Tíminn - 09.04.1978, Síða 23

Tíminn - 09.04.1978, Síða 23
Sunnudagur 9. apríl 1978 HIM BO-veggsamstæður fyrir hijómflutningstæki THvaídar fermingargjafir Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Verzlunin Stjarnan Borgarbraut 4 - Borgarnesi 3 K húsgögn — Hvildarstólar — Skrif- borðsstólar — Hljómflutningstæki — Myndavélar — Allur skófatnaður — Raf- magnstæki — Gjafavörur — Leikföng — Skrifstofuvélar — Litasjónvörp — Gar- dinubrautir — Fermingargjafir í úrvali. Sendum i póstkröfu um allt land. Stjarnan-Borgarnesi -Simi (93) 7325. Pípulagnir — Ofnar Tek að mér nýlagnir og viðgerðir. Söluumboð fyrir Silrad-þanelofna. Mjög hagstætt verð. Stefán H. Jónsson pipulagningameistari, simi 4-25-78 Rafvörur og verkfæri Byggingavörur 3*SAMVIRKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90 Pípulagningaþjónusta Getum bætt við okkur verkefnum i ný- lögnum, viðgerðum og breytingum, ger- um verðtilboð ef óskað er. Vatnslagnir s/f simar 86947 og 76423 Skúli M. Gestsson .Löggiltur pipulagningameistari. II jll' !!■!»!!» Útvarpssendingar hafnar frá brezka þinginu: Nú skamm- ast þeir í áheyrn alþj óðar Brezka þingið hefur lengi þverskallazt við að fylgjast með timanum og vera 20. aldar sam- kunda. Með hálfum huga hafa þingmennirnir nú samþykkt að stiga eitt viðbótarskref i þá átt að svo verði. Almenningur i Bretlandi hefur ekki átt þess kost að hlýða á kjörna fulltrúa sina i útvarpi og horfa á þá á skjánum eins og við eigum að venjast. En þriðjudaginn 4. april sl. varð breyting á. Þann dag hófust reglulegar útvarps- sendingarfráumræðum á þingi. Bretar verða þó að láta sér nægja að hlýða á ræðusnilld þjóðskörunganna, þvi sjón- varpsútsendingarnar eru enn sem fyrr stranglega bannaðar frá brezka þinginu. Frá myndrænu sjónarmiði hefur brezka þingið þó upp á meiri fjölbreytni að bjóða en flestar þjóðasamkundur. Þing- forsetinn siturenn sem fyrr með púðri drifna hárkollu á höfði. Siðvenjur eru fjölbreytilegar og starfsmenn þingsins klæðast fornlegum einkennisbúningum og bera furðulega titla. Eftir fjölda parrukka og kjólfata að dæma gæti aðkomumaður haldið að hann væri staddur á leiksviði þar sem farið væri með gamanleik eftir Holberg. Tillaga um útvarpssendingar frá þinginu var i fyrsta sinn felld skömmu eftir heims- styrjöldina siðari. Of eftir það hefurhúnhlotið sömuörlög með jöfnu millibili. Tilraunaút- sendingar voru gerðar fyrir nokkrum árum og þóttu takast vel, en þó sannfærðust hæstvirt- ir þingmenn ekki um réttmæti þess að hleypa tækniframförun- um inn 1 húsið. Fyrir ári fengu fylgjendur útvarpssendinga þó yfirhöndina með naumum at- kvæðamun. Þinginu er þó I lófa lagið að breyta aftur i fyrra horf. Fylgismenn útvarps- sendinga frá þinginu hafa haldið þvi fram að minnkað álit þings- ins væri röksemd fyrir þvi að opna það fjölmiölum. Menn tala æ meir um fjarlægðina á milli löggjafarsamkomunnar i hinni sögufrægu Westminsterhöll og kjósandans i Stóra Bretlandi. „Við höfum ekki ráðá að útiloka þennan nýja miðil, sem getur aukið áhuga manna á starfi þingsins”, hafa margir sagt. Rökin gegn útvarpi hafa verið fjölmörg. Langt fram á 18. öld voru þingmenn sannfærðir um að sjálfstæði þeirra og gæði umræðna myndu rýrna ef dag- blöðin fengju leyfi til að skýra frá þeim. Algjört bann var við frásögnum af þinginu. Rök andstæðinganna á þessum áratug hafa i stórum dráttum veriðþau sömu og fyrir 200 árum siðan og margir hafa haldið þvi fram að þau hafi ekki batnað með aldrinum. En margir þingmenn hafa augsýni- lega óttazt að útvarp, og þó einkum sjónvarp, kynni að skemma hið sérstæða klúbb- andrúmsloft, sem rikir innan þingsins, en oft er brezka þingið kallað finasti klúbburinn i London. Brezkir útvarpshlustendur verða nú sérstæðrar reynslu aðnjótandi. Umræður i þinginu eru óneitanlega stundum mjög fjörugar. Þingsalurinn er litill og rúmar engan veginn alla þingmennina, 635 að tölu. Stjórnarflokkurinn og stjórnar- andstaðan sitjaandspænis hvort öðru og menn nota sér i rikum mæli að kallast á yfir mjótt gólfið. Meir að segja hefur það komið fyrir að legið hefur við handalögmálum. Ofter pappir- um kastað hátt á loft, lófatak glymur eða fótum er stappað i gólfið. Ekki er að furða, að hljóðtæknimennirnir þurftu langan tima til að undirbúa út- varpssendingar. Meðal þingmanna rikir nokkur ótti um að kjósendur muni enn glata virðingunni fyrir fulltrúum sinum, þegar þeir heyra hávaðann i þinginu, sem jafnvel órólegum skólabekk mundi ekki liðast. Aðrir kviða þvi að útvarpssendingarnar muni ekki halda athygli hlust- enda. Bæði BBC og sjálfstæðar út- varpsstöðvar útvarpa nú frá þinginu. t byrjun verður eina fasta útsendingin á þriðju- dögum og fimmtudögum þegar forsætisráðherra svarar fyrir- spurnum þingmanna. Spurn- ingatimarnir eru óneitanlega einn skemmtilegasti þátturinn i þingstarfinu, en oft er erfitt fyrir ókunnuga að fýlgjast með þeim. Notað er e.k. dulmál. Þingmenn láta skrá einhverja sakleysislega spurningu, sem þeir vilja bera fyrir heiðraðan ráðherrann. Henni er þó aðeins ætlað að vera upphaf viðbótar- spurninga, sem hafa skarpari brodd. Tilgangurinn með þessu er að koma- ráðherra á óvart. Það tekst þó sjaldan, og ef það tekst, eru brezkir stjórnmála- menn vel þjálfaðir i að tala sig út úr hlutunum. En þing- mennirnir hafa mæturá þessum leik. Útvarpsmennirnir fá sannar- lega nóg að glima viö að hjálpa rugluðum hlustendum. Sama á við um öll frammiköllin, sem fylgja umræðum. Oft merkja orðin allt annað en þau gefa til kynna. Virðingarlaust og skammarlegt eru orð sem oft heyrast. en merkja aöeins að allt gangi eðlilega fyrir sig. Styttingar eins og „ra”, ,,ra” i stað „húrra” eru fjölmargar. Skemmtilegast verður þó ef si- felldar hrotur heyrast úr út- varpinu. Umræður i brezka þinginu eru oft bæöi langdregn- ar og þreytandi. Viðfangsefni útvarpsfólksins verða svo mörg að BBC gerir ráð fyrir að hafa 20 starfsmenn i fullu starfi i Westminster. Þeir koma til með að eiga sinn þátt i að breyta andrúmsloftinu i klúbbnum fina, sem héðan i frá verður aldrei sá sami og áður. ÞýttogendursagtSJ 3* E&SBE Ritstjórn, skrifstofa og afgrelðsla

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.