Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 22. marz 1978.
ALÖ MOKSTURSTÆKI
Eigum fyrirliggjandi á mjög hagstæðu
verði hin landskunnu Alö moksturstæki
fyrir Zetor dráttarvélar og fleiri gerðir.
Fjarlægja má lyftugálga frá traktor á
einni minútu. Ásetning, allar tengingar og
stjórn auðveld og fljótleg. Lyftigeta frá
700 upp i 1500 kg eftir gerðum.
Verð frá ca. kr. 385.000
Leitið upplýsinga sem fyrst.
Gfobusa
Bændur
Mjög ódýrar rafsuðu-
vélar — 1 fasa
1. Margar stærðir.
2. Mjög kraftmiklar.
3. Verð frá kr. 29.000.
Baldursson h.f.
Álit Búnaðarbankans á bankasameiningn:
„Meginmáli skiptir
að ekki verði
flanað að neinu”
Eins og skýrt er frá á fyrstu
siðu Timans i dag, hafa banka-
stjórar Búnaöarbankans nýlega
svarað bréfi frá fjárhagsnefnd
efri deildar, þar sem m.a. var
„leitað eftir ábendingum, sem
gætu stuðlað að sameiningu
og/eða aukinni samvinnu rikis-
bankanna, með þvi að auka
hagkvæmni i rekstri þeirra.”
Svar bankastjtíranna varðandi
þessi atriði hljóðar á þessa leið:
„Varðandi seinna atriöið i
bréfi yðar þ.e. ósk um
ábendingu og sjónarmið sem
gætu stuðlað að sameiningu
og/eða aukinni samvinnu rikis-
bankanna o.s.frv. vill stjórn
bankans vekja athygli á áliti
bankamálanefndar frá 1973, en
þar segir m.a. „Mikilvægur
þáttur i slikri endurskipulagn-
ingu er setning nýrrar heildar-
löggjafar um starfsemi banka-
stofnana”.
Með frumvarpi þvi sem liggur
fyrir Alþingi (þingskjal 166) tel-
ur stjórn bankans að i megin-
atriðum sé fyrsta mikilvæga
skrefið stigið i rétta átt. Sam-
starfcnefndinni er ætlað veiga-
mikið hlutverk i þessu sam-
bandi m.a. hvað varðar endur-
skipulagningu á útibúakerfi
bankanna, en eins og kunnugt er
hefur réttmæt gagnrýni komiö
fram á staðsetningu og úthlutun
útibúa. 1 áliti bankamálanefnd-
ar kemur fram ,,að æskilegt sé
aö stefna að þvi, að viðskipta-
bankarnir verði í framtiðinni
ekki fleiri en þrir til fjórir, en
með þvi væri tryggð eðlileg
samkeppni”. í áliti nefndarinn-
ar er sömuleiðis bent á kosti og
galla fækkunar bankanna og
kemur þar greinilega fram, hve
margslungið málið er, gagn-
stætt þvi sem ýmsum hættír tíl
að álykta.
Bankamálanefndin segir m.a.
„Þótt nefndin sé þeirrar
skoðunar, aö stefna beri að
verulegum samruna innan
bankakerfisins og fækkun stofn-
ana, vill hún eindregið vara við
þvi, að þeirri stefnu verði fram-
fylgtán tillits tilþeirra sögulegu
og félagslegu sjónarmiða, sem
mótað hafa þróun þessara mála
hingað tíl. Það kerfi fjármála-
stofnana, sem tslendingar eiga
nú við að búa, á að visu að
nokkru rætur að rekja til þjóð-
félagshátta, sem nú eru að
hverfa, en að mestu er það þó
mótað af félagslegum og stjórn-
málalegum viðhorfum, sem enn
eru rik með þjóöinni. Má t.d.
nefna, að þrir nýir hlutafélags-
bankar voru stofnaðir á undan-
förnum áratug með samþykki
allra flokka á Alþingi. Sú dreif-
ing fjármálavaldsins, sem
fjölgun banka á undanförnum
árum hefur hafti för með sér, á
þvi væntanlega enn i dag miklu
fylgi að fagna, þótt mörgum sé
fariðað ofbjóða sú fjölgun stofn-
Magnús Jónsson.
ana, sem af þessu hefur leitt.
Sömu sjónarmið hafa komið
greinilega i ljós i viöræðum
nefndarinnar við fulltrúa spari-
sjóða og innlánsdeilda, en hjá
þeim hefur komið fram veruleg
andstaða gegn þvi sjónarmiði
nefndarinnar, að æskilegt væri
að draga minnstu innláns-
stofnanirnar saman i stærri
heildir.
Af þessum og öðrum rökum
hefur nefndinni orðið ljóst, að
samruni bankastofnana og ein-
földun fjármálakerfisins er
stefna, sem framkvæma veröur
meö fullri gát og á hæfilega
löngum tima. I þessu efni verð-
ur aö eiga sér stað þróun fremur
en bylting, ef ekki eiga að koma
upp alvarleg vandræði og and-
staða, sem gera mundi allar
slikar fyrirætlanir að engu.
Sannleikurinn er sá, að hver
stofnun á sér djúpar rætur í
þeim jarðvegi, sem hún er
sprottin úr.
Þannig á hver banki sinn hóp
innstæðueigenda, lántakenda og
starfsfólks, sem annt er um hag
sinnar stofnunar, og vill að þeir
séu ekki fyrir borð bornir i slikri
endurskipulagningu. Vissulega
verður að forðast, að þröngir
hagsmunir tengdir einstökum
stofnunum komi i veg fyrir
æskilegar breytingar á heildar-
kerfinu, enefforðastá þáhættu,
er einmitt um að gera að undir-
búa hvern áfanga skipulagn-
ingarinnar sem bezt og hafa um
hann sem nánast samráð við
alla þá aðila, sem þar hafa
hagsmuna að gæta”.
Hér er drepið á einn við-
kvæmasta þáttinn i sameiningu
banka, en það er viðhorí við-
skiptamannanna. Hver banka-
stjórn hlýtur að telja það skyldu
sina að gæta hagsmuna við-
skiptamanna sinna og hvað
stjórn Búnaðarbankans við-
kemur hefur hún lagt á það
áherzlu að hafa rúma lausafjár-
stöðu, einmitt til að tryggja við-
skiptamönnum sinum úrlausn,
sem oft kemur til i skyndi.
Þórhallur Tryggvason.
Stjórn bankans tekur það
skýrt fram að hún getur ekki
fallizt á neina þá ráðstöfun i
þessum efnum, sem gengur á
rétt viðskiptamanna hans.
Fjárhagsstaðá bankanna,
einkum rikisviðskiptabank-
anna, hefur þróazt á mjög mis-
munandi veg hin siðustu ár og
veldur þvi margþættum vanda
við hugsanlega sameiningu.
Mikið hefur verið rætt um
rekstrarhagkvæmni við sam-
einingu banka og skal þá minnt
á niðurstöðu bankamálanefndar
sem segir að sameining rikis-
banka samkvæmt eðli máls sé
mun einfaldari i framkvæmd en
sameining hlutafélagsbanka.
Hins vegar segir nefndin að
„enn sterkari rök séu fyrir sam-
einingu hlutafélagsbanka en
rikisbanka af þeirri ástæöu, að
hlutafélagsbankarnir eru veru-
lega minni rekstrareiningar en
rikisbankarnir”.
Hvað varðar sameiningu
rikisbanka hefur einkum verið
rætt um sameiningu Búnaðar-
og útvegsbanka. Ekki hefur
farið fram nein athugun á
rekstrarlegum ávinningi þess,
né heldur viðskiptalegum áhrif-
um þeirrar ráðstöfunar.
Benda má á, að starfsmanna-
fjöldi Búnaðarbankans (þ.m.t.
starfsmenn Stofnlánadeildar) i
ársbyrjun 1977 var 239 og Út-
vegsbankans (þ.m.t. starfs-
menn Fiskveiðasjóðs) 282 eða
samtals 521 starfsmaöur. A
sama tima var starfemanna-
fjöldi Landsbankans 749.
Launakostnaður er um 70% af
heildarrekstrarkostnaði bank-
anna og er þvi vandséöur hinn
rekstrarlegi ávinningur.
Meginmáli skiptir, að ekki
verði flanað að neinu, og ýmis
atriöi þarf að kanna kyrfilega,
eins og bent hefur verið hér á,
áður en til þess kemur, að lög-
festa sameiningu banka.
Virðingarfyllst,
Búnaðarbanki islands
Magnús Jónsson
Þórhallur Tryggvason”
Ferðadiskótekin
Disa og Maria
Fjölbreytt danstónlist
Góö reynsla — Hljómgæði
Hagstætt verð.
Leitið upplýsinga — Simar
50513 — 53910 — 52971.
Aðalfundur Skaft-
fellingafélagsins
i Reykjavik verður haldinn i Hreyfils-
húsinu við Grensásveg miðvikudaginn 29.
marz kl. 21.00 stundvislega.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreyting (hækkun félagsgjalda)
3. önnur mál.
Klapparstíg 37 — Síml 2-65-16
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla
Stjórnin.