Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 7. mai 1978. 8. MAÍ - ALÞJÓÐADAGUR RAUÐA KROSSINS 150 ÁR FRÁ FÆÐ- INGU HENRY DUNANT — mannsins, sem eftir ein bióðugustu styrjaidarátök 19. aidarinnar við So/ferino stofnaði áhrifamikii samtök á sviði mannúðarmá/a i heiminum Henry Dunant fæddist 8. mai 18281 Genf, og ólst uppá efnuðu heimili. Faðir hans Jean-Jacues Dunant var bankastjóri og móö- ir hans, Antoinette Colladon var mjög trúuð kona. Þegar Henry var sjö ára fór hann i heimsókn til Toulon, og átti sú heimsókn eftir að hafa mikil áhrif á lifsferil hans. Þar sá hann hóp fanga i hlekkjum vinna viö útskipun við járn- harða gæzlu varömanna. Hann sór þess eið að hann myndi lifa nógu lengi, til þess aö frelsa þessa fanga. í skóla gekk honum ekki vel að læra latinu, en var hinsvegar efstur i kristinfræði. Átján ára varð hann meðlimur samtaka til hjálpar hinum fátæku, og notaði hann allan sinn fritima til aö heimsækja sjúka og fátæka. Þegar vinir hans og félagar fóru i ferðalög eða stunduðu iþróttir á sunnudögum og fridögum, þá heimsótti Henry fangelsi bæjar- ins, þar sem hann las upphátt fyrir fangana úr feröasögum og visindaritum. Eftir fjallaferð eina, fékk hann þá hugmynd að nokkrir vinir ættu að hittast reglulega heima hjá honum i þvi skyni að lesa bibliuna, hjálpa hvor öðr- um I baráttunni fyrir hinu góða og útbreiða orö guðs meðal hinna ungu. Framtiðin lægi i kirkju hinna ungu! Þessir fimmtudagsfundir urðu upphaf- ið að alheimssamtökunum Kristilegt félag ungra manna (KFUM). Ariö 1853 hóf Dunant störf hjá banka i Genf. Hiö nýstofnaða „Compagnie Genevoise des Colonies de Sétif” fól honum verkefni i Alsir. Dunant fékk strax hugmyndir um að rækta og iðnvæða landið. 1 honum vöknuðu hugmyndir fjárafla- mannsins og „fjárhættuspilar- ans”. 1 héraöinu Constantine fékk hann rétt á landi og vatni. Hér reisti hann kornmyllur. En hann þarfnaðist meira lands fyrir iðnaðar- og verzlunarmið- stöðina er hann hugðist reisa. An árangurs sendi hann um- sóknir til yfirvaldanna. Arið 1858 stofnsetti hann kornmyll- urnar i Mons Djemila með 500 þúsund franka hlutafé sem fljót- lega var aukið i eina milljón franka. Ferðin sem olli straum- hvörfum 1 april sótti Dunant um franskan rikisborgararétt, en var synjað. Þá tók hann þá ákvörðun að heimsækja Napo- leon III, keisara Frakklands og leggja fyrir hann áætlanir sinar um ræktun Alsir. Keisarinn dvaldi þá i Lombardy og ætlaði að hjálpa Itölum að reka Austurrikismenn á brott frá ltaliu. Hann kom til smábæjarins Castiglione 25. júni 1859, en dag- inn áöur hafði verið háð þar ein blóðugasta orrusta aldarinnar á slétunum við Solferino. 40.000 manns lágu i valnum og biðu dauða sins i steikjandi sólarhit- anum. Dunant sagði siðar svo frá, að hann hefði með hjálp kvenna og drengja frá bænum hafið hjálparstarf meðal hinna særðu, án tillits til hvort þeir væru vinir eða fjéndur. Tutti fratelli! Við erum allir bræður! Næstu átta daga vann Dunant að þvi að fá hjálp i nágranna- bæjum við vigvöllinn. Hann fékk lækna og hjúkrunarkonur til hjálpar hinum særðu án tillits til þjóðernis, og visaöi til kær- leikans til náungans sem lengi haföi skort á. Frá Solferino, Castiglione, Brecica og Milano skrifaði hann vinum sinum og baö þá um hjálp. Við komuna til Genfar lýsti hann þeirri hræðilegu sjón er hann heföi upplifað, og allir áheyrendur hans hvöttu hann til að skrifa bók sem hrista myndi upp i hinum siðvædda heimi. Rekinn áfram af heilagri köll- un settist Dunant niður og reit „Endurminningar frá Solfer- ino” og fékk hana prentaða fyrir eigin reikning i nóvember 1862. Bókin var ákall til heimsins um að sýna fornarlömbum styrjalda miskunn, bón til þjóð- anna um að á friöartimum yrði komið upp föstum félagsamtök- um meðal manna og kvenna til hjálpar særðum á vigvelli. Dunant stingur upp á, að komið verði á alþjóðlegum og óuppsegjanlegum sáttmála, sem verði grunnur að hjálpar- samtökum fyrir særða i hinum ýmsu löndum Evrópu, — fyrstu drögin að siðari Genfarsáttmál- um. Veturinn 1862-1863 sendi Dun- ant vinum sinum bókina, þar á meðal Florence Nightingale, sem hann dáði mjög, svo og til allra fursta og þjóðarleiðtoga i Evrópu. Bókin vakti mikla athygli, og skapaði það sterkar skoðanir að hún hreif jafnvel aumustu rikis- stjórnir til dáða. Grunnurinn lagöur Eftir að hafa lesið bókina „Minningar frá Solferino” ákváðu Samtökin til al- menningsheilla i Genf að verða til þess að ýta hugmyndum Dunants á flot. 9. febrúar 1863 settu þeir á laggirnar nefnd fimm manna: Eins lögfræöings (Gustave Moynier), tveggja lækna (Louis Appia og Theodore Maunoir) og með hershöfðingjann Dufour (fyrirmann svissneska hersins) i forsæti og Henry Dunant sem ritara. Nefndin tók sér nafnið „Alþjóðlega nefndin til hjálpar hinum særðu” Það var ákveðið að beita sér fyrir stofnun hjálparnefnda um alla Evrópu og skipuleggja hjálparsveitir sjálfboðinna sjúkraliða. Dunant lagði einnig jafnframt áherzlu á að fá undirskrifaðan samning milli rikisstjórnanna sjálfra. Dagana 26. til 29. október 1863 hittust sendinefndir frá 14 þjóð- um i Genf. Fundurinn samþykkti að ýta á eftir stofnun hjálparsamtaka i öllum þjóð- löndum, og ennfremur að ekki einugnis þeir, sem hjálpuöu hin- um særðu,heldur einnig hinir særðu sjálfir, skyldu teljast hlutlausir. Að tillögu Appia læknis ákvað fundurinh að viðurkenna ákveð- ið og greinilegt merki fyrir hið sjálfboðna hjálparlið: hvi'tt arm band með rauðum krossi, sem fljótlega varð einkenni allrar hjúkrunar- og sjúkraflutninga- þjónustu. Samtök til hjálpar hinum særðu var staðreynd. Rauði krossinn sá dagsins ljós. Fyrsti Genfarsáttmalinn Arið eftir, 1864, kallaði Sviss- neska sambandsrikið til fundar i Genf. Þangað komu fulltrúar frá 16 rikjum, og þar af 12 með fullt umboð sinna rikisstjórna. Eftir margra daga umræður samþykkti fundurinn drög i tiu liðum um hjálp til handa særðum i striði á landi. Þetta var fyrsti Genfarsáttmálinn. Grundvöllur Rauða krossins. Dunant hafði náð þvi sem- hann ætlaði sér. Vegna þess hve hann var upp- tekinn af aö stofna Rauða kross- inn hafði Dunant látið fyrirtæki sin i Alslr afskiptalaus. Hann hafði byggt traust sitt á félaga sinum, sem ekki reyndist traustsins verður. Þegar einka- bankinn Crédit Genevois fór á hausinn, dró hann Dunant meö sér i fallinu. Lögmaðurinn Gustave Moyni- er, er nú var forseti alþjóða- nefndar Rauða krossins, heimt- aði að Dunant drægi sig i hlé frá nefndinni. Dunant átti einskis annars úr- kosta og 25. ágúst 1867 — f jórum árum eftir að hann hafði skapað „mesta verk aldarinnar” reit hann til Moynier frá Paris og sagði af sér. Dunant snéri aldrei aftur til Genf. Frá þessum tima þróaðist Rauði krossinn án stofnanda sins, þótt hann hætti aldrei að tala máli hans. Undir forsæti Gustave Moyn- ier beitti alþjóðanefndin sér fyrir samþykkt 55 landa á nýj- um Genfarsáttmála þann 22. ágúst 1864, sem sfðar var aukinn með sáttmálanum um sjóhern- að 1899. Dunant var sem óþreytandi. A árunum sem i hönd fóru ferð- aðist hann mikið og hélt fyrir- lestra um nýjar hugmyndir er gagntóku hann, til dæmis um aö Genfarsáttmálinn ætti að út- vikkast á þann hátt,að hann næði einnig til striðsfanga (nokkuð sem ekki varð aö veru- leika fyrr en 1929), að Gyðingar ættu að snúa aftur til Palestinu, um alheimsbókasafn, er ætti að beita sér fyrir útgáfu á „meist- araverkum mannsandans”. Dunant flakkaði um Evrópu. Hann liföi aö ldkum eins og um- renningur, svaf á járnbrautar- stöövum og skemmtigörðum. Hann svalt og þjáðist af kulda. Arið 1887 biður gamall maöur með hvitt skegg um hæli á litlu sjúkrahúsi I smábænum Heiden i Sviss. Þegar Dunant fyllir út inntökubeiðnina verða menn forviða yfir aldrinum: 59 ára og þegar útlits eins og öldungur! Fjölskylda hans verður snort- in af hinni miklu ógæfu hans og sendir reglulega hjálp. 1892 er Dunant veitt viðtaka á héraðssjúkrahúsinu i Heiden, og hér eyðir hann 18 siðustu árum ævinnar. Hann er óþekktur. I Genf er ekki talað um hann né gjaldþrot hans. 1895 kemur ungur blaðamað- ur frá St. Gallen, Georg Baum- berger,i heimsókn á sjúkrahúsið i Heiden, og kemst að raun um sér til mikillar furðu að gamli maðurinn sem þar hefði dvalið óþekktur i mörg ár, er stofnandi Rauða krossins. Hann skrifaði grein sem vakti athygli um allan heim. Nú fóru heiðurstilnefningar og bréf að streyma inn, og hann tók á móti stöðugum heimsókn- um. Rauðakrossfélög um heim allan kepptust um að gera hann að heiðursfélaga. 1 litla herberginu sinu skipti Dunant timanum á milli þess að skrifa endurminningar sinar og að koma á framfæri bón sinni til almennings um frið, trúfrelsi og afnám þrælahalds. Árið 1901 hlaut hann, ásamt franska friðarsinnanum Féd- éric Passy, fyrstu friðarverö- laun Nobels, en hann neitaði að taka við þeim þvi honum var enn ógnað af lánardrottnum. Norskur vinur hans, Hans Daae, kom þvi þá þannig fyrir, að peningarnir voru lagðir inn i norskan banka, en þá nýverið hafði verið samþykkt að heiðursgjafir mætti ekki gera upptækar úr norskum bönkum. Henry Dunant dó i Heiden 30. október 1910, 82 ára að aldri. Hann mælti svo fyrir I erfða- skrá, að fjármunir sinir skyldu renna til mannúðarmála i Sviss og Noregi. Einnig til sjúkra- hússins i Heiden, en þar skyldi ávallt vera til reiðu rúm fyrir þann fátækasta sjúklinganna i Heiden. Það var ekki mikið um dýrðir við útför hans. Henry Dunant hafði mælt svo fyrir að likams- leifar hans skyldu brenndar án nokkurrar viðhafnar. Askahans hvilir á óþekktum stað i kirkju- garðinum i Zíirich. (Byggt á bókinni um Henry Dunant, útg. I Genf 1963)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.