Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 16
16 Miðvikudagur 22. marz 1978. Stefán Björnsson, forstjóri: Hef aldrei átt peninga i erlendum banka Að gefnu tilefni vil ég taka það Stefán Björnsson fram að ég á enga innstæðu i forstj. Mjólkursamsölunnar erlendum banka og hefi aldrei Sunnuvegi 31. átt. Garðabær Kjörskrá fyrir Garðabæ vegna sveita- stjórnakosninga sem fram fara 28. mai 1978, liggur frammi á skrifstofu bæjarins, Sveinatungu við Vifilsstaðatungu frá og með 28. marz til 25. april n.k. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist undirrituðum fyrir 6. mai 1978. Bæjarritarinn i Garðabæ. Fjármálaráðuneytið. 20. marz 1978. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúar mánuð 1978, hafi hannekki veriö greiddur isiðasta lagi 28. þ.m. Viöurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en siðan eru viðurlögin 1*1/2 % til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuö, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. lltboð — Raflagnir Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik, óskar eftir tilboðum i raflögn i 18 fjöibýlis- hús, 216 ibúðir i Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B., Mávahlið 4, Reykjavik gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðsfrestur er til 11. april n.k. Röskur og áreiðanlegur afgreiðslumaður óskast i bilavarahluta- verzlun í Reykjavik. Skilyrði að umsækjandi sé reglusamur og stundvis. Tilboðum með upplýsingum um aldur og fyrri störf sé skilað til afgreiðslu blaðsins fyrir 29. þ.m., merkt, 1277. .......................... V. minn Jóhann V. Jónsson bifreiðastjóri, Alfheimum 15 andaðist I Borgarspitalanum þann 19. marz. Fyrir hönd vandamanna Kristrún Kristjánsdóttir. Alúöar þakkir færum við öllum þeim, sem auösýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa Júliusar Rósinkranssonar Eskihlið 12B. Sigrlöur Jónatansdóttir, Anna Júliusdóttir Smári, Bergþór Smári, Jón Júliusson, Signý Una Sen og barnabörn. Lukunázni Frelsisbarátta S-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum Doktorsvörn í HÍ í dag 1 dag fer fram doktorsvörn viö Heimspekideild Háskóla Islands. Gunnar Karlsson cand. mag. ver ritgerð sina „Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gaut- löndum”. Andmælendur verða Bergsteinn Jónsson lektor og dr. Björn Sigfússon. Doktorsvörnin hefst kl. 14 i hátiðarsal Háskóla Islands og er öllum heimill aðgangur. í frásögn blaðsins af umsækjendum um starf leiklistarráðunautar i þriðju- dagsblaði Timans var ýmist kom- izt svo að orði um Agúst Guðmundsson og Þorstein Jóns- son.að þeir hefðu lokið þvi námi, sem þarvartilgreint, enum hina, Erling E. Halldórsson, Eyvind Erlendsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þráin Bertelsson, aðþeir hefðu stundað tilgreint nám. Þetta ber ekki svo að skilja, að þeir hafi ekki sumir og kannski allir, lokið þvi námi, sem að var stefnt, þeirra á meðal Hrafn, er vakti athygli á þessu. — Um leið og fréttir bárust af þvi aðfara ætti að gera byggða- þróunaráætlun fyrir Skeggja- staðahrepp fór ungt fólk aö fá áhuga að setjast hér að, sagði Sigmar I. Torfason, prófastur að Skeggjastöðum i Skeggja- staðahreppi norður við Bakka- fjörð, þegar blaðamaður leit við hjá honum fyrr i vetur. Og þótt þessi áætlun sé litiö annað en pappirsplagg enn sem komið er þá hefur hún vissulega haft jákvæð áhrif á byggð hér. Trú fólks á aö eitthvað ætti að gera hefur aukizt og samhliða þvi hefur orðið almenn hugarfars- breyting bæði hérlendis og er- lendis i þá átt að fólk vill heldur búa út i dreifbýlinu. Það er þvi ekki hægt að segja annaö en byggð hafi eflzt hér allmikið siðustu árin. Nú er mjög mikilsvert aö fylgja þessari þróun fast eftir þannig að ekki verði afturkipp- ur, heldur haldi uppbyggingin áfram. Okkar stærsta vanda- mál er aö hafa hráefni til vinnslu yfir háveturinn. Hafn- arskilyrðin leyfa ekki að gera hér út fftóra báta, þvi þarf að leggja áherzlu á að bæta þau. Stærsta átakið, sem hér hefur verið gert i atvinnumálum, var að sjómenn og verkamenn á Bakkafiröi sameinuðust i aö koma á fót saltfiskverkun. Stofnuðu þeir hlutafélagið Ctver og er það nú að vinna að þvi að koma upp auknu og endurbættu húsnæöi yfir starfsemi sina. Siðan þarf að snúa sér aö þvi aö efla hráefnisöflunina. Nokkuð hefur verið um ibúöarhúsabyggingar á Bakka- Frófasthjónin á Skeggjastööum, Sr. Sigmar I. Torfason og kona hans Guðrfður Guðmundsdóttir. firöi, og m.a. hefur sveitarfé- lagið reist leiguibúðir. Allt stuðlar þetta að eflingu byggð- arinnar og auknum fólksfjölda i hreppnum. Presth jónin á Skeggjastöðum, sr. Sigmar og Guðriður Guömundsdóttir kona hans, kenna yngri börnunum úr Skeggjastaöahreppi heima á Skeggjastöðum.Þangað er þeim ekið daglega. Börnum úr þrem- ur elztu bekkjum grunnskólans er ekiö vikulega i skólann aö Torfastöðum yfir i Vopnafjarö- arhreppi. Þau hjón sögðu, að eitt það erfiðasta við að búa úti á landi væri að þurfa aö senda börnin ung um langan veg I skóla. Spor væri i rétta átt aö fá mennta- skóla á Egilsstöðum, enda væri meirimöguleikarfyrir unglinga úr byggðunum austanlands að fara frá Egilsstöðum heim um helgar, en ef þau þyrftu að fara lengri veg. MÓ Byggð að eflast í Skeggj as taðahr eppi Frá Bakkafirði. Samkomuhúsiö fremst á myndinni til vinstri. Þar eru þorrablót og jólaskemmtanir haldnar, og þar skemmta menn sér af hjartans lyst þótt ekki sé þar vftt til veggja. TimamyndirMÓ Trillur á Bakkafirði. Þeim er lyft með krana upp á vagna og sfðan dregnar á öruggan stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.