Tíminn - 09.04.1978, Side 3

Tíminn - 09.04.1978, Side 3
Sunnudagur 9. apríl ,1978 r 3 Hugmyndir Færeyinga um orkuvinnslu Færeyingar leiöa nú hugann mjög aö orkumálum, en á þvi sviði eru þeir heldur illa settir, aö minnsta kosti eins og stend- ur, þar eð ár eru þar litlar, og alls ókunnugt, hvort þar má ná til jarðhita meö djúpborunum. Aftur á móti er þar vindasamt á fjöllum, og gæti vindorka bætt úr skák, ef virkjun hennar gefst sæmilega. 1 grein sem Hergeir Petersen skrifaði nýlega i blaðið 14. sept- ember, er gerð grein fyrir þess- um málum. Brýnir hann fyrir löndum sinum að leggja svipaða áherzlu á orkuvinnslu á næátu tuttugu árum og lögð hefur veriðá vegagerð siðustu tuttugu árin,en til hennar hafa Færey- ingar varið sem svarar tuttugu milljörðum islenzkra króna með nútíðargengi reiknaö. Orkuvinnsla i Færeyjum er nú 123 milljónir kilóvattastunda á ári, þar af um fimmtiu milljónir kilóvattastunda frá vatnsorku- verum. Telst greinarhöfundi svo til að afköst núverandi vatnsorkuvera megi auka um fjörutiu milljónir kilóvatta- stunda, með sjö nýjum orku- verum, sem þó kosta miklar fyrirhleðslur og 66 kilómetra löng jarðgöng . Loks geti fengizt 48 milljónir kilóvatta- stunda, ef lokað er tuttugu litl- um dölum og dalverpum, úr tólf orkuverum. Þannig fengju Fær- eyingar um 238 milljónir kiló- vattastunda frá vatnsorkuver- um 1 þessum útreikningum er alls staðar gert ráð fyrir 2500 millimetra ársúrkomu, þótt hún sé viða á fjöllum um þrjú þús- und miliimetrar, Viða myndu þó vatnsbirgðirn- ar þrjóta á skömmum tirna i verulegum þurrkum eða frost- um, og yrði þá að gripa til vara- stöðva, og gæti ef til vill komið til greina að kynda þær með Suöureyjarkolum, en á Suðurey er talið, að i jörðu séu um tiu milljónir smálesta af kolum, er brjóta megi. 1 framtiðinni kunni virkjun vindorku að koma til sögu, og ætlar höfundur, að vindar á fjöllum i Færeyjum séu viðlika og Englendingum hefur mælzt á Hjaltlandi, þar sem talinn er möguleiki á tvö þúsund kilóvatt- stunda raforku á hvern fer- metra spaðaferils vindmyllu. Ætlar hann, að tvær til sex vind- myllur gætu, eftir stærð, fram- leitt þrjátiu milljónir kilóvatt- stunda á ári. Hergeir Petersen telur, að enn um sinn verði menn þó að miöa við það, hvað vatnsorku- stöðvar geta' gefið, en það eru tæpar 240 milljónir kilóvatt- stunda eins og áður segir. Orku- þörf Færeyinga áætlar hann hundrað milljónir kilóvatt- stunda til iðnaðar. Sé gert ráð fyrir sextiu milljónum kilóvatt- stunda frá varastöövum á ári, eru þá eftir tvö hundruð milljón- ir stunda. Fimmtán þúsund heimili segir hann þurfa aö meðaltali 3300 kilóvattstundir til ljósa og, suðu, og afgangurinn, ■tiu þúsund kilóvattstundir á heimili, og nægi það til upphit- unr i ibúðarhúsum, sem eru þolanlega einangruð. Bændur — Athugið Intemattanal 574 HYDRO Eigum til afgreiðslu með mjög stuttum fyrirvara International 574 Hydro traktor, sem er 78 ha, vökvaskiptur með hljóðein- angruðu húsi, vökvastýri og bezta fáan- lega búnaði. Athugið: Aðeins til fáar vélar á mjög góðu verði! Samband islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900 [alsIsíIalslBlslslsilstslalsiIsIslBlBlsIslals Drykkja danskra skólabarna: Dæmi þess að senda verði skólabörn heim vegna ölvunar Við könnun, sem gerð var i nokkrum sveitarfélögum i Dan- mörku, kom m.a. fram, að dæmi eru til þess, að senda verði 12-13 ára börn heim úr skóla, þar sem þau eru of ölvuð til þess að sitja i kennslustund. Börn hafa fundizt svo útúr- drukkin eftir skólatima, að orð- ið hefur að færa þau hið bráð- asta á sjúkrahús til að láta dæla ólyfjaninni úr maga þeirra. Einn þeirra sem stóðu fyrir könnunum þessum, rithöfund- urinn Ole Halvorsen, segir: „Það er skelfilegt að börn skuli vera farin að drekka og það lika á skólatima”. Á Jótlandi er vandamálið mikið, ekki sizt fyrir þá sök, hve auðvelt er að komast þar yfir ódýrt áfengi handan landamær- anna. (Frá Afengisvarnaráöi). Ibúð — Húsavík 4ra herbergja ibúð til sölu i fjölbýlishúsi á Garðarsbraut 67, Húsavík. Upplýsingar i sima (96)4-15-80, eftir kl. 17. VIÐ BJÓÐUM BEZTA VERÐIÐ: Kr. ca. 415 þúsund Vinnslubreidd vélarinnar m r mm er 150 cm. Sláttutromlurnar eru tvær og þrír hnífar á hverri tromlu. Tromlurnar eru reimdrifnar — því hljóð- lát í notkun og viðhaldskostnaður lítill. ÍH Globus? LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 ÞÚ ERT í ÖRUGGUM HÖNDUM HJÁ OKKUR CHRYSLER * $ (MKVSI.KK Plymoutfi SIMCA | OacJge Suðurlandsbraut 10 (gamla sjálfsþjónustan). Simi 83330 - 83454. ÞEGAR ÞU SELUR EÐA KAUPIR ÞER NÝJAN EÐA NOTAÐAN BÍL. Viö bjóöum upp á einhvern glæsilegasta bílasal borgarinnar, sem liggur I þjóöbraut. Skoðið úrvalið af notuðum bílum og látið okkur selja gamla bílinn fyrir þig. Þú getur hreinsað bílinn þinn inni hjá okkur þér að kostnaðarlausu. Getum bætt við bílum á söluskrá.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.