 64%. En ég hefi hvergi séð þess getið i fjölmiðlum að þessi vörutegund hafi hækkað. Þetta er það, sem við teljum ekki eðlilegt, að geta aðeins um hækkanir á okkar vörum, eins og þær séu næstum það eina sem hækkar. Um læknaáróöur gegn neyzlu landbúnaðarvara er nú kannski bezt fyrir leikmann að segja sem minnst. Þó virðist mér nú ýmis- legtminna sannað i þeim efnum en sumir vilja vera láta og þar rekist eitt á annars horn. Eitt er þó það, sem mérsýnist augljóst, að viö bændur verðum að taka mark á, en það er að mat á fitu i fæðu hefur greinilega breytzt. Kemurþarbæði til áróöur, og svo hitt, að fólk sem lifir við sæld, vill gjarnan éta mikið án þess að fitna. Þess vegna má maturinn sem það neytir, ekki vera of kjarngóður. Þessu eigum við að svara. Með þetta i huga finnst mér fáránlegt að við skulum ekki fyrir löngu vera hættir að reyna að framleiða fitumikla mjóik. En þá verður neytandinn lika að gera sér ijóst að um leið og hann hefur ekki áhuga á mjólkurfitu eða smjöri, verður’ hann aö greiða hærra verö fyrir undanrennu. Og þá sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu að smjörið verði notað i stað jurtafeitieins og Bjarni Þjóðleifs- son læknir leggur til i grein i Tim- anum rétt fyrir jöl, en hvaða er- indi smjöriðá igegnum smjörlik- isgerðirnar, eins og hann talar um, það skil ég ekki. Mér finnst það mundi fyrst og fremst verða til að gera það dýrara. Hver til- gangur smjörlikisgerða er finnst mér alveg koma skýrt fram i nafni þeirra. Um dilkakj ötið er auðvitað sama að segja. Vilji fölkið fá horkjöt, eigum við að láta það eftir þvi. Sá sem borgar vöruna verður að segja til um hvað hann vill fá.Hitt verða allir að gera sér ljóst, að það kostar meira að framleiða horkjöt af þeirri einföldu ástæðu að þá leggst kostnaðurinn við fram- leiðsluna á færrikg. 1 áðurnefndri grein Bjarna minnist hann á að mjólkurdrykkja fullorðinna sé ó- holl. Ekki finnst mér það nú trú- legt. En hvað um þaö, skyldi ekki vera vafasöm hollusta i þambi alls konar gosdrykkja, svo sem Kóka kóla og annars sliks, sem ekki innihalda teljandi af næring- arefnum nema sykur. Frá árinu 1974 hafa laun bænda lækkað úr tæpum 80% af kaupi viðmiðunarstétta i 67% árið ’76. A sama tima hefur bændum eðli- lega fækkað, en á þessum tíma hefur bankamönnum fjölgað um 45%, og eru þeir nú þvi sem næst hálfdrættingar að fjöida við bændur, bankamenn um 1800, bændurum3800.Hvorirætli skapi númeiri verðmæti i þjóðfélaginu, bankamenn eða bændur? Bændur una illa þeim órétti sem þeir voru beittir i haust af yfirdómi. Enn fæst engin leiðrétting á fjár- magnslið. Það er enn rúmar 3.6 millj. þrátt fyrir að sannanlegt er að það þarf minnst 13.2 miUjónir i stofn. Ekki fæst heldur leiðrétting vegna vaxtakostnaðar i rekstri. Þá eru laun bónda nú lægri á reiknaða timaeiningu en lægstu laun opinberrastarfsmanna og þó að bóndi sé bundinn við starf sitt alla daga árs, jafnt helga sem rúmhelga, er það að engu metíð. Og svo tU að kóróna skömmina eru brotin á okkur jafnréttislög með þvi að eiginkonum okkar er ætlað lægra kaup en okkur við sömu störf. Éghygg að nú sé mælirinn senn fullur. Bændur munu ekki una þvi öUu lengurað vera höndlaðirsem ánauðugir þrælar þjóðfélagsins. Við munum, eins og verkamenn á þvi herrans ári 1932, berjast fyrir þvi að fá eðlilega umbun og arð iðju okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.