Tíminn - 22.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. marz 1978.
7
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjaid kr. 1700 á
mánuði' Blaðaprent h.f.
Fjöllin tóku jóðsótt
og fæddist lítil mús
Það ber ekki oft við, að stjórnarandstöðuflokk-
arnir þrir verði sammála. Þótt allir telji þeir sig
vinstri flokka, stefna þeir oftast hver i sina átt-
ina. Glöggt kom þetta i ljós sumarið 1974, þegar
Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir myndun
nýrrar vinstri stjórnar með þátttöku Alþýðu-
flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtakanna.
Þá komu Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið
fram sem höfuðandstæðingar og deildu lengi um
það eftir að stjórnarmyndunartillagan mistókst
hvorum þeirra væri meira um að kenna, að hún
fór út um þúfur. Þessi misklið þeirra hefur hald-
izt meira og minna allt kjörtimabilið. Helzt dreg-
ur úr henni, þegar talið berst að nýrri nýsköpunar-
stjórn, en þá er eins og báðum hitni um hjarta-
rætur..
Það fór þó ekki svo, að þessi misklið þeirra
héldist alveg til loka kjörtimabilsins. Þegar til
endanlegra úrslita dró i verðbólgunefndinni, og
taka varð afstöðu til efnahagstillagna rikisstjórn-
arinnar, töldu foringjar hinna þriggja stjórnar-
andstöðuflokka sér ekki annað fært en að ganga i
eina sæng og eignast sameiginlegt afkvæmi. Þeir
Lúðvik Jósepsson, Gylfi Þ. Gislason og Karvel
Pálmason rituðu undir sameiginlegt álit, þar sem
þeir lýstu fylgi sinu við svokallað annað dæmi i
nefndaráliti verðbólgunefndar og töldu það
heppilegt til lausnar á efnahagsvandanum.
Kjarni þess var 10% gengisfelling, auknar niður-
greiðslur, samdráttur opinberra framkvæmda og
aukin fjáröflun rikissjóðs til að risa undir niður-
greiðslunum. Þeir þremenningar lýstu sig i meg-
indráttum fylgjandi þessari lausn, en þó með
þeirri breytingu að nýrra tekna yrði aflað með
þvi að þyngja álögur á atvinnuvegunum i stað
hækkunar á beinum sköttum.
Það hefði mátt ætla, að þeir þremenningar
myndu hampa verulega þessum efnahagstillög-
um sinum og telja þær meira snjallræði en efna-
hagslcg rikisstjórnarinnar. Svo hefur þó ekki orð-
ið. Miklu fremur má segja, að þeir hafi reynt að
þegja þær i hel. Ástæðan er sú, að þeim er manna
bezt ljóst, að tillögur þeirra hefðu ekki leyst
vandann, heldur hið gagnstæða. í áliti verðbólgu-
nefndar er þvi lýst, að væri annað dæmið lagt til
grundvallar, myndi sáralitill árangur nást I glim-
unni við verðbólguna, en hins vegar mætti búast
við stöðvun fyrirtækja og atvinnuleysi, þar sem
hér væri samdráttarstefna á ferð. Þess vegna er
ráðið frá þvi i áliti nefndarinnar, að þessi leið
verði farin.
Það eina, sem foringjar stjórnarandstöðuflokk-
anna þriggja gátu orðið sammála um, var sam-
dráttarstefna, sem hefði leitt til fyrirtækjahruns
og atvinnuleysis. Betur verður ekki leitt i ljós, að
þeir hafa ekki upp á nein raunhæf úrræði að
bjóða. Það sannaðist þannig eins vel og verða
má, að stjórnarandstæðingar hafa ekki neitt trú-
verðugt svar til lausnar efnahagsvandanum, svo
að stuðzt sé við ummæli Vésteins Ólasonar i Þjóð-
viljanum á laugardaginn var. Um samstarf
þeirra Gylfa, Lúðviks og Karvels í verðbólgu-
nefndinni á þvi vel við hið fornkveðna, að fjöllin
tóku jóðsótt og fæddist litil mús.
Pá verður hægt að tryggja öryggi ísraels
ÞEGAR þetta er ritað, eru
horfur á, að tsraelsmenn
dragi til baka herlið það, sem
þeir hafa sent inn i Libanon,
og að gæzlulið frá Sameinuðu
þjóðunum taki sér stöðu á
landamærum Libanons og
tsraels isamræmi við ályktun,
sem samþykkt hefur verið i
Oryggisráðinu og Bandarikin
beittu sér fyrir. En þótt þetta
nái fram að ganga, verður
ástandið ekki aftur hið sama
og það var áður en skærulið-
arnir gerðu árásina 11. þ.m.
Hvenær sem er geta þeir
gert hliðstæða árás aftur og
tsraelsmenn gripið til
einhverra aðgerða á móti.
Engum ætti að vera þetta bet-
ur ljóst en Begin, sem er gam-
all skæruliði og gerði sig þá oft
sekan um sízt minni hryðju-
verk en palestinsku skærulið-
arnir á dögunum. I rauninni
má likja honum við lærimeist-
ara palestinsku skærulið-
anna. tsraelsmenn geta þvi
ekki treyst á, að þeir fái að
búa við frið, fyrr en búið er að
semja um þessi mál á þann
veg. að Palestinumenn geti
unað hlut sinum. Til þess að
friður náist, verða Israels-
menn að fallast á tvö skilyrði,
sem bæði Sadat og Carter
leggja áherzlu á sem grund-
völl raunhæfra friðarvið-
ræðna. Annað er það, að
tsraelsmenn fallist á ályktun
Oryggisráðsins nr. 242, en
samkvæmt henni ber þeim að
láta öll landsvæði, sem þeir
hertóku 1967, af hendi. Hitt er
það, að réttur Palestfnu-
manna til eigin heimkynna sé
viðurkenndur, en það þýðir
að vesturbakkinn- og Gaza-
svæðið verði sjálfstætt riki
þeirra eða hluti af Jórdaníu.
Fallist Israelsmenn á þetta,
ætti i staðinn að vera hægt að
tryggja þeim frið og sjálf-
stæði.
Viðræður þær, sem nú fara
fram milli Carters og Begins i
Washington, munu að mestu
leyti fjalla um þessi atriði.
Verði Begin jafn ósveigjanleg-
ur og áður eru litlar vonir um
frið i Austurlöndum nær i ná-
inni framtið.
Þ.Þ.
Begin og Carter
HVER var tilgangurinn með
árás hinna ellefu skæruliða
sjálfstæðishreyfingar Pale-
stinumanna (PLO), sem tókst
að komast í land skammt frá
Tel Aviv laugardaginn 11.
þ.m. og ráða niðurlögum 36
israelskra borgara áður en
þeir voru felldir? Um þetta
hafa fjölmiðlar gert sér tið-
rætt aðundanförnu. Leiðtogar
PLO máttu gera sér ljóst, að
tsraelsstjo'rn myndi bregðast
hart við þessari árás, einkum
þó ef hún heppnaðist að ein-
hverju leyti, eins og raun varð
á. Svar flestra fjölmiðla við
framangreindri spurningu er
oftast tviþætt. 1 fyrsta lagi er
talið, að árásin hafi verið gerð
til að torvelda sáttastarf
Sadats forseta Egyptalands og
helzt að gera honum ókleift að
halda þvf áfram. t öðru lagi er
talið, að PLO hafi viljað
minna á að engar sættir geti
tekizt um þessi mál nema rétt-
ur Palestinumanna verði full-
komlega viðurkenndur.
Þótt árás^ skæruliða hafi
sætt gagnrýni i vestrænum
löndum, hefur hún yfirleitt
mælzt vel fyrir i löndum Ar-
aba, þegar Egyptaland er
undanskilið. 1 Sýrlandi, Libýu,
og trak hefur hún hlotið mikið
hrós. Fjölmiðlar i Saudi-Ar-
abiu hafa farið varlegar í sak-
irnar, en þó lýst henni sem
hetjudáð. Fjölmiðlar i Kuwait
hafa talið það eðlilegt og nauð-
synlegtað PLO minnti á sig. A
þennan hátt hafa undirtektirn- i
ar yfirleitt verið i þeim lönd-
um Araba, þar sem fylgt er
gætilegri stefnu i deilum Ar-
barikjanna og Israels.
ÝMSAR fregnir telja, að leið-
togar PLO hafi verið ósam-
mála um hvort gripið skyldi
til umræddrar árásar eða
ekki. Arafat, sem er aðalleið-
togi hreyfingarinnar, er talinn
hafa verið þvi mótfallinn.
Athyglisverter, að Arafat var
i Moskvu 9. þ.m. og ræddi
þann dag bæði við Brésnjev
og Gromyko. Hann he'lt heim-
leiðis frá Moskvu daginn eftir
(10. þ.m.) en degi siðar var
Arafat
árásin gerð. Þó eru Sovétrikin
ekki sökuð um aðild að henni
eða vitneskju um hana fyrir-
fram. Hitt er talið liklegra, að
Arafat hafi ekki hlotið þær
undirtektir i Moskvu, sem
hann hafi gert sér vonir um,
og þvi hafi hann látið undan
hinum róttækari öflum i PLO
eftir heimkomuna og fyrir-
skipað árásina, en talið er, að
hann hafi með þvi styrkt á ný
stöðu sina innan PLO. Rússar
hafa litið látið á sér bera i
sambandi við þessa atburði og
virðistbersýnilegt að þeir telji
klókast, eins og sakir standa,
að bíða átekta og segja ekki
meira en nauðsyn krefur.
ERLENT YFIRLIT
Rétt Palestínumanna
verður að viðurkenna
Þ.Þ.