Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 6
♦ • T- Miðvikudagur 22. marz 1978. 6 Mjóikursamiag KÞ á Húsavik. Gamla húsið fremst, en viöbyggingin fjær. Að mestu lokið við endurbyggingu Mjólkursamlags KÞ Húsavik, mánudag 27. Það sá naumast út úr augum fyrir hrið og stormurinn vældi, þegar við lögðum leið okkar i Mjólkur- samlag Kauplélags Þingeyinga á Húsavik, Vetur konungur var i algleymingi, fór hamförum og hann teiknaði hin hvitbláu form sin á húsin, göturnar og þér var það ljóst, að hér hafði hann öll völd. Hvítfextar öldurnar brotn- uðu á hafnargörðunum, þar sem veriö var að losa togarann, en bátarnir höfðu ekki róið. Þaö var þvi dálitið undarlegt aö brjótast með hriðina og storminn i fangið til þess að ræða um mjólkurafurðir og af- urðir landbúnaðarins. 1 svona veðri er manni annað efst i huga en sveitabúskapur, þvi hin ið- græna jörð var nú hvit, svo langt sem augað eygði. :i() ár i Mjólkursamlagi t Mjólkursamlagi'KÞ hittum við að máli mjólkursamlags- stjórann Harald Gislason, en hann hefur stjórnað samlaginu frá stofnun þess, eða i þrjá ára- tugi. Haraldur lærði mjólkur- fræði i Mjókurbúi Flóamanna á árunum 1934-1936, en var siðan þrjú ár við nám i Danmörku og siðan um tima i Þýzkalandi, eða nánar til tekið til 1939, en þá var ófriðurinn að brjótast út og Har- aldur kom heim. Við báðum Harald að segja okkur ofurlitið frá Mjólkursam- laginu, sem hann hefur stýrt svo að segja frá stofnun þess. — Þegar ég kom hingað til starfa, var mjólkurvinnsla á frumstigi. Hér voru starfandi tvö rjómabú i S-Þingeyjarsýslu, annað á Húsavik en hitt á Brú- um við Laxárvirkjun. öll mjólkursala t.d. hér á Húsavik var bara milli húsa, einsog tiðkaðist i þá daga. Menn höfðu gjarnan sauðfé og kýr, en unnu svo við sjósókn og annað, þvi að verkaskiptingin var önn- ur en núna tiðkast. Menn voru lengi með kýr hér á Húsavik, liklega allt fram til 1955. Menn höfðu þessar kýr auð- vitað fyrst og fremst sér til við- urværis. Kaupfélagið seldi ekki mjólk, en eftir að mjólkursam- lagið tók til starfa og fór að selja mjólk, fækkaði kúm á Húsavik þar til þessi búskapur lagðist af með öllu. Það voru miklar framfarir i hollustuháttum þegar við byrj- uðum að senda gerilsneydda mjólk á markaðinn. Þessi gerilsneydda mjólk var að visu seld i lausu en þetta gerði þó sitt gagn. En eins og framleiðsla á neyzlumjólk var neyðarúrræði i bænum, þá var mjólkurfram- leiðslan á félagssvæðinu eigin- lega aukabúgrein. Núna er mjólkin seld i lokuð- um umbúðum. 1 10 litra kössum og i eins og tveggja litra fern- um. Þá er rjómi og súrmjólk einnig pakkað i hliðstæðar um- búðir. Það var dálitið átak að koma neyzlumjólkursölunni i þetta horf, þvi markaðurinn er ekki mikill fyrir neyzlumjólk hér og stofnkostnaður er mikill i pökk- un á neyzlumjólk. Mest af mjólkinni til vinnslu Sú endurbót og viðbygging, sem hér hefur verið unnið að i mjólkursamlaginu, hefur mið- azt við það að tryggja hag- kvæma vinnslu á neyzlumjólk fyrir tiltölulega takmarkaðan markað og vinnslu á mjólk i osta og f 1., sem fer til sölu á er- lendan og innlendan markað. Sala á neyzlumjólk er einkum hér á Húsavik. Þá er allgóð sala til þéttbýlissvæðisins við Mý- vatn. Að Laugum og i kjarna, sem virðist vera að myndast við Laxárvirkjun. Þá eru það þorp- in austur með ströndinni, Kópa- sker og Raufarhöfn. Einnig er talsverð mjólkurnevzla i skól- um, t.d. i öxarfirði og viðar. Ferðamannastraumur hefur nokkur áhrif, en hann er mjög að aukast i sýsluna. Um það bil 14% af mjólkinni fara til neyzlu, þ.e. er neyzlu- mjólk. Annað fer til vinnslu. Ef við tökum neyzlumjólk, rjóma og skyr, þá fara 20% af ný- mjólkinni sem okkur berst til neyzlu. Það sem eftir er af mjólkinni fer til smjörfram- leiðslu og i ostagerð. Eitthvað fer þó i kasein, sem er nauðsyn- legt framhald af smjörstrokk- un. Þeir ostar sem hér eru fram- leiddir — en viðtæk verkaskipt- ing er sem kunnugt er milli mjólkursamlaganna — eru 45% skorpulaus mjólkurostur og blokkostur 10 kg. Auk þess erum við með smáosta, Tilsitter og Port Salut. Þá er og framleidd- ur mysuostur. — Hvernig hefur gengið að selja framleiðsluna og hvernig likar hún? — Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til þess að leggja dóm á það, en ég get þó fullyrt, að við höfum komið okkur upp við- skiptasamböndum þar sem skapazt hefur fullt traust milli framleiðenda og kaupenda, en það segir kannski alla söguna. Sem áður sagði, þá var mjólk- urframleiðslan i sýslunni fyrst i stað eins konar aukabúgrein, en nú skiptir mjólkurframleiðslan miklu —máli. Nú hafa bændur um 60% af sinum bútekjum frá mjólkursölunni. — Það kemur fram hér að framan, að mjög litill hluti mjólkurinnar fer til vinnslu, eða um 80%. Á öðrum framleiðslu- svæðum, þá fer mestur hluti mjólkurinnar til neyzlu. Afkoman betri hjá þeim sem selja mjólk til neytenda — Ilefur þessi aðstöðumund- ur áhrif á hag bænda? Haraldur Gislason, samlagsstjóri KÞ. Viðta/ við Haraid Gís/ason, sam/agsstfóra á Húsavik — Það ætti ekki svo að vera, en i reyndinni er það svo, að bændur sem selja mikla neyzlu- mjólk fá betra verð, þvi að hinar ýmsu m jólkurvörur, sem framleiddar eru úr mjólkinni, eru ekki rétt verðlagðar að minu mati. Ef við t.d. framleið- um smjör og kasein, þá er úti- lokað að ná grundvallarverði til bóndans. Þegar bóndinn hefði fengið sitt væri ekkert eftir til þess að standa straum af vinnsl- unni Ef mjólkin fer til neyzlu, þá næst grundvallarverð, og ég tel að mjólk, rjómi og skyr gefi grundvallarverð, ásamt hinum feitari ostum. Ef ekki koma til breytingar á framleiðsluverðinu á árinu, þá ná þessi framleiðslu-mjólkurbú ekki grundvallarverði i ár. Það tel ég alveg ljóst. Sérstaklega tel ég að það verði erfitt hjá þeim, sem eru i magrari ostunum og kasein framleiðslunni. — Við hér i Mjólkursamlagi KÞ höfum hin seinni ár náð grundvallarverðinu, svona oft- ast nær. Þó náðum við ekki þessu marki á árinu 1976 en þá skorti nokkuð upp á verð. Þá vorum við skyldaðir til þess að framleiða smjör, en þá var skortur á smjöri, þvi niður- greiðslur voru miklar og verðið þvi lágt. Siðan framleiddum við kasein úr undanrennunni. Þetta gekk svona i hálft ár. Það var talin skylda okkar að koma i veg fyrir smjörskort, en það kom auðvitað hart niður á vinnslubú- unum. Það kom reyndar fleira til, þvi við vorum um þær mundir að byrja á tankvæðingu, en það hefur ávallt nokkra erfiðleika i för með sér. Ýms tækniatriði þurfti að leysa fyrirvaralaust, vigtun og fl. og flokkun var óná- kvæm, en það er önnur saga. Tankvæðingunni er nú lokið. Ifún mætti hér dálitilli and- stöðu, einkum hjá þeim sem litla mjólk framleiddu, þvi stofnkostnaður er talsverður. — Hvert varð heildarverð- mæti framleiðslunnar á siðasta ári? — Það get ég ekki sagt á þessu stigi, þvi reikningar eru ekki alveg fullgerðir, en láta mun nærri að heildarsalan nemi um 800 milljónum króna.f — Við mjólkurbúið starfa 26 fastir starfsmenn, þar af fjórir bilstjórar. Tveir eru á skrif- stofu, auk mín, en hinir vinna að framleiðslunni, og vinna sem svarar einum starfemanni sem svarar einum starfsmanni er framkvæmd af kaupfélaginu, en þeir reikna okkur það fyrir þjónustu sem þeir veita. Sá þáttur er fyrir utan þetta. Heildarframleiðslan á svæð- inu er nú um 8 milljón litrar af mjólk á ári og framleiðendur eru um 200 talsins. Flestir urðu þeir á fjórða hundrað, en þótt þeim hafi fækkað, hefur framleiðslan stöðugt verið að aukast. Var um það bil ein milljón litra fyrst þegar ég kom hingað, en er nú um 8 milljón litrar, eins og áður sagði. — Nú hafa staðið yfir miklai framkvæmdir hér. Hvenær hóf- ust þær og hverjar eru þær? — Mjólkursamlagið hefur allt verið endurbyggt, og þær fram- kvæmdir eru nú á lokastigi. Reist var mikil viðbygging við húsið. Þar er ostagerð og osta- geymsla. Gamla samlagshúsið hefur lika verið endurbyggt svo að segja frá grunni, þvi að við urðum að endurnýja allar leiðslur, rafleiðslur, vatnsleiðsl- ur og gufuleiðslur. Ennfremur öll gólf og einangrun. Segja má að um endurbyggingu hafi verið að ræða. Þessar framkvæmdir hófust árið 1972 og þær standa enn yfir, en eru á lokastigi. Eftir er hluti af kjallara og að mála húsið að utan. Þetta er orðið mikið hús, þvi málningin utan á það kostar um hálfa milljón króna, eða kostaði það, þegar málningin var keypt. Má nú segja að aðstaðan hér sé orðin góð og samboðin kröf- um timans. Geymsla og dreifing mjólkur- innar er öruggari en hún var. Það er til marks um það að þeg- ar heitast var i sumar, hafði það sáralitil áhrif á gæði mjólkur- innar, en heitustu mánuðina hér áður fór oft mikið af mjólkinni i 2. og 3. flokk. Þetta eru framfarir, sem ber að fagna. Umræða um landbúnað á lágu plani — Nú hefur orðið mikil um- ræða i landinu um stöðu land- búnaðar og framtið hans. Hvað vilt þú segja um hana? — Ég held að það sé nú vægt til orða tekið, ef maður segir að umræðan sé á óskaplega lágu plani — og hún er engum til sóma. Sérstaklega þá ekki þeim, sem þar ganga lengst. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki fallizt á að vissar veilur séu i landbúnaðarfram- leiðslunni. Þvi vil ég manna sið- astur neita. Auka þarf stjórnun, svo dæmi séu nefnd. Nú,þvi sama má með gildum rökum halda fram ef maður at- hugar aðrar búgreinar þessa lands, sjávarútveg og fleira. En að taka eina atvinnugrein svona út úr og úthúða henni, og þeim sem hana stunda, og telja henni allt til foráttu, bæði af leikum og lærðum, það á eftir að hefna sin, og ér þeim sem að áróðrin- um standa til skammar. Það leynir sér ekki, að þeir sem helgað hafa búvörufram- leiðslunni ævistarf sitt, þykir að sér vegið, og það er i raun og veru skiljanlegt þegar flogið er yfir fannhvitt landið, þar sem ekki sér dökkan dil. Þá undrast maður að unnt skuli vera að framleiða búvöru, mat og klæðnað, — ekki einvörðungu til innlendrar neyzlu, heldur lika til útflutnings. Langur timi er liðinn siðan fyrstu rjómabúin voru stofnuð, en þau voru undanfari mjólkur- stöðvanna. Verðmætur og fallegur er skinnaiðnaðurinn og ullariðnaðurinn, sem þróazt hefur i framhaldi af búvöru- framleiðslunni. Og i vetrarriki S-Þingeyjar- sýslu verður það auðskildara en áður, að landbúnaður hlýtur að vera örðug starfsgrein, sem ekki er svo auðvelt að vera án. JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.