Tíminn - 09.04.1978, Síða 9

Tíminn - 09.04.1978, Síða 9
Sunnudagur 9. aprfl 1978 9 Maðurinn, sem nýtur þeirrar lífsnautnar a5 ganga Johan Merrill altygjaOur á nfu mánaOa göngu. Um niu mánaOa skeiO hefur skeggjaOur maOur á þungum skóm þrætt strendur Bretlands. i vetur lentihann i vondum bylj- um — einhverjum hinum verstu.sem þar koma. Þegar öll ökutæki sátu föst og vegir voru lokaöir i heiia viku, þrammaöi hann leiöar sinnar, hverju sem viOraöi. Um nætur lá hann i tjaldi, sem hann bar á baki sér. Hann heitir John Merrill. Hann lagði af stað frá Páls- kirkjunni i Lundúnum og sér- hvern dag gekk hann siðan um fjörutiu og fimm kílómetra. Hann ætlaði upphaflega að ger- ast leiðsögumaður fjallgöngu- manna, en þegar til kom, varð hann starfsmaður i efnaverk- smiðju i Sheffield. Eftir sex ára starf þar, tók hann sig upp og fór til Suðureyja. Þegar hann kom aftur til Sheffield, sagði hann föður sinum, að hann ætl- aði að yfirgefa verksmiðjuna þvi að nú hefði hann komizt að raun um, hvernig hann vildi eyða ævinni. Hann losnaði þó ekki svo auðveldlega frá venju- legum störfum i þjóðfélaginu. Hann var orðinn þrjátiuog fjög- urra ára, þegar honum tókst að eignast smáhýsi i Derbyskiri, þar sem hann bjó um sig. Þar eyddi hann vetrinum við að semja fyrirlestra og skrifa greinar, og það, sem hann fékk fyrir þessi ritstörf, notaði hann siðan til þess að búa sig út til langra gönguferða. Hann segist ekkert vita eftir- sóknarverðara en þramma al- einn stað úr stað, dag eftir dag, og viku eftir viku. Hvort heldur veðrið er gott eða vont, sem kallað er, færir hver dagur hon- um nýja gleði.og margbreytileg fegurö þeirra héraöa og landa, sem hann leggur undir fót, er honum alltaf sem opinberun. Háttalag hans hefur vakið mikla athygli og auðvitað hafa fjölmiðlarnir talaö við hann og flutt um hann efni. Sumir sjá ekki annað i honum en óvenju- legan sérvitring, en mörgum hefur orðið á aö spyrja sjálfa sig og aðra, hvort lifshættir hans séu ekki jafnskynsamlegir og þeirra, sem allar stundir sperr- ast við að vinna, svo að þeir geti veitt sér margvislegan munaö er ka'upa verður dýru verði. Stærri - Kraftmeiri - Betri 1978 Undrabíllinn SUBARU 1600 er væntanlegur seinnipart mánaðarins. Allur endurbættur Breiðari, stærrí vél, rýmra milli sæta/ minni snún- ingsradíus/ gjörbreytt mælaborð/ nýir litir o. fl. o. fl. Það er ekki hægt að lýsa Subaru þú verður að sjá hann og reyna jMrVktí%w( letter mark is an extra cost opi.ion. Sýningarbílar á staðnum Greiðsluskilmálar þeir hagstæðustu sem völ er á í dag og með ábyrgð upp í 20.000 km akstur INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Sigurður Jónsson (Þingeyingur) kennari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þingeyjarsýslu, segir í viðtali um Subaru: „Ég kann mjög vel víð bílinn. Hann er spar- neytinn,góður i hálku og snjó og rýkur i gang i hvaða veðri sem er. Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú þrir Subaru-bilar i fjölskyldunni.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.