Tíminn - 28.04.1978, Qupperneq 11

Tíminn - 28.04.1978, Qupperneq 11
Föstudagur 28. april 1978 11 Reykjavík: Mjög góð nýting á gistirými það sem af er apríl ESE — Þaö sem af er aprilmán- uði hefur nýting gistirýmis á hótelum höfuðborgarinnar verið mjög góð, og er það mál manna að nýtingin hafi sjaldan eða aldrei verið eins góð á þessum árstima áður. Óvenju mikið er um útlendinga i borginni, og að undanförnu hafa verið haldnar hér fjölmargar ráöstefnur með þátttöku erlendra gesta. T.d. er staddur hér þessa dagana 150 manna hópur norrænna bakara- meistara, sem hingaö eru komnir til fundarhalda. Einnig hefur bilasýningin AUTO 78 dregið að gesti, en áhugi manna út á lands- byggðinni á sýningunni er mjög mikill. Við hringdum á nokkur hótel i borginni í gær og könnuðum að- sóknina það sem af er mánuðin- um. Erling Aspelund hótelstjóri á Hótel Loftleiöum og Hótel Esju sagði, að nýtingin á hótelunum Pingeyri: Bygging viðbótarfrysti- geymslunnar ekki hafin Undirritaður vill koma þeirri leiðréttingu á framfæri, að rang- lega er eftir honum haft I viðtali I Timanum 6. april s.l. að verið sé að byggja við frystigeymslu Hraðfrystihúss Dýrfirðinga á Þingeyri. Bygging viðbótarfrystigeymslu er fyrirhuguð, en nauðsynleg lánafyrirgreiðsla hefur dregizt á langinn. Þaö standa hins vegar vonir til þess að slik bygging geti risið á næsta ári. Sigurður Kristjánsson kaupfélagsstjóri Norræna félagið: Sænskunám- skeið í Svíþjóð Enn á ný býður Norræna félag- ið i Norrbotten i Sviþjóð Islend- ingum á sænskunámskeið i Framnas lýðháskóla. Að þessu sinni er boðið 112 þáttakendum og stendur námskeiðið frá 31. júli til 14. ágúst. Eftir það er ráðgerð ferð um Nordkalotten sem lýkur með þátttöku i Nordkalott- ráðstefnu i Alta i Norður-Noregi 20. ágúst. Undirbúningsnámskeið verður heima 2.-4. júni fyrir þá útvöldu og hefur slikt reynzt mjög vel undanfarin ár, bæði hefur fólkið kynnzt' og fengið fyrstu kynni af málinu og einnig hefurkennarinn fundið út á h^aða stigi hópurinn er og hagað kennslu eftir þvi. Umsóknareyðublöö og allar nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Norræna félagsins i Norræna húsinu, simi 10165. Skilafrestur í skáldsagna- samkeppni MM að renna út 15. mai n.k. rennur út skila- frestur i skáldsagnasamkeppni þeirra, sem efnt var til á 40 ára afmæli Máls og menningar. Verða veitt ein verðlaun, hálf milljón króna, auk höfundar- launa, sem nema 18% af forlags- verði bókarinnar að frádregnum söluskatti. Félagið áskilur sér rétt til útgáfu fleiri skáldsagna en þeirrar er verðlaun hlýtur. Sögur þær er sendast I keppnina skulu merktar dulnefni en nafn höfundar fylgja með I lokuöu umslagi. Dómnefnd skipa Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, dr. Jakob Benediktsson, Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag. og Þorleifur Hauksson útgáfustjóri Máls og menningar. væri mjög góð og væri þessi april- mánuður einn sá albezti siðan Hótel Loftleiðir opnuðu 1966 og myndi hann að öllum likindum slá fyrri met hvað nýtingu varðaði, en fyrstu 23 daga mánaðarins hefði nýtingin verið rúmlega 78%. Kvaðst hann ekki búast við þvi að hún yrði minni það sem eftir væri mánaðarins. Þá hefði nýting einnig veriö miög góö á Hótel Esju og nýtingarhlutfall þar svip að og á Hótel Loftleiðum. Erling kvað marga af þeirra gestum vera stadda hér vegna bilasýn- ingarinnar og nefndi i þvi sam- bandi, að fólk kynni vel að meta þann afslátt sem veittur væri á ferðum og gistingu vegna hennar. A Hótel Borg fengum við þær upplýsingar, að þar væri allt fullt út úr dyrum, og meira að segja hefi þurft að nota setustofuna undir gesti, auk þess sem þurft hefði að visa fjölda manna frá. Mikið væri um útlendinga á hótel- inu, svo og fasta viöskipavini utan af landi. Konráð Guðmundsson á Hótel Sögu tjáði okkur að þar hefði allt verið fullt i nokkra daga og hefði nýting verið þar mjög góð að und- anförnu. Konráö sagði að á hótelinu væri nú staddur 150 manna hópur nor- rænna bakarameistara, sem hingað hefðu komið til funda- halda og munaði um minna. Þegar við höföum samband við Hótel Holt.var okkur tjáð aö þar hefði allt verið fullt undanfarna daga og þar væri mjög mikið af erlendum gestum, auk islenzkra gesta. A Hótel Heklu hefur einnig ver- ið mjög góð nýting að undanförnu og hefur þar yfirleitt verið fullt fjármunarétt Prófessor dr. jur. W.E. v. Eyben frá Kaupmannahafnarhá- skóla flytur opinberan fyrirlestur i boði lagadeildar Háskóla Is- lands og Lögfræðingafélags ís- lands fimmtudaginn 27. april n.k. Fyrirlesturinn, sem nefnist ,,Ný viðhorf i norrænum fjármuna- um helgar, þó að nokkuð hafi aregiö úr aösókn I miðri viku. Eins og sést á framangreindu, er bjart framundan i hótelmálum hérlendis i sumar ef framhaldið verður eitthvað i likingu við á- standið nú. rétti,” verður haldinn kl. 17:15 i stofu 101 I Lögbergi, húsi laga- deildar. Prófessor v. Eyben er I fremstu röð norrænna fræðimanna I löe- fræöi og hefur um langt árabil tekið mikinn þátt i samstarfi nor- rænna lögfræðinga. . Háskólafyrirlestur um norrænan er sameiqinleqt með þeim öllum Golfinn er léttur og lipur í umferðinni. Hugvitsamleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt en ytri mál eru miðuð við að smjúga í umferðinni; það stæði finnst vart sem Gplfinn smeygir sér ekki inn í. Á vegum úti er Golfinn eins óg hugur manns. Hægt er að breyta honum í sendibíl á svipstundu. Það vekur athygli að Loftleiðir völdu Golfinn af öllum þeim aragrúa bíla, sem bjóðast hér á landi fyrir bílaleigu sína. 32 VnT.KSWAGKNGnT.FM Derby sameinar smekklegt útlit, framúrskar- andi ak8tur8eiginleika og þýska natni í frágangi. Aðrir helstu kostir Derbys: Hæð undir lœgsta punkt er 22,5 cm. Sparneytinn svo af ber: hann varð nr. 1 í sparak8tur8keppninni í október ’77. Farangur8rýmið er óvenju stórt, 515 lítrar. Afþessu má sjá að Derby er tilvalinn ferða- og fjölskyldubíll sökum sparneytni, hæðar frá vegi og farangursrými8. Það er eitt að kaupa bíl annað að reka hann: Þú sem vilt tryggja þér góðá þjónustu, VOLKSWAGENÞJÖNUSTU, velur því Golf, Derby eða Passat. Einhver þeirra þriggja er bíllinn fyrir þig og þína. Passatinn er “stóri” bíllinn hjá Volkswagen. Sportlegur bíll sem fœst í mismunandi gerðum: 2ja eða 4ja dyra, einnig með stórri gátt að aftan og í “station” útfœrslu. Við erfiðustu akstursskilyrði bregst hann ekki, hvort heldur í snjó, hálku, rigningu eða miklum hliðarvindi. Ekki sakar útlitið: Passatinn er glœsilegur vagn, rýmið mikið, frágangur og innréttingar frammúrskarandi vandaðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.