Tíminn - 09.04.1978, Side 27

Tíminn - 09.04.1978, Side 27
Sunnudagur 9. apríl 1978 27 í tilefni af hingaðkomu brezku hljómsveitarinnar Stranglers tókum við okk- ur til og gerðum úttekt á stöðu hljómsveitarinnar og meðlima hennar miðað við útkomu þeirra úr vin- sældakosningu Sounds/ en hún ætti að sýna hver staða þeirra er í brezka popp heiminum í dag/ ef hægt er að treysta niðurstöðum hennar. Stranglers komust í eftir- farandi sæti. 1. Strangiers voru kosnir bezta nýja hl jómsveitin. 2. Jean Jacques Burnel næst bezti bassaleikarinn. 3. Dave Greenfeield annar i röð hl jómborðsleikara. 4. Fjórða bezta sviðsfram- koman. 5. Sjötta bezta hljómsveit ársins, ef litið er á heild- ina. 8. Hugh Cornwell, áttundi bezti gítarleikarinn, en gætið að því, að á ef tir hon- um í röðinni komu Steve Hackett (fyrrv. Genesis) og Eric Clapton. 8. Áttunda bezfa umslagið fyrir ,,No more Heroes" 9. Jean Jacques níundi í röðinni sem kyntákn, en Rod Stewart kom næstur á eftir. 10. Tíunda bezta umslagið fyrir Rattus Norvegicus. STAÐA STRANGLERS ★ ★ ★ ★ Weekend In LA GEORGE BENSON Warner 2WB3139 „Weekend In L.A." með George Benson, tekín upp á hljómleikum í Holly- wood, er einstaklega góð hljómplata með léttum djassi. Ekki eins sláandi og "Breezin" en þó miklu betri en flest annað af svipuðu tagi. Þó hefði, að ég held, neytandinn fengið meira fyrir peningana sina hefði úrvali þessa efnis verið safnað á eina plötu en ekki tvær. George Benson, sem leikur sérstaklega afslappaðan og léttan djass, hefur stundum verið sakaður um „Commercialisma", ekki sízt eftir útkomu og feiknavinsældir „Breezin", hans næstsíðustu plötu. Hvað sem um það má segja er tónlist svertingjans, Benson, undantekningarlaust þess virði að á hana sé hlýtt og ósjaldan fer hann á kostum. Um þessa plötu má annars full- yrða að hún er a.m.k. nógu létt til að vinna djassinum nýja fylgismenn og um leið geta djassistár vel við unað. kej. /Fálkinn ★ ★'★+ /Fálkinn French Kiss BOB WELCH Capitol SW — 11663 Bob Welch, fyrrum gítarleikari Fleet- wood Mac og síðar stofnandi hljómsveit- arinnar Paris er. hér á ferðinni með ágæta plötu sem flokkast mundi undir soft — rokk. Á plötunni, sem heitir,, Franskur koss" eru 12 lög og eru þau öll eftir Welch. Hann sér sjálfur um allan hljóðfæraleik á plötunni, að undanskildum öllum trumbuslætti og hljóðfæraleik í einu lag- anna, gamla Fleetwood Mac laginu Sentimental Lady, en þar eru honum fyrrverandi félagar úr Mac til aðstoðar auk Lindseys Buckingham en hann gekk til liðs við Mac eftir að Welch hætti. Franskur koss lætur vel í eyrum og venst vel, en þó eru öll lögin þar keimlík að ekkert laganna sker sig úr, að laginu Carolene undanskildu, sem er mjög gott kraftmikið lag. Annars eru eins og áður segir hin lögin hvert öðru lík, og þó að sumum finnist það galli, þá eru vafalaust aðrir sem kunna að meta það, þar sem platan verður mun heilsteyptari en ella. Bezta lag: Carolene. — ESE. Rod Stewart er ekki dauöur úr öllum æðum ennþá, nú er kappinn i óöa önn aö klifa alla cM helstu vinsældarlista heims. Smokie Hver man ekki eftir Smokie Greatest Hits? Við ábyrgjumst að platan Bright L.ights & Back Alleys gefi henni ekkert eftir. ELO Það er sagt að allt sem Jefl Lynne snerti á verði að gulli, enda er það e ki hver sem er sem getur gefið út jafn mar,,ar hljómplötur og hverja annarri betri. Manfred Mann Það var loks i fyrra að Mannfred Mann hla.ut þær vinsældir sem hann átti skilið. Það ntá enginn tónlistarunnandi láta plötu þessa fara fram hjá sér. David Bowie Heroes nýjasta plata David Bowie var ein- róma valin af gagnrýnendunt Melody Maker sem besta hljómplata ársins 1977. Ómissandi i hvert plötusafn. Marlene Dietrich Eftir að hafa verið iíifáanleg í mörg ár er platau The Best Of Marlene Dietrich loksins komin. Chaplin Allir vita að Chaplin var snillingur, en vissir þú að nú er hægt að njóta annarrar hliðar á honum en kvikmyndanna. Þessi plata er tvö- föld en seld sem ein. Roger Whittaker Um ára bil hefur Roger Whittaker verið einn af vinsælustu söngvurunum á islandi. Á þessari plötu tekur hann fyrir ensk þjóðlög á sinn létta og skemmtilega hátt. FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70 Laugavegi 24 Sinti 1-86-70 Vestuveri Simi 1-21-10 Verzlið þar sem úrvalið er bezt Abba Sökum hagstæðra vöruinnkaupa getum við enn um sinn boðið nvjustu Abba plötuna á aö- ■«- eins kr. 4100. Baccara Ekkert lát virðist ætla aö verða á vinsældum Baccara, enda engin furða. Þetta er hljóm- plata sem allir hafa gaman af. Eruption Það hafði enginn heyrt um Boney M þegar við komum henni á framfæri, það er i sömu fullvissu sem við bjóöum nú nýju hljómplöt- una með Eruption. Genesis Þegar Peter Gabriel hætti héldu allir að Genesis væru búnir að vera en annað kom á daginn. Nú er Steve Hackett hættur en samt hafa þeir aldrei verið betri. Rod Stewart

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.