Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 22. marz 1978. rra aoaiiundi Samvinnubankans. Kristleifur Jónsson bankastjtíri i ræðusttíli, Aðalfundur Samvinnubankans Innlánsaukning á s.l. ári 48.8% Verulega bætt lausaf járstaða Aðalfundur Samvinnubankans var haldinn að Tjarnarbúð laugardaginn 18. marzs.l. Fundarstjóri var kjörinn Ragn- ar Ólafsson hrl., en fúndarritari Margeir Danielsson hagfræðing- ur. Formaður bankaráðs Erlendur Einarsson forstjóri flutti itarlega skýrslu um starfsemi bankans á s.l. ári. Gerði hann fyrst i stuttu máli grein fyrir þróun efnahags- mála árið 1977, einkum þróun peningamála. Kom þar meðal annars fram að árið 1977 hefði einkennzt af mikl- um sveiflum i islenzku efnahags- lifi. Á fyrri hluta ársins fóru viðskiptakjör batnandi samfara góðum aflabrögðum. Útlitið var þvi harla gott þegarlitið var fram á veginn og verðbólgan virtist fara dvinandi. En upp Ur miðju ári skipti sköpum og verðbólgu- Rafvörur og verkfæri Byggingavörur .S’SAMVIRKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90 fyrir bæjarstjórnarkosningar i Kópavogi sem fram eiga að fara sunnudaginn 28. mai 1978, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni i Kópavogi, frá kl. 9,30 til 15, alla virka daga nema laugar- daga frá og með 28. marz til og með 25. april 1978. Kærum út af kjörskrá skal skilað til bæjarstjtíra fyrir kl. 24 iaugardaginn 6. mai 1978. Kópavogi 17. marz 1978. Bæjarstjórinn. hjólið byrjaði aftur að snúast hraðar. Urðum við þvi enn einu sinni undir i baráttunni við verð- bólguna. Verður hún áfram ásamt aukningu erlendra skulda, helzta áhyggjuefnið i efnahags- málunum. Þróun peningamála hjá inn- lánsstofnunum kvað formaður verðaað teljasthagstæða sérstak- lega hvað varðaði innlán- aukningu og lausafjárstöðu. Heildarinnlán innlánsstofnana hefðu aukizt á árinu um 42.9% samanborið við 32.8% árið áður. Væri þetta annað árið i röð sem sparifé hjá innlánsstofnunum rýrnaöi ekki að raungildi. Yrði það að teljast góður árangur mið- að við timabilið þar á undan. Þá skýrði formaður frá þeim breytingum sem orðið hefðu á vaxtakjörum á árinu og miðuðu að þvi að örva sparifjármyndun, en ræddi jafnframt um þann al- varlega vanda sem skapazt hefði fyrir atvinnuvegina að taka á sig hina stórauknu vaxtabyrði. Und- antekningarlitið væru atvinnu- vegirnir ekki i stakk búnir fyrir slika kostnaðarhækkun. Útlán innlánsstofnana i heild jukust um 42.2% sem er allmiklu meiriaukning en árið 1976. Stafar það meðal annars af verulegri aukningu afurðalána. Lausafjár- staða innlánsstofnana batnaði um 3.1 milljarð kr. á árinu. Þessu næst vék Erlendur að starfsemi Samvinnubankans. Arið 1977 sem var 15. starfeár bankans var að mörgu leyti hag- stætt. Aukning innlána var hlut- fallslega hin önnur mesta frá stofnun has og mikill vöxtur i öll- um viðskiptum. Haldið var áfram framkvæmdum og endurbótum á húseignum bankans. Aftur á móti var rekstrarafkoman ekki eins góð og áður. Framkvæmdir A árinu var húsnæði Háaleitis- útibús stækkað um helming en þrengsli voru farin að há starf- semi þess verulega. Þá voru gerðar gagngerar endurbætur á innréttingum Utibúsins i Kefla- vik. Unnið var aö iokafragangi nýja bankahússins i Hafnarfirði og byrjunarframkvæmdir hafnar aðnýrribyggingu fyrirumboðið i Króksfjarðarnesi. Loks var inn- réttað húsnæði að Suðurlands- braut 18, fyrir nýtt útibú. Heildarvelta Fjármagnsstreymið gegnum bankann eða heildarveltan nam tæpum 150 milljörðum kr., og óx um 37.2%. Færslu- og afgreiðslu- fjöldi var svipaður og árið á und- an eða 1.9 milljónir. Ástæðan fyrir þessari þróun er sú að dreg- ið hefur úr tékkafjölda ávisana- reikninga. Þess i stað eru meðal- upphæðir ávisana orðnar hærri. Viðskiptareikningar voru i árslok orðnir 50.812 og hafði fjölgað um 2.325 á árinu. 1 árslok var fjöldi starfsmanna bankans 114, þar af 11 hálfdags- fólk. Hafði þeim fjölgað um 6 á árinu. Útibú Samvinnubankinn starfrækti 11 útibú úti á landi og tvö i Reykja- vik.Fjölgaði þeim um eittá árinu við opnun nýs útibús að Suður- landsbraut 18, Rvik., i nóv. s.l. Auk úöbúa rekur bankinn tvær umboðsskrifstofur þ.e. á Stöðvar- firði og Króksfjarðarnesi. Eins og áður höfðu niu útibúanna auk um- boðsins á Stöðvarfirði samhliða bankastarfseminni á hendi um- Doösstörf fyrir Samvinnutrygg- ingar og Andvöku. Afram var unnið aö tölvumál- um fyrir útibúin. Merkum áfanga var náð á þvi sviði er útibúin á Húsavik og Patreksfirði voru tengd Reiknistofu bankanna. Fer þar fram dagleg vinnsla ávisana-, hlaupa- og vaxtaaukareikninga fyrir þessi útibu og eru allar færslur sendar yfir simalínur. Verður stefnt að þvi i framtiðinni að tengja öll útibú bankans við Reiknistofu bankanna. Kristleifur Jónsson bankastjóri lagði siðan fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði ein- staka þætti þeirra. Innlán Heildarinnlán bankans námu 6.888 millj. kr. i lok árs 1977, en 4.630 millj. kr. árið áður og höfðu þvi hækkaðum 2.258 millj. kr. eða 48.8%. Samsvarandi aukning árið 1976 var 1.053 millj. kr. eða 29.4% Þar sem innlánsaukning bank- ans var nokkru yfir meðaltals- aukningu viðskiptabankanna i heild hækkaði hlutdeild hans i heildarinnstæðum þeirra úr 8.2% i 8.6%. Innlán i árslok skiptust þannig að spariinnlán voru 5.337 millj. kr. eða 77.5% af heildarinn- stæðum. Hækkun þeirravar 1.633 millj. kr. eða 44.1%. Af spariinn- lánum voru vaxtaaukainnlán 1.647 millj. kr. eða 30.8%. Velti- innlán eða innstæður á tékka- reikningum námu 1.551 millj. kr. og jukust um 625 millj. kr. eða 67.4%. Útlán Heildarútlán Samvinnubank- ans voru i lok ársins 5.503 millj. kr. og höfðu hækkað um 1.539 millj. kr. eða 38.8% á móti 45.8% árið áður. Að frátöldum endur- kaupum Seðlabankans var hin al- menna útlánsaukning 33.4%. Skipting útlána eftir útlána- formum var sem hér segir i árs- lok 1977: Vixillán 27.6% yfir- dráttarlán 17.9% alm. verðbréfa- lán 18.8%, vaxtaaukalán 15.1% og afurðalán 20.6%. Stofnlánadeild Frá 1972 hefur verið starfrækt við bankann sérstök stofnlána- deild sem hefur það hlutverk að lána til uppbyggingar verzlunar- rekstursins innan samvinnu- hreyfingarinnar. Starfsemi deildarinnar jókst verulega á árinu 1977. Úthlutað var 15 lánum að upphæð 267 millj. kr. Árið 1976 afgreiddi deildin hins vegar 9 lán að upphæð 65.0 millj. kr. Verðtrygging útlána deildarinnar hefur farið vaxandi á siðustu árum og var 50% á s.l. ári. Tekjuafgangur varð 6.6 millj. kr. og eigið fé þvi orðið 12.9 millj. kr. i árslok 1977. Staðan gagnvart Seðla- banka. 1 árslok 1977 var innstæða bankans á viðskiptareikningi við Seðlabankanna 345 millj. kr., samanborið við 242 millj. kr. yfir- dráttarskuld i upphafi árs. Lausafjárstaðan batnaði þvi um 587 millj. kr. á árinu. Inneign á bundnum reikningi hækkaði um 445 millj. kr. og nam 1.427 millj. kr. i árslok. Rekstur bankans Tekjuafgangur til ráðstöfunar var 35 millj. kr., sem er verri af- koma en undanfarin ár, þegar tekið er tillit til aukningar hluta- fjár og rýrnunar verðgildis pen- inga. Til afskrifta var varið 8 millj. kr., í varasjóð voru lagðar 9 millj. kr. og 18 millj. kr. i aðra sjóði. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 10% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunar- hlutabréf. Hagur bankans A árinu 1977 voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæö 100 millj. kr. Einnig hófst siðari hluta ársins nýtt hlutafjárútboð að upp- hæð 300 millj. kr. Sala hlutabréf- anna gekk vel og um siðustu ára- mót nam sala þeirra 263 millj. kr., þar af ógreitt 83 millj. kr. Var hlutafé þá orðið 463 millj. kr. Gert er ráð fyrir að þær 37 millj. kr., sem eftir eru af hlutafjárútboðinu seljist á þessu ári. Eigið fé bankans þ.e. innborgað hlutafé.varasjóður, ásamt öörum eiginfjárreikningum nam i árslok 496 millj. kr. Stjórnarkjör Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson for- stjóri, Hjörtur Hjartar frkvstj. og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj. Til vara voru kjörnir Hallgrimur Sigurðsson frkvstj., Hjalti Páls- son frkvstj. og Ingólfur ólafsson kfstj. Endurskoðendur voru kjörnir þeir óskar Jónatansson aðalbókari og Magnús Kristjáns- son fyrrv.kfstj., en Ásgeir G. Jóhannesson er skipaður af ráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.