Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 19
19 Miðvikudagur 22. marz 1978. ,Skrúfudagurinn’ fjölsóttur FI - „Skrúfudagur" Vél- skóla íslands sl. laugardag var mjög fjölsóttur að venju og voru mættir á staðinn foreldrar, nem- endur og kennarar auk áhugafólks um skólann. Menntamálaráðherra/ Vil- hjálmur Hjálmarsson kom og i heimsókn. Kaffi- veitingar voru á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar en i þvi félagi eru eingöngu eiginkonur vélstjóra. Dagskrá „Skrúfudagsins” hófst kl. 13:30 og stóð til kl. 17:00. Gátu menn á þessum tima kynnt sér nám og starf i vélasölum skólans, stýritæknistofu, kælitæknistofu, raftækjasölum smiðastofum og efnafræðistofu. Bókasýningar voru tvær og samfelldar kvik- myndasýningar i hátiðarsal. 1 samtali við skólastjórann \ndrés Guöjónsson skólastjóri. Andrés Guðjónsson kom fram að nemendur við Vélskóla Islands eru nú 400 talsins, þar af ein stúlka sem lýkur skólanum i vor eftir fjögurra vetra nám. Andrés sagði að árlega þyrfti að neita um 20-30 nemendum um skólavist vegna húsnæðisskorts og tækja- leysis en Vélskólinn hefur eina hæð i Sjómannaskólanum til um- ráða auk vélasala. Vélskóli Islands teygir anga sina út um landið og eru nokkrar deildir skólans starfræktar á Akureyri, Isafirði og i Vest- mannaeyjum. Vélstjórabraut er i fjölbrautaskólunum i Keflavik og á Akranesi. Formaður skólanefndar Vél- skóla Islands er Valdimar K. Jónsson próféssor en varaform. er Óttar Karlsson skipaverk- fræðingur hjá Sambandinu. Aðrir i stjórn eru Viggó Maack skipa- verkfræðingur hjá Eimskip, Ingólfur Ingólfsson form. FFSt, Emil Ragnarsson verkfræðingur hjá Fiskifélaginu og Sveinn Jóns- son vélstjóri. Sjómannaskólinn, en þar er Vélskóli tslands til húsa ásamt Stýri- mannaskólanum og Hótel- og veitingaskólanum. Hlaðiðborð og kaffiveitingar voru á „Skrúfudeginum” f umsjá Kvenfélagsins Keðjunnar. Tímamyndir Róbert. Gömul glóðarhausvéi(forngripur frá 1912, var til sýnis á þessum degi. Slfkar véiar voru hér i fyrstu bátunum. Úr vélasal. Nemendur gera hér tiiraun með disilvél.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.