Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 22. marz 1978.
17
IPROTTIH
Olafsfirðingar eigfnast sinn fyrsta
íslandsmeistara í skíðagöngu:
„Þetta kom mér alls
ekki á
óvart”....
— sagði Haukur Sigurðsson frá
Ólafsfirði, sem varð sigurvegari
í 15 km skíóagöngu á
Skíðamóti íslands
SOS-Reykjavík. — Nei/ þetta kom mér alls ekki svo á
óvart. — Ég hef æft mjög vel i allan vetur fyrir skíða-
mótið eftir æfingaprógrammi frá Noregi, sagði Haukur
Sigurðsson frá Ólafsfirði, sem tryggði sér sigur í 15 km
skíðagöngunni á Skíðamóti islands, sem hófst í Hvera-
dölum í gær. Haukur er fyrsti ólafsfirðingurinn, sem
vinnur sigur í skiðagöngu á landsmóti fullorðinna. Hann
vann sigur yfir Halldóri Matthíassyni frá Reykjavík,
sem varð islandsmeistari 1977, en Halldór hefur verið
sigurvegari i 15 km göngu fimm sinnum síðan 1971.
Haukur vann Halldór á frábær-
um endaspretti, þvi að þegar 2
km voru eftir, var Halldór með
minútu betri tima en hann. — ,,Ég
get ekki annað en verið ánægður
með gönguna, og sérstaklega
endasprettinn”, sagði Haukur.
Tvö gull
til Ólafs-
firðinga
Ólafsfirðingar urðu sigursælir á
fyrsta degi Skíöamóts Islands,
sem hófst i Hveradölum i gær.
Haukur Sigurðsson varð sigur-
vegari i 15 km göngu 20 ára og
eldri og Guðmundur Garðarsson
varð sigurvegari i 10 km göngu
17-19 ára. Guðmundur varði titil
sinn frá þvi i fyrra.
Arangur einstakra keppenda
varð þessi i skiðagöngunni —
millitimar eru eftir 5 og 10 km:
Skiðaganga — 15 km •
Haukur Sigurðsson, Ó......63.09
(Millitimar — 20.11 — 41.42)
Halldór Matthiasson, R....63.15
(Millitimar — 19.36 — 40.37)
Ingólfur Jónsson, R.......66.19
Björn Þór Ólafsson, Ó ....... 68.02
Páll Guðbjörnsson, R......70.36
Bragi Jónsson, R..........71.59
Óskar Kárason, 1..........74.23
Norðmaðurinn Martein Holen
keppti sem gestur og fékk hann
beztan tima — 60.35 (19.25 —
39.51)
Skiðaganga — 10 km, 17-19 ára
Guðmundur Garðarsson, Ó.. 41.35
Jón Björgvinsson, 1.......42.04
Jón Konráðsson, Ó.........42.31
Kristinn Hrafnsson, Ó.....46.44
Valur Hilmarsson, Ó.......46.48
Norðmaðurinn Paul Mikelplass
keppti sem gestur og fékk hann
timann — 38.29 min.
— Ég réði ekki við hraða Hall-
dórs i byrjun og fékk ég hlaupa-
sting á öðrum hring. Sem betur
fer lagaðist hlaupastingurinn, og
þá var ekkert annað en að setja á
fulla ferð, sagði Haukur.
— Hvernig var færðin i göng-
unni?
— Hún var ekki góð, þvi aö það
skóf mikið i slóðina, sem hvarf
jafnóðum. Það var ekki góð slóö,
nema rétt áður en maður fór fram
úr næsta manni.
— Hvernig hefur þú hagað
æfingum þinum i vetur?
— Ég byrjaði að æfa á fullum
krafti i september, og hef æft mig
tvisvar á dag siðan — á morgnana
og siöan eftir kl. 5 á daginn.
Æfingum minum hef ég hagað
þannig, að ég hef æft langar göng-
ur — frá 30-50 km og siðan stutta
spretti.
— Gerir þú þér vonir um að
vinna einnig sigur i 30 km göng-
unni?
— Ég mun að sjálfsögöu stefna
að þvi, sagöi Haukur að lokum.
HAUKUR SIGURÐSSON frá Ólafsfirði varð sigurvegari 1 15 km göngu
I gær. Þessi snaggaralegi piltur varð sigurvegari I og 15 km göngu
17—19 ára á Akureyri 1976.
Spennandi keppni
Keppni þeirra Hauks og Hall-
dórs var mjög spennandi. Halldór
tók fljótt forystu, en þegar á
gönguna leið, jók Haukur hraö-
ann og tryggði sér sigur á frábær-
um lokaspretti. — Hann kom i
mark á aðeins 6 sekúndum betri
tima en Halldór. Haukur fékk
timann 63.09 min., en Halldór
63.15 min. Ingólfur Jónsson frá
Reykjavik varð þriðji — 66.19
min.
INGÖLFUR JÓNSSON varð
þriðji 1 15 km göngunni.
Næsta skíðamót
í sjónvarpssal?
Furðuleg vinnubrögð mótanefndar
Skíðalandsmóts íslands
Það er úhætt að segja að
Skiðamót islands sem hófst i
Hveradölum i gærdag sé eitt af
fjölmörgum felumótum i iþrótt-
um sem hafa farið fram undan-
farin ár hér á landi. i fljótu
bragði virðist skiðamótið vera
aðeins skipulagt fyrir sjónvarp
og útvarp þvi að dagblöðin hafa
ekki fengið upplýsingar um
mótið.
Þegar fréttamenn frá Timan-
um hugðust fara til að fylgjast
með opnum mótsins i gær sem
átti að hefjast i Bláfjöllum,
fréttu þeir út i bæ að keppnin i
skiðagöngunni hefði verið flutt i
Hveradali. Við hringdum þá og
leituðum upplýsinga i Skiða-
skálanum i Hveradölum, og þar
var staðfest að skiðagangan 20
ára og eldri ætti að hefjast þar
kl. 3. Við lögðum þá leið okkar i
Hveradali. — Þar hittum við
fréttamenn frá öðru dagblaði
sem voru þá nýkomnir úr Blá-
fjöllum, þar sem þeir vissu ekki
betur en aö skiðagangan ætti að
fara þar fram. Þeir spurðu okk-
ur þá, hvort að við hefðum verið
látnir vita um breytinguna.
Þeirri spurningu svöruðum við
neitandi. Við sögðum þeim
hvernig viö af algjörri tilviljun
hefðum fregnað af tilfærslunni.
Framkoma mótarnefndar-
manna gagnvart blöðunum er
fyrir neðan allar hellur. Það er
greinilegt að þessir blessaðir
menn hafa meiri áhuga á að
hafa samskipti við sjónvarp og
útvarp þar sem þessir rflúsfjöl-
miðlar voru látnir vita af
breyti ngunni. Mótanefndar-
menn sáu ekki ástæðu til að
lyfta upp simtóli og hringja eitt
simtal til dagblaðanna.
Meö þessu áframhaldi og
þeim vinnubrögðum, sem hér
hafa verið viðhöfð bendir allt til
að forráðamenn skiðamála hér
á landi stefni að þvi að.næsta
„sjónvarpsmót” á skiðum fari
fram i sjónvarpssal! —SOS
Baráttu-
leikir í
Firðinum
— toppliðin
fjögur í
handknattleik
mætast þar
í kvöld
i kvöld veröa leiknir tveir mjög
þýöingainiklir leikir i 1. deildar-
keppninni i handknattleik og fara
leikirnir fram i Hafnarfiröi. Þar
verða á ferðinni öll toppliöin i
deildinni og má þvi búast við
fjöeugum og spennandi leikjum.
Valur mætir Haukum kl. 7 og
FH-ingar leika gegn Vikingi kl.
9.15. Á milli þessara leikja verður
einn leikur i 1. deild kvenna — FH
— Haukar.
Kveðju-
koss. . .
— á brúðkaups
daginn
Andy Kelley, 21 árs Englending-
ur, gekk i hjónaband i gær i Shef-
field. Hann var ekki fyrrbúinn að
gifta sig, en hann kyssti brúði
sina bless og fór út af hótelinu,
' sem þau höfðu herbergi í — með
i! mönnum.
Þessi Keeley er einn af leik-
mönnum Sheffield United, sem
hafa i mörgu aö snúast þessa dag-
ana.Þeir þurfaaðleika 3leiki um
páskana og verða þvi á ferð og
flugi um England.
Eiginkona Andy Keeley verður
að biða þar til i lok keppnistima-
bilsins — i mai, til að taka út
hveitibrauðs' rngana.
Souness
í bann
Graham Souness — skozki ntið-
valiarspilarinn, sent Liverpool
keypti frá Middlesbrough fyrir
352 þús. pund fyrir stuttu, var i
gærkvöldi dæmdur i þriggja
leikja kcppnisbann, þar sem hann
hcfur fengið margar bókanir hjá
dómurum á keppnistimabilinu.
Souness mun þvi rnissa af fyrri
leik Liverpool gegn Borussia
M önchengla dbach I Evrópu-
keppni meistaraliða, sem fer
fram á miðvikudaginn kemur.
Stórsigur
Bristol C.
Liam Brady tryggði Arsenal jafn-
tefli (1:1) gegn Birmingham i
ensku 1. deildarkeppninni i gær-
kvöldi — skoraði jöfnunarmarkiö
úr vitaspyrnu. Trevor Francis
skoraði mark Birmingham.
Úrslit í ensku knattspyrnunni i
gærkvöldi urðu þessi:
1. DEILD:
Birmingham — Arsenal...1:1
Bristol City — Chelsea.3:0
Coventry — AstonVilla..2:3
Ipswich —Middlesb......1:1
2. DEILD:
Luton — Bolton.........2:1
Milwall — Orient.......2:0
Notts C. — Mansfield...1:0
John Wark skoraði mark Ips-
wich. Andy Gray lék að nýju með
Aston Villa — hann skoraði sigur-
mark Villa gegn Coventry.