Tíminn - 09.04.1978, Side 22

Tíminn - 09.04.1978, Side 22
22 Suumnfagur 9. ayrB »78 ...r. .--- -■’ -- BÓK UM EINSTÆÐAN ÆVIFERIL Ég hefi að undanförnu verið aðlesa mikla og fallega bók, Ut- gefna af Bókaútgáfunni ÞJÓÐ- SÖGU, þýdda af Gisla Ólafs- svni, í einkar smekklegum frá- gangi og Utliti Utgefandans, Hafsteins Guðmundssonar. Fyrir dæmigerða ævisagna- unnendur eins og okkur Islend- inga, hlýtur það að vera stórvið- burður, þegar lifssaga svo sér- stæðs og frægs manns ssm Jiddu Krishnamurti kemur hér fyrir almenningssjónir Hann var trUlega einn mest umtalaði maður heims á sinum tíma, sér- staklega á áratugnum frá þvi um 1924 til 1934. Ekki veit ég, hvað ungt fólk á Islandi veit nU um þennan ein- stæða mann, Kristhnamurti, en það mun mega fuilyrða, að ann- ar samtimámaður sé vart mið- aldraog éldra fólki minnisstæð- ari, a.m.k. ekki meðal andlega sinnaðra og leitandi manna. Er þaðengan veginn óeðlilegt, þar eð það gekk lengi fjöllunum hærra, og var boðað af viðfrægu fólki fullum hálsi, að i Kristhna- murti ætti heimurinn von nýs Messiasar — arftaka Krists. Og það var ekki aðeins úti i hinum stóra heimi, sem þessi boðskap- ur átti fræga formælendur. Einnig hér á landi gerðust margir merkir menn til þess að glæða skilning og trU á þetta nýja ,.heimsljós”, i einlægni og af sannfæringarkrafti byggðum á persónulegri snertingu og kynnum við hið nýja meistara- efni, eins og t.d. séra Jakob Kristinsson og frU Aðalbjörg Sigurðardóttir. Þau vissu hvorki hik né efa varðandi sér- leik ogmikilleik Kristhnamurti, og vitnuðu opinberlega um það af hita og hreinskilni svo sem þauvoru þekktfyrir. Þau ásamt Guðmundi skólaskáldi, Sig. Kristófer Péturssyni o.fl. áhugamönnum stofnuðu og stjórnuðu félaginu ,,Stjarnan i austri”, sem var deild Ur al- þjóðlegum félagsskap til brautargengis trUnni á „endur- komu mannkynsfrelsarans”. „Kristur endurborinn” voru orð, sem heyrðust ósjaldan á þessum árum. Þessi boðskapur féll lika heim og saman við fyrirheit margra helztu trúar- bragða heims um endurkomu æðsta meistara eða frelsara, og þrá margra beztu manna byggða á innsta hjartans grunni vegna iskyggilegs heims- ástands og þörfina fyrir hand- leiðslu Ur myrkri til ljóss. Það leikur vart á tveim tung- um, að hátiðlegur helgiljómi lék um nafn þessa unga manns, sem af svo mörgum og góðum var trUað, að hann væri sá, er koma skyldi samkvæmt fyrir- heitum Bibli'unnar o.fl. trUar- bóka. Undur og stórmerki þóttu i vændum, og hver var sá, er ekki vildi verða viðbUinn? En þegar Kristhnamurti var kom- inn á þann aldur, sem ætla mátti, að hann virkilega færi að láta að sér kveða og sinna eigin- legri köllun sinni sem nýr mannkynsfræðari, mátti marg- ur hnipinn maður viðs vegar um heima reyna það, að „skjótt hefur sól brugðið sumri”. Allt i einu og mjög óvænt ris upp sjálfur sá, sem allt hafði snUizt um, og tilkynnir opinberlega og afdráttarlaust á eigin alþjóða- þingi Stjörnufélaganna, sem hann var forseti fyrir, að hann sé Ur leik. Hingað, og ekki lengra, var lokaboðskapurinn til áfjáðra og heilshugar formæl- enda og áhangenda! Þannig fengum við engan nýj- an mannkynsfrelsara. Þetta tók að sjálfsögðu marg- an sárt, sem hvorki ætlaði að trUa eigin augum né eyrum. Mest varð þó áfallið fyrir eina manneskju, Annie Besant, þennan töfrum gædda hugsjóna- og mælskumann, sem séð hafði um uppeldi Kristhnamurtis og öllurn öðrum fremur boðað komu hans, ekki si'zt i frægum fyrirlestrum viðs vegar um heim. „Heimsfræðarinn og hin nýja menning” var letrað á gunnfána hennar. En var þá Krishnamurti, þetta gáfaða og fallega ung- menni, bara venjulegur maður? Fjarri fer þvi. Að visu er hann haldinn mörgum harla mann- legum eiginleikum. Hann nýtur margs sem hver annar, tengist fögrum konum sterkum bönd- um, þær flykkjast i kringum hann, áhugasamur „mótorhjóla gæi” var hann, fær siöar ást á bilnum sinum, iðkar iþróttir af áhugá o.fl. i hæsta máta verald legt. Nám sitt stundar hann samvizkusamlega. En jafn- framt öllu þessu er Krishna- murti annað og meira: gæddur óvenjusterkum persónutöfrum og andlegum krafti á sinum beztu stundum. Það hafa marg- ir merkir menn vitnað um á hinn trUverðugasta hátt, og eng- in ástæða til að draga það i efa. Hann er einnig dulspakur og stendur sjálfur i sambandi við æðri verur — meistara — og á sér raunar háleitt leiðtogatak- mark i li'finu, þrátt fyrir allt, og sinnir þvi meira að segja enn þann dag i dag, hlaöinn lifs- krafti, nálega 83ja ára að aldri. Hann ferðast um milli landa og þjóða og boðar kenningu sina, sem m.a. byggir á eldfornri speki: „Þekktu sjálfan þig” — og nýrri: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa”, og heilshug- ar tekur hann undir þessi vafa- laususannleiksorð: „Himnaríki býr hið innra með yður”. Það er svo sem til nóg af gamalli vizku i heiminum, það sem á skortir, er hæfileikinn til þess að skilja og lifa sannleikann. Til þess virðist mannkynið þurfa si- endurnýjaða hjálp. Hvernig er þá þessi nýUt- komna bók um Krishnamurti? HUn er ekki um kenningar hans, heldur manninn sjálfan, og henni lýkur raunar 1934, þegar hann er bUinn að standa full 20 ár í hlutverki hins tilkomanda, 39 ára að aldri. Hefur bókin hanntil skýjannasem goðborna veru, eða sallar hUn hann niður sem einn stórbrotnasta svikara og vonbrigðamann sögunnar? Þvi er fljótsvarað: Hvorugt! Hér er um að ræða svo blátt áfram og trUverðuga frásögn, að það hvarflar ekki að manni, aðnokkursstaðarsé haliað réttu máli. Þar fyrir skyldi enginn halda, að bókin sé dauf og bragðlaus. Þvert á móti virðist hUn einmitt segja afdráttar- lausan sannleikann um bæði veikar og sterkar hliðar þessa undarlega manns, sem af svo mörgum var talinn verðugur bUstaður nýs Krists eða endur- borins og samneyti hans við það fólk, er kemur við sögu á þess- um umbrotaárum — og það er margt. Þessi saga Krishnamurtis leiðir iljós.einsogfyrr segir, að mörgu leyti ákaflega venjuleg- an mann, og ekki að öllu leyti svo sérstaklega andlegan, enda sleppur jafnvel ekki hann við slUður- og jafnvel hneykslissög- ur. Má raunar segja, að hann öðrum þræði lifi talsvert „ljUfu lifi”. Lífsbarátta hans i venju- legum skilningi er ekki hörð. Fjárhagslega er hann borinn uppi af stórauðugu fólki,einkum konum,og alþjóðlegum samtök- um. BUksorgir þarf hann engar að bera. Nauðþurftir allar leggjast honum upp i hendur. Hann þarf ekki að biðja neinn um neitt, en segja má, að Krishnamurti i gegnum göfugt og kærleiksrikt lifsviðhorf „leiti fyrst guðs rikis og hans rétt- lætis” og þvi ekki nema alveg eðlilegt samkvæmt kristnu fyrirheiti, að honum „veitist allt annað að auki”. Þvi ekki það? Ég undirstrika, og þvi má ekki gleyma, að samhliða til- tölulega venjulegu mannlifi, lif- ir Krishnamurti harla annar- legu lifi langt i burtu frá þvi „litla og lága, sem lifað er fyrir ogbarizt er móti”. Hann stend- ur bæði i beinu og óbeinu sam- bandi við öfl eða lifskraft utan- við skynsvið okkar venjulegra manna, enda hugmyndin að heimsfræðarahlutverki hans upphaflega tilkomin fyrir til- stilli háþroskaðra meistara „handan storms og strauma”. Að lokum skal þess getið, að höfundur þessarar sannarlega merku bókar, Mary Lutyens, var á löngu timabili og er trU- lega enn, einn helzti trUnaðar- vinur Krishnamurti. En hún segir ekki sögu hans svo heitið geti frá eigin brjósti, heldur að- eins tengir orðrétt og innan gæsalappa óhemjumiklar bréfaskriftir frá Krishnamurti og til hans, og milli vina hans um hann. Það leikur þvi varla vafi á þvi, eins og fyrr segir, að þarna fer ekkert á milli mála. Fjöldi af þessu fólki er ennþá of- ar moldu, auk sjálfs Kristhna- murtis, svo það er vissulega ekki liklegt, að hér sé hallað réttu máli. Illa svikinn er ég, ef lands- mönnum finnst ekki þessi fagra og sérstæða bók áhugavert og beinlinis heillandi lestrarefni. Og vist er hún ekki um neinn meðalmann, heldur einn þann frægasta og sérstæðasta Ur okk- ar samtið, þrátt fyrir öll sáru vonbrigðin, sem hann olli svo mörgum. En er unnt að dæma hann fyrir það? „Hjarta hans sló i hverju orði — blóð hans rann í hverri setningu”, vitnaði séra Jakob Kristinsson eftir persónulegt samneyti við Krishnamurti, sem sjálfur sagði m.a.: „Ég er aldrei einmana. Égá nokkuð, sem aldrei verður frá mér tekið.” Þetta „nokkuð” hefur Krishnamurti án efa öðl- azt gegnum mikla andlega bar- áttu, sem lesanda umræddrar bókar má vel meira en gruna. Þessi háþroskaði maður hefur varið ævi sinni til þess að veita öðrum hlutdeild i þvi. BaldvinÞ. Kristjánsson. Fyrirhuguð er 12 daga ferð á vegum framsóknarfélaganna með viðkomu í: HANNOVER - BERLÍN - PRAG MÚNCHEN - KÖLN Einnig er liugsanlegt að hafa viðkomu i LEIPZIG OG SALZBURG Möguleikar eru. einnig á að kaupa aðeins flugfar Reykjavik — ffannover — Reykjavik og er þá verðið KR. 49.000 Brottför 24. mai — heimkoma 4. júni. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofunni Rauðarárstig 18. Simi 2-44-80. Ferðadiskótekin Disa og Maria Fjölbreytt danstónlist Góð reynsla — Hljómgæði Hagstætt verð. Leitið upplýsinga — Simar 50513 — 53910 — 52971. Bændur Ég er níu ára telpa og óska eftir að komast í sveit i sumar. Simi 191)4-34-94. / /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.