Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. mai 1978. 11 er kallað. Drengurinn grét það eitt að hann hafði ekki getað komið upp um foreldra sina: „Stalin er minn eini faðir og móðir”, sagði hann. öllu þessu óskaplega kerfi upplýsinga og persónunjósna, sem oft stjórnuðust auðvitað af persónulegri óvildi, lýsir Nadez dja mjög itarlega. En þau hjón og raunverulegir vinir þeirra komust alltaf að þvi fýrr eða siðar hverjir voru njósnarar. Þau vissu lika herjir mundu hafa komið ljóðinu um Stalin i hendur þeirra, sem réðu lifi og dauða. En við þessu varð ekkert gert.Osip Mandelstam breytti i engu ljóðagerð sinni og las verk sin fyrir vini sem óvini. Honum var þörf að láta til sin heyra. Þegar Mandelstamhjónin voru flutt i útlegðina lýsir hún hvernig þau stóðu við lestar- gluggann i fylgd þriggja her- manna, sem ekki viku frá þeim fyrr en komið var á áfangastað mörgum dögum siðar. Henni fannst eins og veröldin hefði klofnað i tvennt. óróinn var , horfinn óttinn lika og hún segir : „Mótþrói var gagnlaus. Ég hafði glatað tilfinningunni fyrir dauðanum, af þvieg varkomin i heim þeirra, sem ekki eru til. Þegar maðurerað farast finnur maður ekki til ótta. Óttinn er ljósglampi,vilji til lífs, játandi. Hann er evrópsk tilfinning. Hann hefúr skapað sjálfsvirð- ingu, vitund um eigin verðleika, eigin réttindi, þarfir, kröfur, óskir. Manneskjan umvefur sitt og er hrædd um að glata þvi. Óttinn og vonin eru tengd. Glati maður voninni, glatar maður lika óttanum. Maður hefur ekk- ert að óttast . Nautið sem leitt er til slátrun- ar vonar að það geti sloppið og trampað á kvölurum sinum. önnur nauthafaekkisagtþvi að það takist aldrei, — að sá, sem dreginn er frá hjörðinni muni aldrei koma til hennar aftur. 1 mannlegu samfélagi er alltaf veriðað skiptastá frásögnum af reynslu. En ég hefi enn ekki heyrt um neinn, sem berst gegn þviaðvera leiddur til aftökunn- ar, að hann reyni að sleppa, verjast, brjóti sér leið Ut og flýi. Menn hafa þvert á móti fundið upp sérstaka tegund hetjuskap- ar fyrir þann, sem á að taka af lifi, — að deyja með lausar hendur ogekki bundið fyrir aug- un. En ég stend með nautinu og blindu æði þess. Það vegur ekki og metur hvort tilraunin heppn- ist, af mannlegri skynsemi og tregðu og reynir þvi ekki and- styggilega tilfinningu vonleys- isins. Siðar hefi ég oft velt fyrir mér, hvortmaður ætti að gráta þegar manni er misþyrmt og trampað á manni. Væri ekki bezt að stirðna i djöfullegu hug- rekki og svara böðlunum með fyrirlitningu og þögn? Ég ákvað að maður ætti að gráta. Siðustu leifar mannlegs virðuleika og lifstrúar eru i aumlegu kjökri, sem heyrist stundum, guð veit hvaðan, inn i hljóðeinangraða klefana. Með þessum gráti skil- ur manneskjan eftir sig spor á jörðinni og sýnir mannkyninu að hún hefur lifað og dáið. 1 grátnum ver hún rétt sinn til að lifa, sendir frelsinu boð og biður um hjálp og andspyrnu. Það verður að gráta þegar ekkert annað er eftir. Þögn er sannlegt brot gegn mannkyninu”. Þetta segir Nadezdja þegar hún i fylgd með sársjúkum manni sinum og þremur her- mönnum fór i Utlegð. Og hUn stóð við þetta. HUn hélt áfram alla tið að spyrna gegn, þrjósk- ast, varðveita það, sem allt rikiskerfið reyndi að Utrýma. Hér er engin leið að segja frá nema örfáum atriðum þessa merkilega rits. Skilgreiningarn- ir á eðlivaldsins og einkum þess valds, sem i Sovétrikjunum safnast á hendur Stalins og samstarfsmanna hans, eru bæði um framsetningu og skerpu óralangt frá venjulegum hugleiðingum um eðfi valds. Þær eru fyrst og siðast reynsla þeirra, sem þoldu þetta vald. HUn skilgreinir lika hvaða hug- mynd það var, sem gerði mö'gu- legt að fara eins með Sovétfólk- ið og raun bar vitni. „Það var hugmyndin um'segir Nadezdja, ,,að til væri óhrekjanlegur vis- indalegur sannleikur, sem allir yrðu að tileinka sér, þegar allir hefðutileinkað sérhann,þá gætu menn sagt fyrir um framtiðina og breytt sögunni að eigin vild með þvi að gripa til skynsam- legra aðgerða. Frá þessu stafar sá myndugleiki, sem einkenndi þá sem höfðu tileinkað sér sann- leikann. Þessi trúarbrögð sem áhangendurnir kalla visindi, gerir þann að guði, sem iklædd- ur er valdi. Þessi trú hafði eigin tákn og siðgæði, það höfðum við séð. Upp úr 1920 voru enn marg- ir sem minntust þess,hvernig kristnin sigraði og á sama hátt spáðu þeir þúsund ára riki hinn- ar nýju trUar.... Og þeir, sem þessu trúðu voru vissir um paradis á jörðu i stað launa á himnum. En mikilvægast alls var að efast ekki og trúa stað- fastlega á þann sannleika, sem visindin höfðu komizt að.” Nadezdja segir i framhaldi af þessufrá samtali, sem hUn átti við Averbach, sem var helzti hugmyndafræðingur sovézkra skálda fram að þvi að sósial- realisminn hélt innreið sina. Averbach kvað Osip ekki hafa neina stéttartilfinningu, þess vegna væri hann lélegt skáld. Það væri ekki til skáldskapur eða menning i algildri merk- ingu, einungis borgaraleg list og öreigalist, og sama máli gegndi um menninguna. Ekkert eilift og óumbreytanlegt er til og einu gildin eru stéttarlegs eðlis. Þar eð sigur öreiganna er alger og þeir munu rikja um eilifð, þá eru gildi þeirra eilif. Averbach viðurkenndi ekki annað en að röksemdafærsla hans væri byggð á visindum og þar af leið- andi óhrekjandi. Þessar hug- myndir voru undirstaða þess hvernig stjómað var, og settu mark sitt á hvernig verk manna voru metin, — og hvernig lif manna var metið. HUn segir lika frá fjölmörg- um, sem efuðust um þennan al- gilda sannleika, fólki,sem hafði önnur gildi að leiðarljósi, önnur mið i lifi sinu en að þjóna sann- leika, sem ákveðinn var af þeim, sem með völdin fóru hverju sinni. HUn segir frá Pasternak og hvernig sambandi hans og Osips var háttað. Þeir voruað mörgu leyti andstæður, en áttu sameiginlegt að þeir trUðu báðir á andlegt frelsi, frelsi til að tUlka það, sem þau sáu og reyndu. En mest segir þó frá skáldkonunni miklu önnu Achmatovu, tryggum vin i hverri raun. Og hUn segir lika frá þeim sem hún kynntist i útlegðinni, fólkisem Utskúfað var,rifiðfrá ættingjum sinum og börnum og geymt hingað og þangað á við- áttum Sovétlýðveldanna. En fyrst og siðast fjallar hún um vanda þess að taka afstöðu, vanda þess að vera manneskja i ómanneskjulegu kerfi. Hlutverk hennar verður að varðveita verk manns sins, verja þau fyrir eyðileggingu og sýna heiminum að þau hefðu gilcfi. 1. mai 1938 var Osip Mandel- stam handtekinn i annað sinn. Siðast fréttistaf honum i fanga- búðum nálægt Vladivostok i desember það ár. 1 siðasta bréf- inu frá honum til Sjura bróður sins og Nadezdja segist hann hafa veriðdæmdur til fimm ára þrælkunarvist fyrir andbylting- arstarfsemi. Hann kveðst vera fárveikurog sé trúlega til einsk- is að senda sér föt, mat og pen- inga. Enginn veit hvenær hann lézt, sennilega um jólaleytið 1938,en áreiðanlega ekki siðar en i april 1939. Nadezdja sendi honum böggul en fékk hann end- ursendan með áletruninni: end- ursent vegna dauða viðtakanda. Þannig fékk hún fregnina af dauða hans. Ekkert annað. Einhvers staðar segir hún söguna af prestinum Avvakum, sem var leiðtogi rétttrúaðra og sendur af zarnum i útlegð ásamt konu sinni. Dauðþreytt voru þau hjón á ferð i Siberiu. Konan lagðist niður þegar hún gat ekki lengur gengið og spurði: „Hvelangt eigum við að fara?” „Alla leið til grafarinn- ar, kona”, sagði Avvakum, Og konan stóð á fætur og hélt áfram. H.Ó. Það er leikur einn 'erkfærum frá okkur Handv erkfæri Lóðbretti löng og stutt Mótavírsstangir Mótavírsklippur Járnaklippur Blikkklippur Sagir Hamrar Slaghamrar Kúbein Meitlar Steinborar Múrboltar Rörtangir Þvingur Naglakassar Naglasvuntur Múrverkfæri gott úrval Múrsköfur Á Iréttskeiðar Verkfœrakassar Nælonsnúrur Vinnuvettlingar Málbönd Tröppur Lamir, lásar Smekklásar Kwiksetskrár Koparsaumur Glerlistar, gúmmí Silicone og acryl kitti Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 • Símar82033 -82180 Sendið okkur hjólbarða og látið setja VUL-CAP kaldsólningar munstrið á barðann. ELLlULLlr Smiöjuvegi 32-34 — Símar 4-39-88 &• 4-48-80 — Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.