Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 6
«»» . * .K.rei jtirn » ntissbiJiinuB 6 liliíitiWi' Sunnudagur 7. mai 1978. menn og málefni Leiðir að markinu Það sætir ekki miklum tiðind- um i sjálfu sér að kjaramálin eru einu sinni enn komin ofarlega á baug nú á þessu vori. Ákvarðanir um kjaramál snerta alla þegna þjóðfélagsins, og þessar ákvarðanir verður að taka meira eða minna á ári hverju, annað hvort fyrir vinnumarkaðinn i heild,mikinn hluta hans eða ein- stakar atvinnustéttir. Það sem vakið hefur á hinn bóginn athygli i kjara- og samningamálum nú siðustu vikurnar og mánuðina eru til- raunir launþegasamtakanna til að velja nýjar aðferðir, fara inn á nýjar brautir til þess að knýja á um hagsmuni umbjóðenda sinna. 1 byrjun marz var gripið til um- deildra tveggja daga vinnustöðv- ana i blóra við lög og nú á siðustu vikum hefur verið haldið uppi út- flutn ingsbanni á islenzkar afurðir, — eða ætti fremur að segja að sliku banni hafi verið lýst en undanþágur veittar þar sem yfir vofði atvinnustöðvun ella. Hið siðasta i þessum efnum er það að aðilar hafa mætzt við samningaborðin, aðgerðir hafa breiðzt út þar sem er iðnverka- fólkið,og lýst hefur verið inn- flutningsbanni á oliu siðar á þessu vori. Aðferðir í endurmótun Tvennt vekur athygli þegar þessi mál eru hugleidd. I fyrsta lagi er svo að skilja,að forystu- menn launþegasamtakanna ótt- ast að gripa til almennra verk- fallsaðgerða/Dger það i sjálfu sér vel og reyndar skiljanlegt þegar haft er i huga viðhorf alls al- mennings. I öðru lagi er greini- legt,að þeir hafa á hinn bóginn ekki ennfundið hvaða leið er væn- legust að almennu verkfalli slepptu. Það virðist auðsætt.að aðgerðir launþegasamtakanna i kjaramál- um og vinnudeilum eru um þess- ar mundir i endurskoðun og endurmótun. Með þessum orðum er siður en svo verið að kasta nokkurri rýrð á forystumenn launþegasamtakanna, — nema siður væri. Það er i sjálfu sér ánægjuefni að þeir hafa séð,að hefðbundnar aðferðir duga skammt og vekja litinn fögnuð meðal verkalýðsins og jafnframt er ekkert við þvi að segja að það taki sinn tima að móta nýjar að- ferð ir. Margir munu sammála um að tilraunir launþegaforystunnar hafi ekki borið fyllilega árangur enn sem komið er. Vinnu- stöðvanirnar i byrjun marz ollu miklum kurr i eigin röðum, og út- flutningsbannið mætti vægast sagt litlum fögnuði eða samúð meöal launþeganna sjálfra, og höfðu ýmsir á orði að nær væri að takmarka innflutning ýmiss konar neyzluvarnings en hindra gjaldeyrisöflunina. Gert ráð fyrir högum hinna lægst launuðu Þvi er við borið i þessum að- geröum að efnahagsaðgeröir rikisstjórnarinnareigi sök á mót- mælaaðgerðunum. Það er rétt.að efnahagsaðgerðirnar eru hið beina tilefni. Um hitt munu sann- sýnir mennaftur á móti sammála að þaðhefði verið hreint glapræði og ábyrgðarleysi að láta undir höfuð leggjast að gripa til mót- vægisaðgerða eins og horföi i at- vinnumálum. Slikt er beinlinis skylda stjórnvaldanna eins og komið var. Og það er nauðsynlegt að menn geri sér þess grein að i þessum Vor i lofti. aðgerðum var beinlinis gert ráð fyrir þvi,að lægst launaða fólkið hlyti ekki af þeim þá kjara- skerðingu sem þeir urðu fyrir sem meira hafa að bita og brenna. t þessu felst einmitt meginvandi launþegasamtak- anna. Fólkið i landinu,jafnt laun- þegar sem aðrir, skilur þörfina sem var á ákveðnum aðgerðum og almenningur hefur i reynd fallizt á þær aðgerðir sem fýrir valinu urðu. Það má vitanlega deila um það hvort unnt hefði ver- ið að velja betri eða hentari að- ferð,en markmiðið hlaut að verða hið sama og hvaða aðferð sem valin yrði hlaut að koma við fjár- ráð almennings á einn eða annan hátt. Það skerti vitanlega svigrúm stjórnarvaldanna að vitað var,og hefur ekki verið umdeilt, að út- flutningsatvinnuvegirnir gátu ekki tekið á sig skerðingu sem neinu verulegu nam. Atvinnulifið hefur þegar á allt er litið eftir hina miklu uppbyggingu orðið fyrirbarðinu á verðbólgunni,ekki siður en einstaklingarnir i þjóð- félaginu. Má iþviefniminna á ört vaxandi fjármagnskostnað vegna þess að óhjákvæmilegt hefúr ver- ið talið að hækka vexti til þess annars vegar að tryggja hag sparifjáreigenda en hins vegar að slá nokkuð á lántökur sem flotið hafa af þvi að raunvextir hafa verið öfugir. Vandamálin vaxa mönnum yfir höfuð Það er nauðsynlegt að fram komi þegar um þessi atriði er rætt,að vitað er að fram til bessa hafa atvinnurekendur margir hverjir a.m.k. getað komið ein- hverju og jafnvel einhverju veru- legu, af neyzlu sinni yfir á kostnaðarreikninga fyrirtækj- anna. Það er auðvitað skiljanlegt, aðlaunþegar sæti þvi illa að slikt framferði geti átt sér stað og einkum á timum þegar afturkipp- ur verður i efnahags- og kjara- málum. En frumvörpunum um eignarskatt og tekjuskatt sem veriðhafa til afgreiðslu á Alþingi er einmitt ætlað m.a. að setja undir leka af þessu tagi. Það skal viðurkennt að slikt verður aldrei gert algerlega með skattalögum um beina skatta einum saman. Þar þurfa og að koma til óbeinir skattar, sem falla á neyzluna sjálfa, hver svo sem það er sem stendur fyrir henni og jafnframt verður ekki um of vandað til bók- haldsreglna og bókhaldseftirlits af opinberri' hálfu. Verður ekki frekar fjallað um það þjóðþrifa- mál aðsinni.en þvi bætt við,að er stjórnmálamenn fjargviðrast yfir tekjuskattslausum atvinnurekstri er viturlegt að minnast þess að atvinnureksturinn greiðir mikil aðstöðugjöld eftir þvi hversu mikil veltaner i rekstrinum en án tillits til þess hver hagnaðurinn er á hverjum tima. Erfiðleikarnir sem atvinnulif- inu standa af háum vöxtum eru skýrt dæmi þess að vandamálin sem óð verðbólga skapar vaxa mönnum yfirhöfuð. Þegar fram i sækir mætast erfiðleikarnir yfir höfðum manna ef við vandann verður ekkiráðið. Menn geta gert sér i hugarlund hverju fram myndi vinda ef vextir tækju á engan hátt mark af efnahags- veruleikanum. Menn geta rétt gert sér imynd af þvi hvað myndi gerast á lánsfjármarkaðinum og af hvilikri ráðdeild fariö yrði um fjárfestingar og framkvæmdir meðan lánsféð þyrri að fullu. Hugmyndir til úrbóta Þaö sem hér hefur verið nefnt hnigur að þvi annars vegar að itreka enn frekar en endranær hefur verið gert,hver þörf þjóð- inni er á þvi að stungið verði við fótum og spyrnt rækilega gegn verðbólgunni. Hins vegar sýnir framvinda siðustu vikna að þvi er kjaramál- in varðar, að nú er mönnum orðið það ljóst að timi er til kominn að leitað sé nýrra leiða um samningaumleitanir og aðferðir við vinnudeilur og kiara- samninga. Alþingi hefur nú ný- lega samþykkt rikisstjórnar- frumvarp sem hnígur að þvi að auka verkssvið og áhrif sátta- semjara rikisins og er ekki að efa að nú ættu hugmyndir i þá átt að geta hlotið betri undirtektir meðal launþegahreyfingarinnar en löngum hefúr veriö,þvi miöur. Það er ástæða til að minna á þau orð Hákonar Hákonarsonar, forseta Alþýðusambands Norður- lands, sejn hann lét falla i viötali í Timanum fyrir nokkrum dögum, að endurskoðun aðferða i kjara- samningum og sáttaumleitunum á engan veginn að þurfa að leiða til skerðingar á hefðbundnum réttindum launþegasamtakanna. Þvert á móti stefna breytingarn- ar að þvi að bæta upplýsingar og draga úr tortryggni milli við- semjenda um leið og sáttastörf eigaað hefjast fyrr en verið hefúr og áður en allt er i óefni komið. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherravék að þessum málum i ræðu sinni viö eldhúsdagsum- Timamynd Hóbert. ræðurnar á dögunum. Hann varpaði fram þeirri hugmynd,að komið yrði upp sameiginlegu launamálaráði allra þe.irra aðilja sem hafa þessi mál með höndum. Þessulaunamálaráðiyrði faliðað fylgjast með raunverulegum tekjum einstaklinganna i þjóð- félaginu^kki aðeins þeim launum, sem skráð eru i samningum, heldur með þvi hvað hver ber i raun úr býtum. Skyldi þetta gert með þeim hætti að aUir aðilar gætu vitað tU þess að réttilega væri fengin rétt niðurstaða könnunar. A þessu hefur verið mikill mis- brestur,og af þvi m.a. hefur leitt þá tortryggni sem allt of mjög gætir um þessi efni i samfélagi okkar. N auðsynlegr i en flest annað Svo mikiðer vist,að okkur veitir ekki af að nýta alla þá möguleika sem tU finnast til að treysta betur en verið hefur fullan vinnufrið i landinu. Islendingar eiga aö vera menn til þess að skipta gæðunum með sér á réttlátan og skynsam- legan hátt og hafa þó nóg til sam- félagsþarfa,framkvæmda,félags- mála og mennta. Með þessum hugmyndum er ekki verið aðfara þvi á flot að hér eigi að koma upp einhverju „korpórativu” sam- tryggingarriki, þar sem enginn getur komið við frjálsum athöfn- um vegna þess að öllum hurðum hafi verið lokað meö samkomu- lagi æðstu forystumanna. Hér er aðeins drepið á leiðir að þvi marki að tryggja þá þjóðlegu samstöðu sem íslendingum er nauðsynlegri en flest annað nú um stundir. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.