Tíminn - 09.04.1978, Síða 19
18
Sunnudagur 9. apríl 1978
Sunnudagur 9. apríl 1978
19
Maöur er nefndur Sveinn
Gamalielsson. Þeir sem hafa
gaman af þvi aö skilgreina menn
og skipa þeim i hópa eftir
hneigðum þeirra,viöhorfi til lifs-
ins eða störfum sem þeir hafa
unnið myndu sennilega verða i
nokkrum vandræðum með Svein.
Hann er sveitamaður, verkalýðs-
sinni, raunhyggjumaður og starf-
samur á vettvangi hins rúmhelga
dags, en dulhyggjumaður i hina
röndina, sannfæröur um að álfar
séu til og telur sig meira aö segja
hafa átt viðþá ýmisleg samskipti.
„Hálfgerður bóndi”
Þetta sem nú hefur verið sagt,
ætti aö nægja til þess aö réttlæta
þann verknað undirritaðs aö sitja
fyrir Sveini, þarsem vitaö var að
leið hans lá, og biðja hann um
viötal fyrir Timann. ,,Um hvað
ætlar þú svosem að tala við mig,
góði? ’ ’ spurði Sveinn og yppti öxl-
um. — Ég hélt að af nógu væri að
taka. Spurningin væri aðeins,
hvort hann hefði tima og nenn-
ingu til þess að sitja fyrir svörum
hjá blaöamanni. „Jæja, viö get-
um hitzt á morgun og séð til
hverniggengur,” sagði Sveinn og
þar meövar björninn unninn. Viö
hittumst daginn eftir eins og talaö
hafði verið um og tókum tal
saman. Arangurinn er eftirfar-
andi greinarkorn. Fyrst i stað var
farið með löndum.
— Er það ekki rétt sem mig
minnir, aö þii sért Svarfdælingur
að uppruna, Sveinn?
— JU, rétter þaö. Égfæddistaö
Hamri i Svarfaðardal. Sá bær
stendur aö austan verðu i daln-
um, nyrzt. Þegar komið er frá
Akureyri og beygt inn i dalinn er
Hamar fyrsti bær til vinstri, vest-
ar Hálsár sem farið er framhjá.
— Þegar ég var fjögurra ára
fluttist ég meö foreldrum minum
að Hjaltastöðum i Skiðadal. Þar
var ég önnur fjögur ár, en aö
þeim liðnum var enn flutt og nú
að Skeggsstööum i Svarfaðardal
og þar ólst ég upp eftir það. Ég
var ekki nema ellefu ára þegar ég
kom aðSkeggsstööum, og átti þar
heima þangað til ég fluttist alfar-
inn úr dalnum, svo ég tel mig allt-
af þaðan þótt fyrstu bernskuspor
min liggi annars staðar. Skeggs-
staðir eru að austan verðu i daln-
um, nærri miöjum dal, um það bil
þrjá kilómetra fyrir innan Velli.
— Bjóst þú kannski einhvern
tima i Svarfaðardal?
— Nei, aldrei gerði ég það, en
þó tel ég mig alltaf háKgeröan
bónda, og ég held, að i eöli minu
sé ég fyrst og fremst bóndi. Ég
fylgist alltaf náiö með málefnum
bænda, og svo þykir mér gaman
að sveitastörfum, að mér hefur
ailtaf fundizt ég mega til með að
eiga kartöflugarö hér fyrir sunn-
an. Meira að segja hér fyrr á ár-
um, ámeöanég vareinhleypur og
ókvæntur, átti ég alltaf kartöflu-
garð — bara til þess að fá aö sýsla^
viö þetta. Ég gaf kartöflurnar,~
heldur en þurfa að neita mér um
að róta i moldinni. Þessi árátta
hefur fylgt mér fram á þennan
dag, og gerir það sjálfsagt á
meöan égdreg önd um barka. Ég
kaupi alltaf Frey og ég varö
áskrifandi aö Búnaðarritinu þeg-
ar ég var í bændaskólanum á Hól-
um. Það rit hef ég keypt slöan.
Samkeppnin var hörð —
stelpurnar ekki nema
fimm...
— ÞU hefur þá stundaö nám á
Hólum?
— Já, ég fór þangaö haustiö ,
1934. Þá var Steingrimur heitinn
Steinþórsson skólastjóri þar. En
seinni veturinnminn á Hólumvar
Kristján Karlsson skólastjóri.
Það var fyrsta skólaárið sem
hann gegndi þvi embætti. Fyrra
árið sem ég var i skólanum, var„
Steingrimur mikið suður i
Reykjavik, þar sem hann vann að
þvi að semja hið svokallaöa^
Rauðku-álit, sem margir kannasr
sjálfsagt við. Þvi var Björn
Simonarson yfirkennari i raun og
„Okkar verður lestin lík....”
veru skólastjóri þennan vetur,
svona i framkvæmdinni.þótt hin
formlega ábyrgð væri á herðum
Steingrims og sjálfur kom hann
norður, þegar próf tóku að nálg-
ast og annaöist undirbUning og
framkvæmd þeirra.
— Hvernig þótti þér að vera á
Hólum?
— Þaö var i einu oröi sagt
dásamlegur timi. Mér var það ný
og kærkomin reynsla aö sitja á
skólabekk og kynnast mörgu sem
ég þekkti ekki áður né vissi aö
væri til. Nokkrir skólabræðra
minna voru úr Eyjafirði eins og
ég ogsömuleiðis austan úr Þing-
eyjarsýslu. Við sem vorum af
þeim slóðum, fórum oftum vetur-
inn á heimaslóöir okkar og geng-
um þá Heljardalsheiði sem er á
milli Hjaltadals og Svarfaðar-
dals.
Viö vorum að sjálfsögðu heima
um jólin og áður en viö skilduin
og hver fór heim til sin til þess að
njóta jólahelginnar og fridaganna
kom okkur saman um aö hittast á
fremsta bæ i Svarfaöardal þegar
friiö væri Utiygista þar um nóttina
og halda siöan til Hóla daginn eft-
ir.Þettafóreinsogtil var stofnað,
við komum tveir aö Atlastööum i
Svarfaðardal eins og ákveðiö
hafði verið um klukkan sjö aö
kveldi.en þá voru félagar okkar
ekki komnir þangað og sást ekk-
ert til þeirra. Veður var hið
fegursta,logn og tunglsljós, snjór
yfir öllu og heiðskirt. Það var þvl
ekki amalegt að vera á feröfVÍð
vorum á skiðum og ungir og
hraustir. Við vissum aö þetta
kvöld áttiaö vera ball á Hólum og
fórum nU aö spyrja bóndann á
Atlastöðum hvort okkur myndi
ekki óhætt aö halda á heiðina þó
aö komið væri undir kvöld.
Okkur var mikið áhugamál að
komast á ballið, þvi að á Hólum
voru á milli þrjátiu og fjörutlu -
strákar en ekki nema fimm
stelpur svo að samkeppnin var
hörð. Ef við færum strax eða þvi
sem næst myndum við ná ballinu
þvi að skiðafæri var gott. Bóndi
svaraöi þvi til að ekki væri Utlit
fyrir neina veðurbreytingu og ef
veörið spilltist ekki væri okkur
óhæthen fleira lagði hann ekki til
þessara mála. Hins vegar var
hUsmóðirin dálitið áhyggjufull
yfir þessu tiltæki okkar, að ætla
að leggja á heiðina, svona undir
nótt.
— Þiö hafið samt ekki látið letj-
ast?
— Nei, þaö var nú ööru nær.
Hugurinn bar okkur hálfa leið.
Heljardalsheiði er að visu brött
og erfið uppgöngu þeim megin
sem snýr að Svarfaðardal en eftir
aö viö vorum komnir upp hjá
Stóruvöröu sem er á há-heiðinni
mátti heita að við þyrftum ekki að
hafa fyrir öðru en að standa á
löppunum, þvi að skiðin runnu
Hólar I Hjaltadal. Þar stundaði Sveinn Gamalielsson nátn á unga aldri, og undi hag sinum hið bezta.
Ómetanlegt veganesti
— En þá er þaö önnur spurning
og alvariegri: Þú hefur auðvitað
farið i skólann á Hólutn af þvi að
þú vildir veröa bóndi?
— Ekki vil ég segja að ég hafi
veriðbúinn aö fastákveöa hvað ég
vildi verða þegar ég fór að Hól-
um. Astæður þess að ég brá á
þetta ráð eru miklu nærtækari.
Jafnaldrar minir og nágrannar
höfðu margir fariö aö Hólum og
mig langaði að fara að dæmi
þeirra. Enn fremur var hitt að
heima fyrir var ekki völ á neinni
fræðslunema barnaskólanum, en
þarna eygði ég tækifæri til þess aö
gera tvennt i einu: Llta i kringum
mig i heiminum og afla mér um
leið einhverrar þekkingar um-
fram þá sem ég hafði þegar hlot-
ið. —Það er lfka sannast mála að
veran á Hólum varð mér ákaflega
notadrjúg, þóttégyrðiekki bóndi.
Það er engu iikara en að utanað-
komandi atvik ráöi lifsbraut okk-
ar meira en við sjálf.
Hinuneita ég ekki, að þegar ég
lit um öxl finnst mér stundum að
— Spjallað
við Svein
Gamelíels-
son um
skólavist
hans á
Hólum,
störf að
félags-
málum
og kynni
hans af
huldum
vættum
Sveinn Gamalielsson
sjálfkrafameð okkurniðuri' móti.
Heiöin er ekki nærri eins brött
Hjaltadals-megin,þarna var allt á
kafi i snjó, við þaulkunnugir og
höfðum þar að auki simalinuna til
þess aö styðjast við. Okkur var
þvi alls engin hætta búin. Ekki
höföum viö skiðabindinga eins
og þá sem nú tiðkast. heldur að-
eins ól þvert yfir ristina. Ef viö
dyttum var hætta á þvi að skiöin,
annað hvort eða bæði, losnuöu frá
okkur og rynnu sina leið og þá var
voöinn vis, þau myndum við
Timamynd Gunnar.
aldrei sjá framar. En við kunnum
ráö viö þessu. Það var siður okk-
ar allra.stráka sem æföum okkur
á skiðum i brattlendi á þessum
árum að bora gat i skiðanefiö
fremst hnýta þar i langt snæri
gera stóra lykkju á hinn enda .
snærisins og halda fast i hana,
þegar við renndum okkur eða
bregða lykkjunni um Ulnliðinn.
Með þessu móti úorum viö vissir
um að týna ekkk skiðunum, þótt
við dyttum og lósnuðum Ur tá-
bandinu. — Þessu heillaráði
fylgdum viö auðvitað nU enda
gekk ferðin heim aö Hólum eins
og bezt varö á kosið.
— Komuzt þiö svo á bailið?
— Já viö vorum komnir I Hóla
klukkan tólf um nóttina og þá var
enn eftir mestur hluti ballsins þvi
að þau stóðu lengur þá en nú á
dögum.
— En hvernig gekk svo sam-
keppnin, þegar á balliökom? Tók
þaö þvi aö leggja þetta á sig?
— Samkeppnina? Já hUn gekk
ágætlega. Fyrirhöfn okkar
borgaði sig margfaldlega — og
svo skulum við ekki tala meira
um það.
1 Svarfaöardal. Hér, I þessari faliegu, norðlenzku sveit, eru æskuslóöir
Sveins Gamalielssonar.
Sklöadalur gengur suöur úr Svarfaöardal. Þar er fagurt og búsældar-
legt um aö litast. Bærinn sem sést, er Dæli i Skiðadal.
Kirkjan á Völium I Svarfaðardal.
knattspyrna og hrossakjötsáthafi
verið helztu athafnir oldcar Hóla-
sveina á þessum árum.
Ég gleymi aldrei fyrstu ferð
minni heim aö Hólum haustið
1934. Ég fór sem leið liggur yfir
Heljardalsheiði og kom þar af
leiðandi fyrst að Skriðulandi i
Kolbeinsdal. A Skriðulandi bjó þá
fræðimaöurinn og öölingurinn
Kolbeinn Kristinsson. Það var
komið kvöld og ég spurði hvort
ekki væri hægt að lána mér hest
yfir ána Kolku en yfir hana þurfti
ég vitanlega að komast. Nei,
bölvaöir klárarnir eru hin-
um megin við ána svaraði Kol-
beinn. ÞU skalt bara fara úr sokk-
um og skóm, þegar þú veður yfir
ána, það er betra fyrir þig heldur
en að ganga i blautum sokkum
þaðsemeftir er leiöarinnar, bætti
hann við. Maöurinn talaði svo
vingjarnlega og hann verkaöi svo
vel á mig að ég man það glöggt
enn þann dag i dag. En ekki
grunaði mig þá að þessi maður,
sem ég bað að lána mér hest,væri
prófdómarii skólanum, þarsem
ég ætlaði að fara að stunda nám
og hissa varö ég.þegar hann birt-
ist andspænis mér við prófborð i
fyllingu timans. En ég varð ekki
fyrir vonbrigðum. Þvi oftar sem
fundum okkar Kolbeins bar
saman og þvi betur sem ég kynnt-
ist honum þann tim a.sem ég var á
Hólum þvi betur likaði mér við
hann. Hann er einn þeirra góðu
manna sem aldreierof mikið af i
veröldinni.
En svo ég viki aftur að verunni
á Hólum og þeirri þekkingu sem
ég öölaðistþar, þá er mér næst að
halda að hin félagslegu viöhorf
hafi orðiö mér drýgst veganesti.
A Hólum voru málfundir al-
gengir, og þar var talað um allt
milli himins og jarðar: stjórnmál
verkalýösmál, menningarmál —
að ekki sé minnzt á sjálf land-
búnaöarmálin,sem voruauövitað
númer eitt eins og gefur aö skilja,
þar sem saman voru komnir
ungir menn, sem allir voru að
nema bUfræði. Ég held mér sé
óhætt að fullyrða aö við höfum
allir fengið meiri og minni innsýn
i alla þessa málaflokka og um
mig er það aö segja,aö áhugi á
þeim og löngunin til þess að
fylgjast með þvi sem er aö gerast
áhinum ýmsu sviðum þjóöfélags-
ins hefurfylgtmérfram á þennan
dag.
Hlæi þeir sem hlæja
vilja
— Þú nefndir menningarmál—
og sjálfur ert þú upp runninn i
sögufrægri sveit. Last þú ekki
Svarfdælu þegar þú varst ungur?
— Jú, hvort þaö nú var. Is-
lendingasögurnar voru lesnar
aftur og aftur, og af sjálfu sér
leiddi að ég las Svarfdælu spjald-
anna á milli, ekki einu sinni,
heldur oft.
— Trúðir þú henni?
— Ja, trúöi og trúði ekki. Það
er i eðli minu að taka flestum
hlutum með varúö og trúa helzt
ekki neinu i blindni. Klaufi i
Svarfdælu gekk aftur, og þaö er
svo um munaði, en ég er litiö
gefinn fyrir drauga og afturgöng-
ur. Aftur á móti trúi ég þvi statt
og stöðugt, að álfar séu til. Helgi
magri var kristinn, eins og menn
vita, og nefndi bæ sinn Kristnes,
en þegar mikið lá við, sneri hann
sér til Þórs. Ég vil snúa þessu við.
Ég trúi á álfa, og hef löngum átt
vingott viö þá, en ef mikið er i
hUfi, leita ég til Krists.
— Er álfabyggð i Svarfaðar-
dal?
— Já, og hún mikil.
— Sást þú álfa þar?
— Nei,égsáþáekki,enég vissi
vel af þeim. Ef ég þurfti aö fá
svör viö einhverju sérstöku,
spuröi ég bara álfana, og það stóö
ekkert á svarinu. Þetta geri ég
enn I dag með góöum árangri.
Mér er sama, hvort nokkur trUir
mér eða ekki, — og hlæi þeir sem
hlæja vilja — en svona er þetta:
Þaö er bjargföst skoöun min, að
álfar séu til, og að menn geti
komizt i samband við þá, ef þeir
vilja og reyna.
— En veiztu hvernig álfarnir
lita út, fyrst þú hefur aldrei séð
þá?
— Nei, þaö veit ég ekki, og ég
get meira að segja bætt þvi við,
aö þessar verur, sem ég kalla
álfa, geta vel veriö allt öðru visi
en þeir álfar, sem þjóösögurnar
okkar lýsa. Kannski eru þetta
framliðnir menn, eöa einhver
gersamlega óþekkt tegund lif-
vera. Mannleg þekking nær ákaf-
lega skammt, og þaö er meira en
meðalheimska að afneita þvi sem
menn skilja ekki og vita ekki
nokkurn skapaðan hlut um.
1 Svarfaöardal er mikiö af hól-
um og klettum, smáum og stór-
um, ekki sizt fyrir ofan bæinn á
Skeggsstöðum, enda var þar allt
morandi af álfum, þegar ég var
aö alast þar upp, og er það sjálf-
sagt enn.
Alfabyggð i ;
Kópavogi
— En rofnaði samband þitt viö
þessar huldu vættir ekki, þegar
þú komst hingað i þéttbýlið og
skarkalann?
— Nei, ekki nú alveg. Þar sem
ég bý i Kópavoginum, er allt kvikt
og krökkt af álfum.
— Jæja? Og ég sem á líka
heima i vesturbænum i Kópa-
vog-i!
— Hvaö sakar það? Ég held
álfarnir geri þér ekki mikiö! En
ég get sagt þér, að þegar ég var
að byggja þar, ofarlega við Kópa-
vogsbrautina, þá var þar svo
gifurlegur fjöldi álfa, að verkfær-
in okkar voru alltaf að týnast.
Það leið varla svo dagur, að við
týndum ekki hamri, naglbit, hefli
eða sög. Fyrst i stað leituðum viö
að þessu dyrum og dyngjum, en
án árangurs. Þá varð ég þess
áskynja, aö álfarnir voru að
byggja þarna rétt hjá okkur, og
þegar þá vanhagaöium verkfæri,
gripu þeir áhöldin okkar. En álfar
eru skilvisir, og ég sagði viö
vinnufélaga minn,aövið skyldum
ekki vera að eyða tima i að leita
að þvi sem týndist svona, þvi yrði
skilað innan skamms. Þetta fór
lika svo, og brást aldrei. Við hætt-
um alveg að leita, þegar eitthvað
hvarf, og það var segin saga, að
hinn týndi hlutur lá á miðju gólfi,
fyrir augunum á okkur, áður en
langt var um liöiö. Ef honum var
ekki skilað áöur en vinnu lauk
sama daginn og hann haföi veriö
fenginn að láni, mátti ganga að
honum visum, þegar við komum
til vinnu morguninn eftir. Það
þarf enginn aö óttast aögeröir
álfa,sem hefur við þá vinsamleg
og góö samskipti. — Vinnufélagi
minn var ekki meira en svo trú-
aður á þetta fyrst i stað, en varð
þó að viðurkenna þaö að lokum.
Við týndum aldrei verkfæri allan
timann sem bygging hússins stóð
yfir. — Álfarnir standa með mér,
og ég meö þeim. Það er mergur-
inn málsins.
— Jæja, þú bendir mér á
byggðina þeirra, ef við verðum
einhvern tima samferöa um
Kópavoginn.
— Já, það skal ég gera, enda er
það minnstur vandinn. Að visu
skemmdist álfabyggðin dálltiö,
þegar véltæknin var að gera
Borgarholtsbrautina að „finni”
götu hérna um árið, en mér tókst
að vara álfana við, svo þeir höföu
ráðrúm til þess að færa sig, og
voru við öllu búnir, þegar
sprengingar og djöfulgangurinn
tóku til að láta jörðina skjálfa.
— Segðu mér nú citt: Hvernig
ferð þú aö þvi að tala viö álfana?
— Já, þúvilt vita það, —en þaö
segi ég þér ekki, lagsmaður, þvl
að þaö er hernaðarleyndarmál, —
leyndarmál á milli mln og álf-
anna. Hvað heldur þú lika að al-
mennir blaöalesendur hafi með
slika vitneskju að gera? Þeir
væru ekki neinu bættari, svo viö
skulum heldur fara að tala um
eitthvaö annað.
— Jæja, eins og þú vilt.
Eitthvaö hefur þú verið búinn að
dveljast hér fyrir sunnan, þegar
þú fórst aö byggja húsiö I Kópa-
voginum?
— Ég kom hingað fyrst árið
1935, og fór þá að vinna á Vífils-
staðabúinu hjá Birni Konráðs-
syni. Svo fór ég norður og var
seinni veturinnminn á Hólum, en
að Hólaverunni lokinni fór ég
suður öðru sinni og hélt áfram aö
vinna á Vifilsstööum. Það tognaði
úr verunni þar, ég var allmörg ár
á Vifilsstöðum hjá Birni Konráös-
syni og undi þar hag minum ljóm-
andi vel. Björn reyndist mér
ágætur húsbóndi og hinn bezti
drengur, og mér leiö ljómandi vel
á Vifilsstööum, þótt ekki væri þar
álfabyggð i grenndinni, svo ég
yrði var við. Ég fékk hundrað og
tiu krónur i kaup á mánuöi, og
þótti mjög gott, enda kostaði
brennivinsflaskan ekki nema
fimm krónur þá, — ef viö höfum
þá vöru fyrir viömiðun. — Auk
þess var svo fritt fæöi og húsnæöi,
og það drýgöi tekjurnar auövitaö
mjög mikið.
,,Mér rann kalt
vatn milli skinns
og hörunds
— Svo áttir þú eftir að verða
verkalýössinni i Reykjavik?
— Já, og þaö er dálitið at-
hyglisvert, hvernig ég öðlaðist þá
miklu samúö meö verkalýð og
öllu vinnandi fólki, sem hefur
fylgt mér um áratugi. Og það er
bezt að ég segifrá þessu hér, fyrst
viö erum aö rabba saman um
liöin ár.
Ég var staddur sem ferðamaö-
ur i Reykjavik haustið 1932, þá
tuttugu og tveggja ára gamall.
Einn daginn sem ég var hér að
þvi sinni, vissi ég ekki fyrr til en
ég var allt i einu staddur þar sem
fjöldi manna barðist upp á lif og
dauða, og notuðu sumir bera hnú-
ana, en aörir hvaö sem hönd á
festi. Þetta var nóvemberslagur-
inn, svokallaði, bardaginn 9.
nóvember 1932. Mér varð star-
sýnt á þessi ósköp, en tók
auðvitaö ekki þátt i neinu sem
fram fór. Ég sá, hvar menn voru
bornir i burtu, alblóöugir og ég
játa, aðmér rann kaltvatn á milli
skinns og hörunds. Ég fór aö
spyrja sjálfan mig.hvort það gæti
átti sér staö, að þessir fátæklegu
verkamenn, sem ég sá þarna,
ættu sök á slikum ófriöi. Upp frá
þessum degi hefur vinnandi fólk
til sjávar og sveita átt samúö
mina og athygli óskipta. Ég hef
reynt að fylgjast meö kjörum
þessog éghef viljaö veröa að liði I
baráttu almenningsfyrir betra og
menningarlegra lifi.
— Hefur þú ekki tekiö þátt I
störfum Alþýöusambands ts-
lands?
— Jú, mér skolaöi meira aö
segja inn i miðstjórn Alþýðusam-
bandsins árið 1960. Þar kynntist
ég mörgum mönnum, sem sumir
voru skoðanabræöur minir, en
aörir á öndveröum meiöi i stjórn-
málum. En þaö tókst góður kunn-
ingsskapur með mér og þeim, og
ég á góðar minningar um sam-
starfiö við alla þessa menn, hvort
sem skoöanaágreiningur var
meiri eða minni. Vistvar oft deilt,
en þetta starf var að minnsta
kosti aldrei leiðinlegt. Þó aö eitt-
hvaö hitnaöi i mönnum og hnútur
flygju um borð á einhverjum
kvöldfundinum, þá voru allir
óskemmdir af þvi og jafngóðir
kunningjar morguninn eftir.
Þetta segi ég að sé hinn rétti fé-
lagsmálaandi, og reyndar er ég
þeirrar skoöunar, aö flestum
mönnum veröi óbærilegt að
starfa til lengdar aö félagsmál-
um, ef þeir ala með sér þykkju og
andúö og geta helzt ekki talað viö
þá sem eru þeim ósammála.
Samvinnumaður
— Svohefurþú lika tekið þátt i
beinu stjórnmálastarfi?
— Já, það er rétt. Ég er búinn
aö starfa lengi i Framsóknar-
flokknum, og málefni samvinnu-
hreyfingarinnar hafa alltaf verið
mér mjög hugleikin.
— En finnst þér ekki mikil
vinna að fást við féiagsmál og
sitja kannski á fundum fram á
næturað afloknu löngu ogströngu
dagsverki á allt öörum vett-
vangi?
— Jú, félagsstörf eru ákaflega
timafrekogoftasterfið.Menn eru
gjarna kallaöiráfundimeðlitlum
eöa engum fyrirvara,en þó er það
kannski ekki það versta. Allir
menn sem sinna félagsmálum aö
einhverju ráöi, verða aö hafa
tima til þess að kynna sér þau
mál, sem þeim er ætlaö aö fjalla
um. En það getur kostaö mikinn
lestur og veröur iðulega ekki gert
nema á löngum tima. Þetta veröa
allir að hafa I huga, sem ætla sér
að taka þátt i einhvers konar fé-
lagsmálastarfi.
— Segöu mér aö lokum,
Sveinn: Hvaö heldur þú aö þér
hafi þótt skemintilegast af þvi
sem þú hefur fengizt viö um dag-
ana?
— Það ernú margt. Mér þykir
flestskemmtilegt.sem éggeri, og
ég hef sem betur fer alltaf veriö
sæmilega glaðlyndur. En ef ég á
að reyna að svara spurningu
þinnibeint, þáheldégaö mérhafi
þótt félagsmálastörf skemmtileg-
ust allra verka. Það er ákaflega
gaman að kynnast og vinna með
mörgum og ólikum mönnum, þvi
aö langoftast eru slik kynni
ánægjuleg.
Auðvitað erum við mennirnir
misjafnir. Við róum og sláum
hver með si'nu lagi. En mér hefur
oft orðið hugsað til þess, sem
ágætur maður sagði um þá, sem
báru finni flik og fleiri i vösum
lykla en hann sjálfur:
Ökkar verður lestin lik
á lokadaginn mikla.
—vs